Bæjarstjórn Fjallabyggðar

70. fundur 07. desember 2011 kl. 17:00 - 20:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 232. fundur - 24. október 2011

Málsnúmer 1111019FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 232. fundur - 24. október 2011
    Undir þessum lið sátu frá Dalvíkurbyggð;
    Björn Snorrason, Jóhann Ólafsson, Kristján E. Hjartarson Valdís Guðbrandsdóttir, Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

    Fyrir var tekið

    1. Menntaskólinn á Tröllaskaga.
    Frá núverandi skólaári bætast við 40 nemendagildi þannig að þau verða alls 120. Rætt var um hvernig hægt er að ná til nemenda í Dalvíkurbyggð, þá sem eru að útskrifast úr 10. bekk og til fullorðinna sem hyggja á framhaldsnám. Umræða spannst um markaðssetningu og kynningu á skólanum og hvernig best er að miðla upplýsingum um hvaða nám og námsleiðir eru í boði. Bæjarráðin beina því til skólastjórnenda MT að fara í öflugt markaðsátak.

    Í tengslum við þetta voru einnig til umræðu samgöngumál m.t.t. snjóflóðavarna og ferðir á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar sem geta haft áhrif á sókn í skólann.

    2. Samgöngumál.
    Rætt um hvaða möguleikar eru í stöðunni hvað varðar bættar samgöngur á milli Dalvíkurbyggðar og Ólafsfjarðar.

    Er aðaláherslan á snjóflóðavarnir og breikkun á núverandi Múlagöngum?
    Á að gera ráð fyrir nýjum göngum á svæðisskipulagi?

    Svanfríður Jónasdóttir gerði grein fyrir fundi með Gísla Eiríkssyni frá Vegagerðinni fyrir ca. 2 árum um skýrslu um breikkun Múlaganga.

    Þeim spurningum var velt upp hvort staðan sé að berjast fyrir nýjum jarðgöngum gagnvart ríkinu? Hvað er líklegast til að að beri árangur? Svanfríður mun hafa samband við Gísla Eiríksson og óska eftir fundi um hvort það sé kostur í stöðunni að breikka Múlagöng.
    Kristján E. Hjartarson kom inn á gamla Múlaveginn sem magnaða göngu- og hjólaleið en flöskuhálsar eru í veginum. Það var á stefnuskrá Vegargerðarinnar að halda þessari leið opinni upp á plan Dalvíkurmegin.

    Valdísi Guðbrandsdóttir sagði að skjólstæðingar félagsþjónustu í Dalvíkurbyggð gæta ekki nýtt sér Iðjuna á Siglufirði vegna skorts á almenningssamgöngum.

    Fram kom að sérleyfissamningur á þessari leið rennur út um áramót og sveitarfélögin þurfi að skoða allt í samhengi og hafa allan akstur undir í heildarpakka.

    3. Almannavarnir.
    Ein almannavarnarnefnd hefur verið starfandi fyrir Eyjafjörð í ca. 2 ár og er Fjallabyggð búin að samþykkja aðild að nefndinni. Sú aðild er ekki orðin virk og Fjallabyggð er enn með sína nefnd þar sem ekki liggur fyrir skýrt hvenær skilin eiga/áttu að verða.

    Fram kom hjá Sigurði Val Ásbjarnarsyni að afar brýnt er að fylgja þessu máli eftir við Sýslumanninn á Akureyri.

    4. Brunaeftirlit.
    Slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð sér um brunavarnareftirlit í sveitarfélaginu. Rætt var um möguleika á samstarfi og samvinnu á milli sveitarfélaganna í þessum efnum og þá möguleika sem ráðning á nýjum slökkviliðsstjóra í Dalvíkurbyggð gefur.

    Rætt var um framkvæmd fasteignamats í sveitarfélögum og misræmi í mati á milli húsa. Samvinna ætti að vera vegna brunaeftirlits og mati á fasteignum. Fram kom að rétt væri að óska eftir heildarendurmati frá Fasteignaskrá Íslands.

    5. Barnaverndarnefnd.
    Rætt var um möguleika á stækkun barnaverndarnefndar í vestur í samræmi við samstarf um málefni fatlaðra.
    6. Fundur með þingmönnum 26.10.2011.
    Hvaða sameiginleg málefni vilja sveitarfélögin leggja fyrir þingmennina:
    - Bættar almenningssamgöngur.
    - Bættar samgöngur í Múlanum.
    - Jöfnunarsjóður-hrap í tekjum hjá Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, en sveitarfélög sem fóru offari fá meira.
    - Fjárhagsaðstoð eykst þegar réttur einstaklinga til atvinnuleysisbóta rennur út.
    - Fjarskiptamál-RÚV heyrist ekki alls staðar í sveitarfélögunum og dettur víða út.

    7. Svæðisskipulag um ferðamál á Tröllaskaga.
    Heimilt er að hafa svæðisskipulag fyrir minna svæði ef um tiltekið málefni er að ræða. Spurning um samstarf á milli Dalvíkurbyggðar, Fjallabyggðar og Skagafjarðar. Setja þarf upp markmið og lýsingu fyrir Tröllaskaga hvað ferðamál varðar. Hvernig er hægt að styðja við ferðamál á Tröllaskagasvæðinu með skipulaginu? Sveitarfélögin myndu kjósa fulltrúa í nefnd og fagaðili þyrfti að starfa með nefndinni. Bæjarstjórum falið að ræða við nágranna í vestri um hugmyndina.

    8. Atvinnumálafulltrúi.
    Sigurður Valur kom inn á hvort forsendur væru fyrir samstarfi um atvinnumálafulltrúa og vísaði til bókunar atvinnumálanefndar Dalvíkurbyggðar um þessi mál. Svanfríður gerði grein fyrir forsendum á bak við niðurstöðu atvinnumálanefndar Dalvíkurbyggðar sem er að ráða ekki sérstakan atvinnumálafulltrúa heldur að þessum málum sé best fyrir komið hjá svæðisbundnum atvinnuþróunarfélögum. Huga þarf því að breytingum á samstarfi við AFE til þess að sveitarfélögin fái meira í sinn hlut og að nálgunin verði með öðrum hætti en verið hefur. Mikilvægt að hlúa að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er, en jafnframt að leita nýrra leiða.

    9. Sálfræðingur.
    Rætt þá hugmynd að sveitarfélögin standi saman að ráðningu á sálfræðingi eða geri samning við sálfræðing um ákveðna þjónustu. Þá er gert ráð fyrir að viðkomandi sálfræðingur yrði með aðsetur annað hvort í Dalvíkurbyggð eða Fjallabyggð og yrði jafnframt með einkarekstur og þjónustu almennt við íbúa sveitarfélaganna. Taka þarf saman upplýsingar um aðkeypta sálfræðiþjónustu sveitarfélaganna. Því jafnframt velt upp hvort skoða eigi samstarf á sömu nótum og var, þegar rekin var sameiginleg skóla- og félagsþjónusta ÚtEy.

