Fyrirspurn um byggingaráform - Aðalgata 14 Ólafsfirði

Málsnúmer 2306009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299. fundur - 06.06.2023

Lögð fram fyrirspurn Fanneyjar Hauksdóttur hjá AVH ehf. f.h. Árna Helgasonar ehf. vegna hugmynda um að breyta Aðalgötu 14 í gististað með um 7 herbergjum og veitingaþjónustu fyrir um 20 gesti. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við Fjallabyggð um nýtingu og útfærslu á svæði framan við bygginguna.
Nefndin tekur erindinu fagnandi en bendir á að mögulega er þörf á grenndarkynningu fyrir aðliggjandi lóðarhafa eftir því sem byggingaráformin þróast. Varðandi nýtingu og útfærslu á svæðinu fyrir framan bygginguna, bendir nefndin á að í gildi er deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Ólafsfjarðar sem tekur til útfærslu bæði á gangstétt og bílastæðum á Aðalgötu. Tæknideild veitir nánari upplýsingar varðandi úrvinnslu málsins.