Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar - kirkjugarður við Brimnes

Málsnúmer 2408022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315. fundur - 16.10.2024

Lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem kynnt var skv. 1.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Einnig lagður fram breytingaruppdráttur sem unninn var til hliðsjónar af framlögðum umsögnum og sýnir fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Fjallabyggðar við Brimnes í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin þakkar fyrir þær umsagnir og ábendingar sem bárust en ekki er skylt að svara þeim á þessu stigi málsins. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga verði kynnt á íbúafundi skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.