    10. Önnur mál.
    a) Sólrún Júlíusdóttir kom inn á hvort samstarf væri á milli félagsmálanefnda sveitarfélaganna. Fram kom að svo er ekki, en rætt hefur verið um að nefndirnar hittist.
    b) Hvað eiga bæjarráðin að hittast oft?
    Er áhugi að hafa þennan vettvang formfastari?
    Rætt um að hafa fundi á 2ja mánaða fresti og að næsti fundur verði í byrjun árs 2012 og þá í Dalvíkurbyggð.

    Bókun fundar Afgreiðsla 232. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 236. fundur - 15. nóvember 2011

Málsnúmer 1111010FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 236
    Á síðasta fundi bæjarstjórnar var ákveðið að vísa tillögu og óskum um breytingar á skipan byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.
    Samfylkingin á Siglufirði óskar eftir fulltrúa í umrædda nefnd og að aðalmaður verði Jakob Kárason og varamaður hans verði Jón Tryggvi Jökulsson.
    Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

    Bókun frá meirihluta: Þar sem nýlega var skipað í umrædda nefnd, og skipunin var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn, telur meirihlutinn ekki ástæðu til breytinga. Þess má geta að Jakob Kárason er varamaður í nefndinni.

    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tók Egill Rögnvaldsson og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta:<BR><BR>"Við í minnihlutanum hörmum þá afgreiðslu sem varð í bæjarráði að taka ekki upp þessa nefnd eins og allar aðrar nefndir eftir að ný bæjarstjórn tók við, og þó að bæjarstjórn hafi samþykkt þessa skipan á nefndinnni er að sjálfsöðu ávallt hægt að endurskoða allar nefndir þ.a.m. þessa nefnd, þar sem minnihlutinn hefur nú engan aðalmann í byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar, eingöngu varamann."<BR><BR>Egill Rögnvaldsson<BR>Guðmundur Gauti Sveinsson<BR>Sólrún Júlíusdóttir</DIV><DIV><BR>Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.<BR>Atkvæði greiddu á móti, Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir.</DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 236

    Deildarstjóri tæknideildar hefur látið fara fram verðkönnun á 1. áfanga framkvæmda jarðvinnu við kirkjugarð við Ráeyrarveg í Siglufirði, í samræmi við útboðs og verklýsingu, meðfylgjandi uppdrætti og tilboðsskrá frá Kanon arkitektum ehf.
    Lægsta tilboðið kr. 5.886.000.- átti Árni Helgason ehf.

    Bæjarráð samþykkir að verkið fari fram og að gert verði ráð fyrir viðbótarfjárveitingu til verksins í fjárhagsáætlun 2012, að upphæð 4,4 m.kr.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 236
    Sigurjón Magnússon fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags sækir um styrk til að kaupa húsnæði og koma á fót safni í Námuvegi 2.
    Safnið mun tengjast sögulegum gömlum munum og er gert ráð fyrir að safnið opni í apríl á næsta ári. Óskað er eftir 4 m.kr. styrk til að koma safninu af stað. Þar sem fram hefur komið, í samtali Sigurjóns Magnússonar og bæjarráðs, að uppsetning og fjármögnun safnsins tengist úrlausn á öðrum umsvifum Sigurjóns í Námuvegi 2, þá telur bæjarráð rétt að hinkra eftir umsögn, úttekt og tillögum frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi starfsemina.
    Bæjarráð samþykkir því samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins þangað til umsögn AFE hefur borist.
    Undir þessum lið telur bæjarráð rétt að benda á reglur Fjallabyggðar um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.
    Reglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 236
    Byggingarnefnd grunnskóla Fjallabyggðar hefur farið yfir og komið fram með ábendingar er varðar lagfæringar á erindisbréfi nefndarinnar.
    Um er að ræða lagfæringar á 2.gr. sjá fyrsta og annan tölulið, er tekur á viðfangsefnum starfshópsins.
    Einnig 5. gr. er tekur á tímasetningum framkvæmda.
    Bæjarráð samþykkir fram komnar breytingar, en hvetur nefndina til að miða við framkomnar teikningar og þar með byggingaráform bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 236
    Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.
    Niðurstaða bæjarráðs er að taka tillit til framkominna ábendinga.

    Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar um tónskóla og félagsmiðstöð í Tjarnarborg.
    Rætt um styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Gnýfara er tengist gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöldum og kaldavatnsinntaki af nýrri reiðskemmu að upphæð 2,9 milljónir.
    Bæjarráð tekur rétt að vísa framkominni ósk til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 236
    Skrifstofu-og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar og samantekt um launamál bæjarfélagsins fyrir tímabilið janúar - október.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 236
    Lagt fram til kynningar fundarboð á ársfund sem haldinn verður 16. nóvember í Háskólanum í Reykjavík.
    Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 236
    Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Lagt fram bréf undirritað af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Klöru Mist Pálsdóttur.
    Í bréfinu koma fram hugleiðingar þeirra um bókakaffi og upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði.
    Bæjarráð tekur vel í slíkar hugmyndir og verði ákveðið að gera breytingar á rekstri bókasafnsins í Ólafsfirði þá verði m.a. kannað hvaða aðilar gætu tekið að sér slíkt verkefni í samstarfi við bæjarfélagið.
    Bæjarráð óskar álits forstöðumanns bókasafnsins til þessara hugmynda.
    Bókun fundar <DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.<BR>Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 236
    Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram samantekt upplýsinga er tengjast sölu íbúða Fjallabyggðar þ.e. fyrir Laugaveg 37, Ægisgötu 32, Hvanneyrarbraut 58 og Hafnargötu 24.
    Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 236
    Lagðar fram bestu þakkir fyrir stuðning Fjallabyggðar við afmælishátíð sr. Bjarna Þorsteinssonar frá undirbúningsnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011

