Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ólafsvegur 4 - Flokkur 2

Málsnúmer 2406020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315. fundur - 16.10.2024

Lögð fram umsókn um byggingarheimild vegna breytinga á Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði. Breytingarnar felast í því að gerðar eru tvær íbúðir í aðalhúsi og tvær gistieiningar í bílageymslu. Húsið verður samt áfram á einu fasteignanúmeri. Engar breytingar eru gerðar utanhúss í íbúðarhúsinu en í bílgeymslu er innkeyrsluhurð breytt í glugga og inngangshurðar. Einnig lögð fram yfirferð byggingarfulltrúa.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti breytingar innanhúss í íbúðarhúsnæðinu að uppfylltum skilyrðum byggingarfulltrúa eftir yfirferð hönnunargagna. Varðandi breytta notkun bílgeymslu skal fara fram grenndarkynning þar sem eiganda aðliggjandi bílskúrs er kynnt fyrirhuguð breyting á útliti og notkun bílgeymslunnar.

Byggingarfulltrúa er falið að gefa út byggingarheimild að þessum skilyrðum uppfylltum.