Umsókn um lengingu riffilbrautar á skotsvæði í Ólafsfirði

Málsnúmer 1702066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 01.03.2017

Rögnvaldur K. Jónsson f.h. Skotfélags Ólafsfjarðar, óskar eftir að fá að lengja núverandi riffilbraut félagsins úr 100m í 200m með því að moka úr fjallshlíðinni norðan við brautina.
Erindi samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdin sé ekki tilkynningarskyld.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 317. fundur - 04.12.2024

Skotfélag Ólafsfjarðar fékk heimild árið 2017 til að lengja riffilbraut á skotsvæði félagsins í Ólafsfirði með því skilyrði að senda inn nánari upplýsingar um framkvæmdina svo hægt væri að gefa út framkvæmdaleyfi. Ekki var haldið áfram með málið af þeirra hálfu á sínum tíma, en nú hefur félagið sent inn umbeðnar upplýsingar og hyggja á framkvæmdir.
Samþykkt
Nefndin telur framkvæmdina ekki vera háða mati á umhverfisáhrifum og samþykkir því útgáfu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdaleyfið skal auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og tilkynnt um framkvæmdina til skipulagsstofnunar.