Málsnúmer 1111016FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
    Lagðar fram tillögur um að byggja 60 m2 viðbyggingu við gömlu búnings og gufuaðstöðuna í Ólafsfirði.
    Núverandi húsakostur er óviðunandi, mikil þrengsli og lítil lofthæð. Gróf kostnaðaráætlun gefur til kynna að kostnaður við umbeðnar úrbætur verði um 10 m.kr. Einnig eru lagðir fram útreikningar á tekjuaukningu staðarins og er gert ráð fyrir að framkvæmdin skili bæjarfélaginu hagnaði eftir 7 ár.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar tillögur verði teknar til skoðunar um leið og byggingarframkvæmdum við grunnskóla Fjallabyggðar er lokið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
    Benedikt Ólafsson hrl. hefur tekið að sér að gæta hagsmuna Guðrúnar Elísabetar Víglundsdóttur gagnvart Fjallabyggð, en hún varð fyrir slysi kvöldið 13. september 2011 við Hrannarbyggð 18 í Ólafsfirði.
    Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð að málið væri til skoðunar hjá lögmönnum bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
    Lagt fram til kynningar - áður afgreitt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
    Slökkviliðs- og sjúkraflutningsmenn munu heimsækja nemendur í þriðja bekk grunnskóla Fjallabyggðar 18.- 25. nóvember n.k.
    Ræða þeir við nemendur um eldvarnir og afhenda vandað fræðsluefni um eldvarnir. Óskað er eftir fjárframlagi til að leggja eldvarnarátakinu lið.
    Bæjarráð samþykkir framlag til verkefnisins, hið sama og á síðasta ári eða 15 þúsund krónur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
    Lagður er fram til samþykktar ársreikningur fyrir árið 2010. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita umræddan ársreikning fyrir árið 2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
    Bæjarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Hafnarsjóð.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillögu hafnarstjóra og samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í hafnarstjórn.
    Skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Íbúðasjóð.
    Í tengslum við tillögu að hækkun fermetraverðs húsaleigu óskaði bæjarráð eftir útreikningum á áhrifum hækkunar á húsaleigubætur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
    Erla Þórðardóttir skrifar bæjarfélaginu bréf er varðar hringsjá á Álfhóli í Siglufirði.
    Hvetur hún bæjaryfirvöld til að laga aðkomu að umræddri hringsjá en hún var gjöf Erlu og skólasystkina hennar.
    Aðkoma tók breytingum við nýja vegagerð framhjá Álfhól.
    Bæjarráð leggur til að umrædd hringsjá verði færð á útsýnis- og áningastað á Saurbæjarás.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 238. fundur - 29. nóvember 2011

Málsnúmer 1111020FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 238. fundur - 29. nóvember 2011
    Tveir aðilar sendu inn tilboð vegna jarðvinnuframkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
    Kostnaðaráætlun var 10.444.435.
    Árni Helgason ehf. bauð 7.188.200 og
    Bás ehf. bauð 9.312.340

    Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 238. fundur - 29. nóvember 2011
    • Fyrirspurn um að halda bíósýningar í Tjarnarborg.
      Erindi hafnað.
    • Lagning á ljósleiðara til Siglufjarðar.
      Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
    • Fjárrétt vestan við bæinn Kálfsá og aðhaldsrétt vestan við Ós.
      Erindi hafnað.
    • Reglur um starfs- og endurmenntun fyrir starfsmenn Fjallabyggðar.
      Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
    • Íslandsmót öldunga í blaki.
      Bæjarráð hafnar fjárveitingu umfram tillögu frístundanefndar í fjárhagáætlun 2012.
    • Innheimtuþjónusta fyrir Fjallabyggð.
      Bæjarráð frestar útboði á innheimtu.
    • Náttúrugripasafn og Listasafn í eigu Fjallabyggðar.
      Afgreiðslu frestað og ekki er gert ráð fyrir fjármunum á fjárhagsáætlun 2012.
    • Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar.
      Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
    • Ósk um styrk vegna uppbyggingar strandblakvallar.
      Bæjarráð hafnar fjárveitingu umfram tillögu frístundanefndar í fjárhagáætlun 2012.
    • Kostnaður vegna malbikunar á plani við Lækjargötu 14.
      Ekki er gert ráð fyrir þessu verkefni í fjárhagsáætlun 2012.
    • Starfsemi upplýsingamiðstöðvar í Fjallabyggð.
      Bæjarráð samþykkir að fyrirkomulag verði óbreytt 2012.
    • Bréf Hestamannafélagsins Gnýfara frá 14. ágúst 2011, reiðvegir, ræsi o.fl.
      Bæjarráð samþykkir að vísa þeim atriðum sem ófrágengin eru til umfjöllunar við fjárhagsáætlun 2013.
    • Kostnaðaráætlun v. breytinga á húsnæði Menntaskólans Tröllaskaga.
      Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
    • Síldarævintýri 2012.
      Bæjarráð samþykkir að sömu aðilar taki að sér verkefnið.
    • Styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Gnýfara er tengist gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöldum og kaldavatnsinntaki af nýrri reiðskemmu að upphæð 2,9 milljónir.
      Bæjarráð samþykkir styrk vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.
    • Kirkjugarður á Siglufirði 1. áfangi.
      Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
    • Refa- og minkaveiði.
      Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
    • Umsókn Sigurjóns Magnússonar um styrk vegna safns.
      Bæjarráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 238. fundur - 29. nóvember 2011
    • Systrafélag Siglufjarðarkirkju.
      Bæjarráð samþykkir 50 þúsund kr.
    • Herhúsfélagið vegna Gránufélagshúss.
      Erindi hafað.
    • Stígamót.
      Erindi hafnað.
    • Kiwanisklúbburinn Súlur vegna viðhalds húsnæðis.
      Erindi hafnað.
    • Foreldrafélag Leikhóla.
      Erindi hefur fengið afgreiðslu í fræðslunefnd.
    • Björgunarsveitirnar Tindur og Strákar.
      Erindi vegna búnaðarstyrks og rekstrar.
      Gerð er tillaga í fjárhagsáætlun 2012 um 500 þúsund á hvora björgunarsveit.
    • Félag eldri borgara í Ólafsfirði.
      Erindi vegna viðhalds er hafnað.
    • Siglufjarðarkirkja vegna barnastarfs.
      Bæjarráð samþykkir 50 þúsund kr.
    • Samtök um kvennaathvarf.
      Erindi hafnað.
    • Sambýlið Siglufirði vegna rekstrar bifreiðar.
      Bæjarráð samþykkir 300 þúsund kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 238. fundur - 29. nóvember 2011
    Bæjarstjóri fór yfir samantekt tillagna frá nefndum, deildarstjórum og forstöðumönnum.
    Bæjarráð telur rétt að hækka gjaldskrár vegna tónskólagjalda frá og með næsta skólaári og húsaleigu frá og með næstu áramótum.
    Bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra falið að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar 2012 í samræmi við upphafleg markmið fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 238. fundur - 29. nóvember 2011
    Fundargerð lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 238. fundur - 29. nóvember 2011
    Bæjarráð leggur til að forkaupsréttur verði ekki nýttur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 238. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 6. desember 2011

