Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024.

Málsnúmer 2410011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 249. fundur - 29.10.2024

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4 og 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • .1 2410101 Kjörstaðir við Alþingiskosningar 30. nóvember 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .2 2410100 Endurnýjun á raforkusamningi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drög samningsins og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .3 2410080 Öryggisráðstafanir í sleðabrekku.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024. Bæjarráð tekur undir áhyggjur íbúa og nefndarinnar. Ráðið samþykkir að veita fjármunum til tilraunaverkefnisins og það verði skilgreint sem umhverfisverkefni fyrir opin svæði. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .4 2410104 Afnot slökkviliðs af húsnæði við Siglufjarðarflugvöll.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024. Bæjarráð er jákvætt fyrir því að veita Slökkviliði Fjallabyggðar heimild fyrir notkun hússins en óskar eftir greinargerð frá slökkviliðsstjóra um ástand húsnæðisins og mögulega viðhaldsþörf. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .5 2410106 Endurreisn kræklingaræktar.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024. Bæjarráð tekur vel í aðild að minnisblaði og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.