Skipagata 1-3 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2410053

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315. fundur - 16.10.2024

Lagt fram erindi Primex ehf. dagsett 4. október 2024 þar sem óskað er eftir lóðunum Skipagötu 1-3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar frá 2013. Fyrirtækið hefur hug á stækkun núverandi verksmiðju um 2/3 sem næst Óskarsgötu 7 og þarf nýja lóðin að vera að lágmarki 2.000 fm. að stærð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð leysi til sín þá hluta lóðanna Verksmiðjureitar 1 og Verksmiðjureitar 46 SR sem falla innan lóðarinnar Skipagötu 3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 249. fundur - 29.10.2024

Á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt fram erindi Primex ehf. dagsett 4. október 2024 þar sem óskað er eftir lóðunum Skipagötu 1-3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar frá 2013. Fyrirtækið hefur hug á stækkun núverandi verksmiðju um 2/3 sem næst Óskarsgötu 7 og þarf nýja lóðin að vera að lágmarki 2.000 fm. að stærð. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð leysi til sín þá hluta lóðanna Verksmiðjureitar 1 og Verksmiðjureitar 46 SR sem falla innan lóðarinnar Skipagötu 3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar.
S. Guðrún Hauksdóttir og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.