Málsnúmer 1112002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 6. desember 2011
    Í tengslum við tillögu um nýtingu á Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem lifandi menningarhúss, þarf að leysa geymsluhúsnæði þeirra sem þar eru.
    Fyrir bæjarráði liggja drög að húsaleigusamningi við Karlakór Siglufjarðar um afnot af geymslu í húsnæði sveitarfélagsins að Lækjargötu 16 Siglufirði.
    Bæjarráð samþykkir leigusamning og felur bæjarstjóra að undirrita.
    Jafnframt er ákvörðun vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2012.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Guðmundur Gauti Sveinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 239. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Guðmundur Gauti Sveinsson greiddi atkvæði á móti.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 6. desember 2011
    Stjórn Aladíns ehf. óskar í erindi sínu dagsettu 30. nóvember 2011, eftir formlegum viðræðum við bæjaryfirvöld vegna framtíðar Ægisgötu 15, Ólafsfirði svokallaðs vallarhúss.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við stjórn Aladíns ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 6. desember 2011
    Í erindi stjórnar Síldarminjasafnsins frá 29. nóvember 2011, er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið um snyrtingu lóðar safnsins eftir framkvæmdir Vegagerðarinnar við Snorragötu.
    Hluti af verkefninu tengist frágangi Vegagerðar, sem unnið verður 2012.
    Bæjarráð samþykkir að fela tæknideild að taka upp viðræður um verkefnin og kostnaðarreikna.
    Ekki er gert ráð fyrir sérstöku framlagi vegna þessa í fjárhagsáætlun 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 6. desember 2011
    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu að fjárhagsáætlun 2012.

    Greinargerð með tillögu er svohljóðandi:

    00 Skatttekjur
    1. Útsvarsprósenta Fjallabyggðar var ákveðin 25.10.2011 og er hún óbreytt frá fyrra ári 14.48%.
    2. Fasteignagjöld voru ákveðin 25.10.2011 og eru álagningarstuðlar óbreyttir frá fyrra ári.
    3. Jöfnunarsjóður lækkar í heild á milli ára, en gert er ráð fyrir að hann verði 247 m.kr.

    Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 eru þessar;
    1. Útsvarstekjur hækka um 6 m.kr. sjá ábendingar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
    2. Jöfnunarsjóður er hækkaður um 8 m.kr. vegna leiðréttingar á framlagi sjóðsins m.a. vegna lækkunar tekna af fasteingaskatti.
    Var 89 m.kr. en verður 95 m.kr.
    3. Heildartekjur Fjallabyggðar verða 1.672 m.kr. á árinu 2012.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afsláttur fasteignaskatts til öryrkja og eldri bæjarbúa verði óbreyttur frá árinu 2011 og að gjalddagar verði átta.

    02 Félagsþjónusta
    Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er -3.2 m.kr.;
    1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að húsaleiga íbúðasjóðs fylgi verðlagsbreytingum á árinu og vegna hækkunar á leigustofni um 100 kr/m2 verður til þess að framlag til íbúðasjóðs verður lægra en gert var ráð fyrir í ramma.
    2. Heildarútgjöld verða um 96.9 m.kr., en voru á árinu 2011, 98.1 m.kr.

    Bæjarráð leggur til að leigustofn hækki um 100 kr/m2 frá og með 1. janúar og að húsaleiga breytist með verðlagsbreytingum.

    03 Heilbrigðismál
    Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011;
    1. Heildarútgjöld verða um 5.4 m.kr., en voru á árinu 2011, 5.2 m.kr.

    04 Fræðslumál
    Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 2.2 m.kr.;
    1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að endurskoða málaflokkinn í ljósi upplýsinga um að rekstrarkostnaður málaflokksins hækki um 19.2 m.kr., en þar á móti kemur lækkun launa um 8.9 m.kr.
    Til að mæta umræddri þjónustu samþykkti bæjarráð neðanritað;
    * að matur til leik og grunnskólabarna taki verðlags breytingum í takt við þjónustusamninga.
    * að leikskólagjöld taki breytingum í samræmi við verðlagsbreytingar. 
    * að ný verðskrá fyrir Tónskóla Fjallabyggðar taki gildi á næsta skólaári.
    2. Heildarútgjöld verða um 545,7 m.kr., en voru á árinu 2011, 541.1 m.kr.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar breytingar á gjaldskrám taki gildi frá og með 1.03.2012, nema í Tónskóla Fjallabyggðar sem tekur gildi frá og með 1.08.2012.

    05 Menningarmál
    Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 3.1 m.kr. og eru skýrðar þannig;
    1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að; 
    * heimila stöðugildi við héraðsskjalasafnið á árinu 2012. 
    * heimila aukin búnaðarkaup í bókasafn og héraðskjalasafn. 
    * heimila aukin bókakaup frá fyrra ári. 
    * heimila færslu á lið um jólahald yfir í umhverfismál.
    2. Heildarútgjöld verða um 58.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 56.1 m.kr.

    06 Æskulýðs- og íþróttamál
    Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 3.1 m.kr. og eru skýrðar þannig;
    1. Ákvörðun bæjarráðs um 2,6 m.kr. styrk til Hestamannafélagsins Gnýfara vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.
    2. Ákvörðun bæjarráðs um samning við Golfklúbb Ólafsfjarðar á síðasta ári sem og rekstur fyrir árið 2012 upp á kr. 4,5 m.kr. hafði ekki skilað sér inn í niðurstöðutölur málaflokksins.
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði tillögur að frekari sparnaði sem skilaði um 4 m.kr. og eftir stóðu því 0,5 m.kr.
    3. Heildarútgjöld verða um 211.6 m.kr., en voru á árinu 2011, 214.1 m.kr.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar breytist á þann hátt að hækkuð verði stök gjöld, en í stað verði umtalsverð lækkun á árskortum í sund sem mun nýtast íbúum Fjallabyggðar.
    Árskort í sund fyrir börn í Fjallabyggð verða því á aðeins kr. 2.000.-.

    Breytingarnar eru eftirfarandi:
    Sund - fullorðnir                        var        verður
    stak.gjald fullorðnir                  400            500
    10 miða kort                         3.000         2.000
    30 miða kort                         7.500         6.000
    Árskort                               20.000       15.000
    Hjónakort                           30.000       25.000
    Sund - börn 10-15 ára
    Stakt gjald                               200            250
    10 miða kort                         1.500         1.000
    30 miða kort                         3.500         2.000
    Árskort                                 8.000          2.000
    * Sundföt, handkl. og sturta    400             500
    * Eldri borgara og öryrkjar borga barnagjald í sund
    Tækjasalur
    Stakt gjald                           1.000          1.200
    6 mánaða kort                   20.000        25.000
    20 sk.kort                                             16.000
    Ljósalampi                              800          1.000

    07 Brunamál og almannavarnir
    Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 1.0 m.kr. og eru skýrðar þannig;
    1. Lagt er til að samþykkt verði átak í þjálfun á mannskap fyrir almannavarnir bæjarfélagsins.
    2. Heildarútgjöld verða um 34.4 m.kr. en voru á árinu 2011, 32.9 m.kr.

