Stækkun kirkjugarðs við Saurbæjarás

Málsnúmer 2211032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 292. fundur - 07.12.2022

Lagt fram erindi Júlíu Birnu Birgisdóttur, formanns sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju dags.1.11.2022. Sótt er um stækkun kirkjugarðs við Saurbæjarás til norðurs í samræmi við afstöðumynd af garðinum frá árinu 2009.
Samþykkt
Nefndin samþykkir stækkun á kirkjugarði skv. áfanga 2 til norðurs í samræmi við afstöðumynd. Nauðsynlegt er að deiliskipuleggja svæðið. Tæknideild er falið að hefja þá vinnu sem mun byggja á hönnun sem unnin var 2009.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 01.03.2023

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag kirkjugarðsins við Saurbæjarás.
Tæknideild falið að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 03.05.2023

Lagðar fram umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem auglýst var vegna upphafs vinnu deiliskipulags kirkjugarðsins á Saurbæjarási. Umsagnir bárust frá Kirkjugarðaráði, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju, Umhverfisstofnun og Minjastofnun. Einnig lögð fram drög að breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032 og deiliskipulags kirkjugarðsins.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að tillögurnar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum áður en þær verða teknar til afgreiðslu í bæjarstjórn, í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299. fundur - 06.06.2023

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðs við Saurbæjarás ásamt breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2023. Tillögurnar voru kynntar fyrir opnu húsi þann 22. maí sl.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að tillögurnar verði auglýstar í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar á breytingu aðalskipulags. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðs við Saurbæjarás var auglýst með athugasemdafrest frá 11. ágúst til 28. september 2023. Fimm umsagnir bárust vegna tillögunnar. Náttúrufræðistofnun Íslands sendi inn sameiginlega umsögn fyrir aðalskipulags- og deiliskipulagstillöguna. Þar kemur m.a fram að ekki virðist hafa verið lagt mat á áhrif skipulagsins á fuglalíf, en að skipulagssvæðið sé ekki mjög stórt þannig að rask á varplöndum mófugla verður tæplega mikið en aukin umferð fólks gæti haft fælandi áhrif á einhverjar tegundir. Lagt er til að notast sé við trjátegundir sem vaxa vel með náttúrulegum gróðri og mynda ekki of mikið skuggavarp. Huga skal að því við framkvæmdir að flutningur á jarðefni út af svæðinu geti aukið útbreiðslu lúpínu inn á ný svæði.

Í umsögn Vegagerðarinnar var bent á að merking veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar vantaði á deiliskipulagsuppdráttinn. Minjastofnun benti á í umsögn sinni að gera þurfi ráð fyrir 15 metra friðhelgi við minjar og að laga þurfi kafla í greinargerð um fornminjar.

Umsagnir bárust einnig frá Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju og Kirkjugarðaráði sem gerðu ekki athugasemdir við tillöguna.

Lagður fram uppfærður deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð þar sem búið er að setja inn veghelgunarmörk, aðlaga uppdrátt að skráðum fornminjum og bæta við texta í greinargerð undir kafla um fornminjar og gróður.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag kirkjugarðsins við Saurbæjarás verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.