Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

299. fundur 06. júní 2023 kl. 16:00 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Þétting byggðar - deiliskipulag

Málsnúmer 2303026Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 24.5.2023 þar sem fjallað er um fyrsta áfanga deiliskipulags vegna þéttingar byggðar. Markmiðið er að tryggja áfram framboð íbúðarlóða í sveitarfélaginu og nýta það byggingarland sem er að finna innan þéttbýlismarka Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Í samræmi við tillögu nefndarinnar frá 29.3.2023 er lagt til að hafist verði handa við deiliskipulag suðurbæjar á Siglufirði skv. meðfylgjandi afmörkun þar sem gert er ráð fyrir 17 nýjum lóðum.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin þakkar fyrir minnisblaðið og óskar eftir að fram fari verðkönnun á fyrirliggjandi skipulagsvinnu og í framhaldinu verði málið sent áfram til afgreiðslu bæjarráðs.

2.Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á fyrstu drögum að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Siglufirði.
Tæknideild falið að koma á framfæri athugasemdum nefndarinnar til hönnuðar og í kjölfarið kynna drögin íbúum og hagaðilum.

3.Deiliskipulag kirkjugarðs við Saurbæjarás

Málsnúmer 2211032Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðs við Saurbæjarás ásamt breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2023. Tillögurnar voru kynntar fyrir opnu húsi þann 22. maí sl.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að tillögurnar verði auglýstar í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar á breytingu aðalskipulags. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu

Málsnúmer 2208059Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði ásamt breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2023.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að koma á framfæri athugasemdum nefndarinnar til hönnuðar.

5.Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Á 230. fundi bæjarstjórnar var lögð fram bókun þess efnis að tæknideild væri falið að kanna frekar svæðið við Brimnes (ofan Ólafsfjarðarvegar) fyrir framtíðar kirkjugarð Ólafsfjarðar, skv. sömu mælikvörðum og aðrir valkostir hafa verið greindir. Lögð fram greining svæða sem lögð voru til sem framtíðar kirkjugarðar í Ólafsfirði þar sem svæðið við Brimnes er skoðað og greint með sama hætti.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir framlagða greiningu og felur tæknideild að kanna viðbrögð Sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju á viðbættri greiningu Brimnessvæðis.

6.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Norðurgata 4a Siglufirði

Málsnúmer 2305030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 3.5.2023 þar sem Sigrún S. Þór Björnsdóttir og Sigurbjörn Pálsson sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings við Norðurgötu 4a á Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 19.5.2023.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við framlagt lóðarblað.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Aðalgata 16 Siglufirði

Málsnúmer 2305029Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 3.5.2023 þar sem Sindri Ólafsson sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Aðalgötu 16 á Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 19.5.2023.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við framlagt lóðarblað.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Kirkjuvegur 17 Ólafsfjörður

Málsnúmer 2305082Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 26.5.2023 þar sem Sæunn Gunnur Pálmadóttir sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Kirkjuveg 17. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.31.5.2023.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við framlagt lóðarblað.

9.Umsókn um stækkun lóðar við Aðalgötu 21 Ólafsfirði

Málsnúmer 2305070Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 23.5.2023 þar sem Þorleifur Gestsson sækir um stækkun lóðar sinnar við Aðalgötu 21, um 2,6m til suðurs skv. meðfylgjandi lóðarblaði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir stækkun lóðar í samræmi við framlagt lóðarblað.

10.Hornbrekkuvegur 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

Málsnúmer 2305044Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 12.5.2023 þar sem Hörður Björnsson og Guðrún Gunnarsdóttir sækja um leyfi fyrir byggingu bíslags á vesturhlið neðri hæðar í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Samþykkt
Samþykkt.

11.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Túngata 37 - Flokkur 2,

Málsnúmer 2305060Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 23.5.2023 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Fríðu Bjarkar Gylfadóttur. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu til suðurs á Túngötu 37. Tillagan hefur verið grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum án athugasemda.
Samþykkt
Samþykkt.

12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Þormóðsgata 20 - Flokkur 2,

Málsnúmer 2305064Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 24.5.2023 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Pauline Joy Richard. Sótt er um leyfi fyrir tengibyggingu milli tveggja húsa sem eru í dag á lóðinni Þormóðsgötu 20, skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum.
Samþykkt
Samþykkt.

13.Tjarnarstígur 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,

Málsnúmer 2305087Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 31.5.2023 þar sem Fjallabyggð sækir um leyfi fyrir viðbyggingu skólahúss við Tjarnarstíg 3 í Ólafsfirði.
Samþykkt
Samþykkt.