    08 Hreinlætismál
    Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 2.3 m.kr. og eru skýrðar þannig;
    1. Hækkun leigu til eignasjóðs vegna gámasvæðis í Ólafsfirði.
    2. Heildarútgjöld verða um 15.4 m.kr.,  en voru á árinu 2011, 12.6 m.kr.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hundaleyfisgjöld taki breytingum frá og með 1.03.2012 og óskar eftir tillögum frá tæknideild bæjarfélagsins í janúar næstkomandi.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið og að hann verði framlengdur á meðan verið er að byggja upp nýja gámamóttökustöð á Siglufirði og endurmeta þjónustuna við íbúa Fjallabyggðar.

    09 Skipulags- og byggingarmál
    Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er -2.2 m.kr. og eru skýrðar þannig:
    1. Minni skipulagsvinna á árinu 2012 en verið hefur.
    2. Minni launakostnaður miðað við árið á undan.
    3. Heildarútgjöld verða um 39.3 m.kr. en voru á árinu 2011, 48.2 m.kr.

    10 Umferðar- og samgöngumál
    Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
    1. Heildarútgjöld verða um 86.5 m.kr., en voru á árinu 2011, 84.9 m.kr.

    11 Umhverfismál
    Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
    1. Heildarútgjöld verða um 41.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 37.3 m.kr.

    13 Atvinnumál
    Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 2.1 m.kr. og eru skýrðar þannig;
    1. Miklar framkvæmdir voru við girðingar á árinu 2011 og verður það ekki endurtekið.
    2. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um 2.0 m.kr. í atvinnuþróunarverkefni.
    3. Heildarútgjöld verða um 13.4 m.kr., en voru á árinu 2011, 12.6 m.kr.

    20 Framlög til B-hluta fyrirtækja
    Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.

    21 Sameiginlegur kostnaður
    Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
    1. Heildarútgjöld verða um 125.0 m.kr., en voru á árinu 2011, 139.3 m.kr.
    Lækkun á milli ára skýrist af uppgreiðslu á starfslokasamningum 2011.

    22 Lífeyrisskuldbindingar
    Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
    1. Heildarútgjöld verða um 31.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 30.6 m.kr.

    27 Óvenjulegir liðir
    Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011. 

    28 Fjármagnsliðir
    Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 og eru þessar helstar;
    1. Lagt er til við bæjarstjórn að lántökur verði 150 m.kr. á árinu 2012, í stað 185 m.kr.
    2. Fjármagnsliðir lækka í útgjaldaramma sem því nemur.
    3. Bæjarráð leggur áherslu á að á verið er að greiða niður skuldir um 100 m.kr. og eru því nettó fjármögnunarhreyfingar um 50 m.kr.
    4. Heildarfjármögnunargjöld verða um 149.5 m.kr., en voru á árinu 2011, 164.2 m.kr.
    Lækkun á milli ára skýrist af lægri vöxtum og niðurgreiðslu lána.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila lántökur á árinu 2012 að upphæð allt að kr. 150 m.kr.

    Eignasjóður
    Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 1.7 m.kr.;
    1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um hækkun á leigu og aukningu viðhaldsverkefna.
    2. Rekstrarniðurstaða verður um 24.1 m.kr. í tekjur umfram gjöld, en voru á árinu 2011, 15.7 m.kr.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í viðhald eignarsjóðs verði varið í allt um 26.5 m.kr. á árinu 2012, en voru í áætlun 2011 um 18.4 m.kr.

    Hafnarsjóður
    Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
    1. Hafnarstjórn tók ákvörðun um framkvæmdir fyrir um 21.3 m.kr. á árinu 2012.
    2. Hafnarstjórn lagði áherslu á ákveðin viðhaldsverkefni og voru þau samþykkt.
    3. Rekstrarniðurstaða verður jákvæð um 7.7 m.kr., en var á árinu 2011 jákvæð um 8.6 m.kr.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila hafnarstjórn að hækka sína gjaldskrá vegna verðlagsbreytinga á árinu 2012, að ósk hafnarstjórnar.

    Íbúðasjóður
    Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
    1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að húsaleiga fylgi verðlagsbreytingum á árinu og vegna hækkunar á leigustofni um 100 kr/m2 þýðir að framlag málaflokks félagsmála til íbúðasjóðs er lægra en gert var ráð fyrir í ramma.
    2. Heildarútgjöld verða um 12.2 m.kr., en voru á árinu 2011, 12.8 m.kr.

    Veitustofnun
    Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 7.8 m.kr.;
    1. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í fjárfestingar verði varið 16.0 m.kr. á árinu 2012.
    2. Heildarútgjöld verða um 31.6 m.kr., en voru á árinu 2011, 40.2 m.kr.

    Sérstök bókun til áréttingar vegna framkvæmda á árinu 2012.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárfestingar verði í allt um 295.0 m.kr. á árinu 2012, en voru í áætlun 2011 um 150 m. kr. nettó.

    Í tillögu að fjárhagsáætlun 2012 er gert ráð fyrir heildartekjum  að upphæð 1672 milljónir.
    Gjöld eru áætluð 1601 milljón, fjármagnsliðir 61 milljón og rekstrarniðurstaða 10 milljónir í tekjur umfram gjöld.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2012 og fjárhagsáætlun 2013 - 2015 til umfjöllunar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 6. desember 2011
    Lögmannsstofan Lex býður 1 -3 fulltrúum Fjallabyggðar til ráðstefnu á sviði orku- og auðlindamála og skipulags- og bygginarmála á Akureyri 13. janúar 2012.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 6. desember 2011
    Lánasjóður sveitarfélaga hefur tekið upp nýjar verklagsreglur við ákvörðun vaxtakjara af útlánum af eigin fé og verða vaxtakjör uppfærð ársfjórðungslega. Frá 1. desember s.l. lækkuðu vextir úr 4,25% í 3,90%.
    Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 6. desember 2011
    Fundagerðir lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 6. desember 2011
    Fundagerðir lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 1. fundur - 3. nóvember 2011

