Staðsetning minnisvarða um síldarstúlkur.

Málsnúmer 2303058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29.03.2023

Lagt fram erindi Kristjáns Möller f.h. RÆS minningarfélags um síldarstúlkuna, dags. 14.3.2023. Í erindinu er verkefni um minnismerki síldarstúlkunar kynnt og óskað eftir leyfi nefndarinnar fyrir staðsetningu listaverksins á bryggjustúf sem fyrirhugað er að byggja til móts við Gránu. Einnig óskað eftir frekara samráði um þann feril sem þarf til að bæjaryfirvöld veiti tilskilin leyfi fyrir staðsetningu og uppsetningu verksins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir erindið. Nýr bryggjustúfur þarf að samræmast deiliskipulagi svæðisins. Tæknideild falið að vinna breytingu á fyrirliggjandi skipulagsuppdrætti deiliskipulags Snorragötu og auglýsa aftur í samræmi við skipulagslög.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299. fundur - 06.06.2023

Lagt fram erindi Kristjáns L. Möller f.h. RÆS minningarfélags um síldarstúlkuna á Siglufirði. Óskað er eftir leyfi til að byggja landfestingu/undirstöður fyrir væntanlega bryggju sem áætlað er að byggja undir listaverkið Síldarstúlkan á Siglufirði. Umsóknin er sett fram til að vinna tíma vegna væntanlegrar bryggjusmíði. Framkvæmdin er að öllu leyti afturkræf.
Samþykkt
Nefndin samþykkir erindið en bendir á að framkvæmdin er alfarið á ábyrgð framkvæmdaraðila ef til þess kemur að afturkalla þurfi hana að einhverju eða öllu leyti þar sem staðfesting á breytingu deiliskipulags liggur enn ekki fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 05.07.2023

Lögð fram umsókn RÆS minningarfélags um síldarstúlkuna, vegna framkvæmdaleyfis fyrir bryggjustúf til móts við Gránu á Snorragötu.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 798. fundur - 28.07.2023

Minnisvarði um síldarstúlkuna verður vígður laugardaginn 29. júlí. Af þessu tilefni er óskað eftir að Snorragata verði lokuð milli kl. 14:00 - 17:00.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir lokun Snorragötu á meðan á vígslunni stendur.