Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

317. fundur 04. desember 2024 kl. 16:00 - 18:00 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri
  • Þórir Hákonarson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson Skrifstofustjóri

1.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar - kirkjugarður við Brimnes

Málsnúmer 2408022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags vegna kirkjugarðs við Brimnes. Tillagan er lögð fram í kjölfar kynningarfundar sem haldinn var í Tjarnarborg fyrir íbúa og aðra áhugasama skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn með tilvísun í 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst.

2.Deiliskipulag nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna kirkjugarðs við Brimnes. Tillagan er lögð fram í kjölfar kynningarfundar sem haldinn var í Tjarnarborg fyrir íbúa og aðra áhugasama skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn með tilvísun í 1 mgr. 41.grein Skipulagslaga nr 123/2010 að breytingatillagan verði auglýst.

3.Umsókn um lengingu riffilbrautar á skotsvæði í Ólafsfirði

Málsnúmer 1702066Vakta málsnúmer

Skotfélag Ólafsfjarðar fékk heimild árið 2017 til að lengja riffilbraut á skotsvæði félagsins í Ólafsfirði með því skilyrði að senda inn nánari upplýsingar um framkvæmdina svo hægt væri að gefa út framkvæmdaleyfi. Ekki var haldið áfram með málið af þeirra hálfu á sínum tíma, en nú hefur félagið sent inn umbeðnar upplýsingar og hyggja á framkvæmdir.
Samþykkt
Nefndin telur framkvæmdina ekki vera háða mati á umhverfisáhrifum og samþykkir því útgáfu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdaleyfið skal auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og tilkynnt um framkvæmdina til skipulagsstofnunar.

4.Hvanneyrarbraut 80 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2411094Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings lóðarinnar Hvanneyrarbraut 80 þar sem eldri samningur er útrunninn. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindið samþykkt.

5.Eyrargata 22 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2411113Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarinnar Eyrargötu 22 þar sem eldri samningur er útrunninn. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindið samþykkt

6.Fjárfestinga og viðhaldsáætlun Tæknideildar 2025

Málsnúmer 2411117Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.