Málsnúmer 1111014FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 6.1 1111030 Erindisbréf fyrir starfshóp um byggingaframkvæmdir vegna stækkunar grunnskóla í Ólafsfirði og á Siglufirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 1. fundur - 3. nóvember 2011
    Lagðar fram tillögur að erindisbréfi atarfshópsins.  Fram komu ábendingar um að nauðsynlegt væri að lagfæra tvær greinar í samræmi við verkefni og tímasetningar.
    Nefndarmenn ákváðu að skoða málið til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.2 1111032 Teikningar - Grunnskóli Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 1. fundur - 3. nóvember 2011
    Lagðar fram teikningar skólans og var fundarmönnum falið að kynna sér teikningarnar vel fyrir næsta fund sem halda á með arkitektum skólans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.3 1111031 Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 1. fundur - 3. nóvember 2011
    Lagðar fram fundargerðir verkhönnuða til yfirferðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 2. fundur - 11. nóvember 2011

Málsnúmer 1111009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 7.1 1111030 Erindisbréf fyrir starfshóp um byggingaframkvæmdir vegna stækkunar grunnskóla í Ólafsfirði og á Siglufirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 2. fundur - 11. nóvember 2011
    Lagðar fram tillögur að breytingum á erindisbréfi starfshópsins en þær voru þessar:
    Að í 2.gr. komi tvær nýjar áherslur.
    Verksvið starfshópsins er að:
    1. Vera arkitektum til ráðgjafar og sjá til að byggingin fullnægi þörfum þeirrar starfssemi sem þar á að fara fram.
    2. Jafnframt að fylgja eftir hönnun verkfræðinga er byggir á tillögum arkitekta af stækkun og breytingum á því húsnæði sem fyrir er.

    Einnig að inn í 5. gr. komi neðanritað:
    Áætlað er að um sé að ræða tvo verkáfanga.
    · Viðbygging í Ólafsfirði verði tilbúin haustið 2012.
    · Og að viðbyggingu á Siglufirði verði hægt að taka í notkun 2013 - 2014.

    Vísast hér í skriflegan samning um meirihlutasamstarf sem undirritaður var eftir sumarleyfi á árinu 2011.

    Tillögurnar voru samþykktar samhljóða og er þeim vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.2 1111032 Teikningar - Grunnskóli Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 2. fundur - 11. nóvember 2011
    Arkitekt skólans kom á fund nefndarinnar og fór yfir helstu áherslur í nær fullmótuðum útfærslum í 1. áfanga stækkunar grunnskólans í Ólafsfirði.
    Nefndarmenn lögðu fram ýmsar spurningar og farið var yfir ábendingar sem ætlunin er að skoða áður en verkið verður boðið út.
    Arkitektum er falið að kanna ábendingar nefndarmanna og koma með tillögur til skoðunar og afgreiðslu hið fyrsta.
    Nefndin vill lýsa ángæju sinni með þær frumteikningar sem nú liggja fyrir og mun aðstaða kennara og nemenda stórbatna frá því sem nú er.
    Mikil umræða var um þá hugmynd hvort rétt væri að flytja hluta af þjónustu almenninngs bókasafnsins í Ólafsfirði og sameina það grunnskólabókasafninu.
    Nefndin telur rétt að fela arkitektum að skoða umrædda tillögu en dregur í efa að rými sé fyrir almenningsbókasafnið í þeim áfanga sem byggja á að þessu sinni. 
    Nefndin telur einnig rétt að arkitektar hafi í huga að sameina frekar stofur á efri hæð í eldri byggingu í tvær, þar sem um er að ræða létta milliveggi á þeirri hæð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.3 1111031 Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 2. fundur - 11. nóvember 2011
    Lagðar fram fundargerðir verkhönnuðu til yfirferðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.4 1111028 Breyting á nefndarskipan
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 2. fundur - 11. nóvember 2011
    Bæjarstjóri gat þess að fram hafi komið óskir um breytingar á nefndarskipan og verður sú umræða og ákvörðun tekin á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 36. fundur - 10. nóvember 2011

Málsnúmer 1111007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 8.1 1109161 Fjárhagsáætlun 2012
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 36. fundur - 10. nóvember 2011

    1.Lagðar fram tillögur um endurbætur á Siglufirði og voru þessar samþykktar

    ·     Nýjar flotbryggjur á Siglufjörð - lengd 40 m.                                                                                                                      

         Garður í suðurhöfn lagfærður og gerður akfær.

    ·     Lagfæringar á malbiki að Fiskmarkaði frá Ingvarsbryggju.

    ·     Hafnarbryggja. Hún er farin að láta verulega á sjá, lagfæra þarf þekju og þil.  Hafnarstjórn óskar eftir ástandsskoðun og tillögum til úrbóta frá Siglingastofnun.   

    ·       Togarabryggja. Lagt er til að alger endurnýjun verði gerð á fríholtum, skipt verður um 130 dekk á þeirri bryggju.

    ·       Hafnarhús. Taka þarf inn hitaveitu í húsnæðið, skipta um ofna, leggja hitalögn  í vigtargryfju

    ·       Bílastæði norðan við vigtarhús verði unnið á næsta fjárhagsári.

    ·      Umhverfismál á Siglufirði verði lagfært.

            

    2.      Lagðar fram tillögur um endurbætur fyrir Ólafsfjörð og voru þessar samþykktar

    ·       Nýjar flotbryggjur fyrir Ólafsfjörð - lengd 40 m.

    ·       Sandfangari á Ólafsfirði verði boðinn út í janúar.

    ·       Vegur eftir grjótgarði og grjótgarður verður boðinn út í janúar.

          Lagfæra þarf þekju í Vesturhöfn.        

    ·       Umhverfismál.                               

    Hafnarstjórn óskar eftir að eigandi Króla komi á næsta fund.
    Hafnarstjórn lagði einnig áherslu á neðanritað við gerð fjárhagsáætlunar.

    a)      Gjaldskrárhækkanir.
    Hafnarstjórn telur eðlilegt að gjaldskrárbreytingar taki mið af verðlagsbreytingum eða um 4% á árinu 2012.
    b) Starfsmannahald og rekstur.
    Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu yfirhafnarvarðar um óbreytt mannahald eða þrjá fastráðna starfsmenn á árinu 2012.
    c) Fjárfestingar.
    Hafnarstjóra er falið að koma með tillögur að fjárfestingum á árinu 2012 í samræmi við ofanritað.
    d) Viðhald.
    Hafnarstjóra er falið að koma fram með tillögu að viðhaldsverkefnum fyrir árið 2012 í samræmi við neðanritað.

    Siglufjörður

    Malbikun á hafnarsvæði frá fiskmarkaði og að Ingvarsbryggju

    Lagfæringar á Hafnarhúsi

    Endurnýjun og dekkun á Togarabryggju

    Umhverfismál


    Ólafsfjörður

    Lagfæring á þekju í Vesturhöfn

    Umhverfismál

    Ofanritað var samþykkt einróma.