14.Tilkynningarskyld framkvæmd skv. gr. 2.3.5

Málsnúmer 2306004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 1.6.2023 þar sem Ólafur Helgi Halldórsson sækir um endurnýjun byggingarleyfis sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þann 4.6.2020. Byggingarleyfið felur í sér að breyta kvist á norðurhlið hússins og endurnýjun járns á þaki.
Samþykkt
Samþykkt.

15.Skipulagning á íþróttasvæðí og afþreyingar- og ferðamannasvæði í Ólafsfirði

Málsnúmer 2306011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi formanns f.h. nefndarinnar þar sem óskað er eftir því að tæknideild leggi fyrir nefndina uppfærðan, útvíkkaðan uppdrátt af hönnun tjaldsvæðis Ólafsfjarðar sem samþykkt var árið 2016. Hönnunin þarf að taka mið af notkun svæðisins bæði á sumri og vetrum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Erindi samþykkt.

16.Beiðni um upplýsingar vegna niðurrifs húss við Suðurgötu 49 Siglufirði

Málsnúmer 2305048Vakta málsnúmer

Marlis Sólveig Hinriksdóttir sendi inn erindi dags. 14.5.2023 þar sem fjallað er um umsókn byggingarleyfis fyrir endurbyggingu húss við Suðurgötu 49. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um málsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi til að rífa fasteignina Suðurgötu 49 auk afrits af starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin felur tæknideild að svara erindinu.

17.Minnisvarði um síldarstúlkuna

Málsnúmer 2303058Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristjáns L. Möller f.h. RÆS minningarfélags um síldarstúlkuna á Siglufirði. Óskað er eftir leyfi til að byggja landfestingu/undirstöður fyrir væntanlega bryggju sem áætlað er að byggja undir listaverkið Síldarstúlkan á Siglufirði. Umsóknin er sett fram til að vinna tíma vegna væntanlegrar bryggjusmíði. Framkvæmdin er að öllu leyti afturkræf.
Samþykkt
Nefndin samþykkir erindið en bendir á að framkvæmdin er alfarið á ábyrgð framkvæmdaraðila ef til þess kemur að afturkalla þurfi hana að einhverju eða öllu leyti þar sem staðfesting á breytingu deiliskipulags liggur enn ekki fyrir.

18.Tillaga að breytingu gjaldskrár og samþykkt frístundalóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2305034Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu gjaldskrár og samþykkt frístundalóða í landi Fjallabyggðar. Breyting á gjaldskrá felur í sér vísun í grunn byggingavísitölu frá 2021 þar sem búið er að leggja niður þá vísitölu sem vísað er í í núgildandi gjaldskrá. Einnig er lögð til breyting á ofangreindri samþykkt þar sem felld er út síðasta setning 9.gr. til samræmis við 2.gr. gjaldskrár fyrir frístundalóðir í landi Fjallabyggðar.
Samþykkt
Samþykkt.

19.Uppfærsla fornleifaskráningar í Hólsdal

Málsnúmer 2305047Vakta málsnúmer

Lögð fram kostnaðaráætlun frá Ástu Hermannsdóttur hjá fornleifadeild Byggðarsafns Skagfirðinga vegna uppfærslu á skráningu fornleifa í Hólsdal.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir að farið verði í uppfærslu á fornleifaskráningu vegna mögulegs vegsvæðis að Fljótagöngum í Hólsdal. Kostnaðaráætlun er vísað til samþykkis bæjarráðs.

20.Fyrirspurn um byggingaráform - Aðalgata 14 Ólafsfirði

Málsnúmer 2306009Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Fanneyjar Hauksdóttur hjá AVH ehf. f.h. Árna Helgasonar ehf. vegna hugmynda um að breyta Aðalgötu 14 í gististað með um 7 herbergjum og veitingaþjónustu fyrir um 20 gesti. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við Fjallabyggð um nýtingu og útfærslu á svæði framan við bygginguna.
Nefndin tekur erindinu fagnandi en bendir á að mögulega er þörf á grenndarkynningu fyrir aðliggjandi lóðarhafa eftir því sem byggingaráformin þróast. Varðandi nýtingu og útfærslu á svæðinu fyrir framan bygginguna, bendir nefndin á að í gildi er deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Ólafsfjarðar sem tekur til útfærslu bæði á gangstétt og bílastæðum á Aðalgötu. Tæknideild veitir nánari upplýsingar varðandi úrvinnslu málsins.

21.Betra Ísland og grænna

Málsnúmer 2305063Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Skógræktarfélags Íslands þar fjallað er um
rangfærslur sem nýlega voru sendar sveitarfélögum um skógrækt. Stjórn Skógræktarfélags Íslands varar við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar og lýsir sig reiðubúna til að veita upplýsingar og halda áfram að vinna með stjórnvöldum og sveitarfélögum landsins að því að klæða landið, gera það byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri skógrækt.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:15.