    Yfirhafnarverði og hafnarstjóra falið að setja upp fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 í samræmi við áætlun 2011, með þeim viðbótum sem nefndar eru hér að framan.

    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar hafnarstjórnar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.2 0906111 Önnur mál
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 36. fundur - 10. nóvember 2011
    Hafnarstjórn skorar á umhverfis- og skipulagsnefnd að standa fyrir stórátaki í umhverfismálum í og við hafnarsvæðin svo koma megi umhverfi hafna og hafnaraðstöðu bæjarfélagsins í gott horf.
    Samþykkt einróma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar hafnarstjórnar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 37. fundur - 28. nóvember 2011

Málsnúmer 1111018FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 37. fundur - 28. nóvember 2011
    Lögð fram til kynningar drög að umhverfisstefnu hafna.
    Hafnarstjórn samþykkir að leggja drögin fram sem tillögur og felur yfirhafnarverði og hafnarstjóra að fullmóta framlögð drög fyrir næsta fund í hafnarstjórn og er gert ráð fyrir að drögin verði lögð fram á fundi í febrúar.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar hafnarstjórnar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 37. fundur - 28. nóvember 2011
    Hafnarstjóri lagði fram tillögur sínar í tengslum við fjárhagsáætlun 2012.
    Hafnarstjórn fór yfir tillögurnar og samþykkti fjárhagsáætlun fyrir hafnir Fjallabyggðar.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar hafnarstjórnar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

10.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 10. nóvember 2011

Málsnúmer 1111005FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 10.1 1109161 Fjárhagsáætlun 2012
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 10. nóvember 2011
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti fjárhagsramma fyrir árið 2012. Farið var yfir helstu tölur og ákveðið að halda annan fund fimmtudaginn 17. nóvember.
    Haukur Sigurðson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar kom inn á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir áætlun íþróttamiðstöðvarinnar. Honum falið að koma með tillögur varðandi mögleika á sparnaði fyrir næsta fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 10.2 1110106 Styrkumsóknir 2012 - Frístundamál
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 10. nóvember 2011
    Umræðum og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 10.3 1111024 Gjaldtaka barna í sund
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 10. nóvember 2011






    Fyrir nefndinni liggur bókun frá fundi skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar frá 3. nóvember 2011, þar sem skólaráð harmar gjaldtöku barna í sund og telur hana minnka líkur á því að nemendur á skólaaldri stundi sundlaugarnar.

     

    Nefndin samþykkir einnig að bæta við ályktun frá formannafundi aðildarfélaga UÍF og stjórnar UÍF frá 9. nóvember sem barst í gær.

     

    Ályktunin hljóðar svo:


    Fundurinn harmar samþykkt frístundanefndar þann 17. janúar sl. á tillögu að upptöku nýrrar gjaldskrár íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar þar sem gert er ráð fyrir gjaldtöku af börnum og samþykki bæjarstjórnar þann 9. febrúar sl.  Að mati fundarins skiptir þar ekki máli að gjaldskrá fyrir börn skyldi taka gildi samhliða gildistöku frístundakorta í sveitarfélaginu.


     


    Að mati fundarins er ekki hægt að leggja að jöfnu iðkun barna á íþróttum eða öðrum tómstundum undir leiðsögn þjálfara eða kennara og frjálsrar mætingar í sund. Frístundastyrkir bæjarins nýtast vel til hins fyrrnefnda enda er tilgangurinn með þeim að auðvelda aðgengi allra barna að íþrótta eða tómstundaiðkun. Sundferðir gegna öðru hlutverki, þær eru til þess fallnar að efla félagsleg tengsl barna á milli, stuðla að hópefli svo og að styrkja tengsl foreldra og barna.  Gjaldtaka í sund er því til þess fallin að vinna gegn því hlutverki.



     


    Formannafundur UÍF og stjórn UÍF hvetur því bæjaryfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um gjaldtöku barna í sund.


     


    Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar og gerði hann grein fyrir kostnaði við breytingar á slíkri gjaldtöku. Nefndin ræddi möguleika í breytingum á gjaldskrá og ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.


     

    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

11.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. nóvember 2011

Málsnúmer 1111015FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 11.1 1109161 Fjárhagsáætlun 2012
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. nóvember 2011





    Unnið var í fjárhagsáætlun og hefur nefndin náð settum markmiðum. Heildarkostnaður málaflokksins fyrir árið 2012 er áætlaður kr. 208.557.000.-.

    Helstu breytingar eru breytt gjaldskrá og breyttur opnunartími. Lokað verður í Ólafsfirði á laugardögum og á sunnudögum á Siglufirði í vetur.

    Haukur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar kom inn undir þessum lið og gerði grein fyrir hagræðingarleiðum í íþróttamiðstöðinni.

     
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 11.2 1110106 Styrkumsóknir 2012 - Frístundamál
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. nóvember 2011








    Farið var yfir styrkumsóknir fyrir árið 2012.

    Nefndin samþykkir að úthlutunarpottur UÍF ársins 2012 verði kr. 6.250.000.-.

    Nefndin samþykkir einnig eftirfarandi styrki:

    Skíðafélög Fjallabyggðar vegna samvinnu: kr. 500.000.-.

    Skákfélag Siglufjarðar til eflingar skákíþróttinni í Fjallabyggð: kr. 100.000.-.

    Blakklúbbarnir á Siglufirði vegna stofnkostnaðar við strandblakvöll á Siglufirði: kr. 150.000.-.

    Blakklúbbarnir á Siglufirði vegna Öldungablakmóts í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð: kr. 600.000.-.

    Snerpa vegna Baldurs Ævars: 300.000.-.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 11.3 1111024 Gjaldtaka barna í sund
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. nóvember 2011
    Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Haukur Sigurðsson sat undir þessum lið. Nefndin leggur til að gjalskrá íþróttamiðstöðvar breytist á þann hátt að hækkuð verði stök gjöld, en í stað verði umtalsverð lækkun á árskortum í sund sem mun nýtast heimafólki. Árskort í sund fyrir börn í Fjallabyggð verða því á aðeins kr. 2.000.-.
    Breytingarnar eru eftirfarandi:

    Sund - fullorðnir
              Var     Verður
    stak.gjald fullorðnir          400               500    
    10 miða kort        3.000             2.000    
    30 miða kort        7.500             6.000    
    Árskort      20.000           15.000    
    Hjónakort      30.000           25.000    
    Sund - börn 10-15 ára
    Stakt gjald           200               250    
    10 miða kort        1.500             1.000    
    30 miða kort        3.500             2.000    
    Árskort        8.000             2.000    
    Sundföt, handkl. og sturta          400                500    
    Eldri borgara og Öryrkjar borga barnagjald í sund
    Tækjasalur
    Stakt gjald        1.000             1.200    
    6 mánaða kort      20.000    

          25.000    

    20 sk.kort                              16.000
    Ljósalampi        800             1.000    
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlísdóttir og Egill Rögnvaldsson.<BR>Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir lögðu fram breytingartillögu varðandi það, að í gjaldskrá fyrir börn verði miðað við börn 10 - 18 ára.<BR><BR>Afgreiðsla 51. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>

12.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 14. nóvember 2011

Málsnúmer 1111004FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 12.1 1109161 Fjárhagsáætlun 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 14. nóvember 2011
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Rósa Dögg Ómarsdóttir f.h.starfsmanna.
     
    Fjárhagsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2012. 
    Skólastjóri fór yfir fjárhagsáætlun og útskýrði hana. Fræðslunefnd felur skólastjóra að ná fram frekari hagræðingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar fræðslunefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 12.2 1111027 Fyrirspurnir og tillögur Skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 14. nóvember 2011
    Lið frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar fræðslunefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

13.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 15. nóvember 2011

Málsnúmer 1111011FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 13.1 1109161 Fjárhagsáætlun 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 15. nóvember 2011
    a) Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið, Fjárhagsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2012.
    Skólastjóri fór yfir fjárhagsáætlun og færði rök fyrir henni.
     
    b) Farið yfir fræðslumál 2012.
     
    c) Fjárhagsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar rædd.
    Fræðslufulltrúa falið að skoða tölvubúnað skólans.
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar fræðslunefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 13.2 1111027 Fyrirspurnir og tillögur Skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 15. nóvember 2011
    Lið frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar fræðslunefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

14.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 21. nóvember 2011

Málsnúmer 1111017FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 14.1 1109161 Fjárhagsáætlun 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 21. nóvember 2011
    Jónína Magnúsdóttir skólastjóri sat undir þessum lið og vék af fundi kl. 16.30.
    Farið yfir fjárhagsáætlanir fræðslustofnana og skólaskrifstofu. Fræðslufulltrúa falið að skila greinargerð og tillögum fræðslunefndar til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar fræðslunefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 14.2 1111027 Fyrirspurnir og tillögur Skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 21. nóvember 2011
    Fræðslunefnd hefur borist fundargerð skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar frá 3. nóvember 2011. Erindi lagt fram til kynningar.
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar fræðslunefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

15.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 16. nóvember 2011

Málsnúmer 1111012FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Rósa Jónsdóttir fyrir hönd stjórnar Golfklúbbs Ólafsfjarðar óskar eftir leyfi til að gera breytingar á golfvelli Ólafsfjarðar skv. meðfylgjandi teikningum.  Áætlað er að vinna að þessum breytingum næstu 10 árin.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu þessa liðar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Deiliskipulag fyrir frístundasvæði vestan óss í Ólafsfirði lagt fram vegna athugasemda frá Skipulagsstofnun.
    Nefndin samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum sem gerðar voru eftir ábendingu Skipulagsstofnunar og að það verði sent til staðfestingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125






    Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september sl. var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi. Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir viðkomandi svæði þarf framkvæmdin í grenndarkynningu áður en framkvæmdaleyfi er veitt. Framkvæmd þessi er tvíþætt: 1. Efnistöku fyrir áætlaða sjóvarnargarða þar sem áætlað magn er 1.200-1.600m³ og yfirborðsflatarmál 4.000-5.000m². 2. Tvo aðskilda sjóvarnargarða, annar um 60 m að lengd og hinn um 20 m að lengd. Framkvæmdinni er ætlað að verja tvö mannvirki, fiskverkunarhús og frístundahús, sem hætta er á að tjónist af völdum sjógangs. Sjóvarnargarðar verða reistir framan við hvort húsið. Áætlunin gerði ráð fyrir að opnuð yrði efnisnáma í námunda við fyrirhugaða sjóvarnagarða á Siglunesi til að halda kostaði niðri við framkvæmdina. Fallið var frá því að opna fyrirhugaða námu og þess í stað mun efnistaka fara fram í framhlaupi úr Nesnúp upp undir Siglunesvita, í landi Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar land nr. 142277, fastanúmer: 213-0028. Vinnuvélar verða fluttar á staðinn á sjó með pramma sem staðsettur er að Siglufirði. Þeim verður ekið um á núverandi vegslóða sem liggur milli umræddra húsa og Siglunesvita. Þar sem gert er ráð fyrir að grjótnám og flutningur á því eigi sér stað á meðan frost er í jörðu ætti áhrifa vélanna ekki að gæta að miklu leiti, enda verði fylgstu varúðar gætt við notkun þeirra svo umhverfið hljóti ekki skaða af. Athugasemdum við ofanskráða framkvæmd skal komið til deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar skriflega eða á netfangið armann@fjallabyggd.is eigi síðar en 1. nóvember 2011. Fjórar athugsemdir bárust tæknideild. Frá Hreini Magnússyni"Í fyrsta lagi er lagt til í greinagerð frá Siglingastofnun að hugsanlega sé hægt að finna nothæft grjót í framhlaupi úr Nesnúpum sem er upp undir Siglunesvita.Eftir lestur á greinagerð Siglingastofnunar er hvergi að finna neinar upplýingar um rannsóknir á því að nýtanlegt grjót í sjóvarnargarða finnist í framhlaupi úr Nesnúpnum bara huglægt mat um að kannski finnist nýtanlegt grjót.Um er að ræða áætlað magn frá 1.200 til 1.600 rúmmetra af grjóti í umrædda sjóvarnargarða sem verða tveir aðskildir garðar annar 60 metrar að lengd og hinn 20 metrar að lengd. Einnig er áætlað að umrædd grjótnáma nái yfir svæði sem er á bilinu 4.000 til 5.000 fermetri ( hálfur hektari að stærð).Hugmyndir Siglingastofnunar varðandi flutning á viðkomandi grjóti í garðana kemur til með að vera gert með nokkuð stórvirkum vinnuvélum. Ef við gefum okkur að flutningstæki taki á bilinu 4 til 6 rúmmetra af grjóti í hverri ferð er verið að tala um 400 til 600 ferðir miðað við 1.200 rúmmetra magn, flutningstækið fer með farm aðra leiðina en tóm hina leiðina. Ef magnið fer upp í 1.600 rúmmetra verða ferðirnar 534 til 800. Hugmyndir Siglingstofnunar eru að þessi flutningur fari fram á meðan frost er í jörð. Akstur aðra ferðina er áætlaður í kringum 1,1 km þ.e. 2,2 km báðar ferðir (lestaður - tómur). Við erum því að tala um akstur frá 880 til 1.760 km á verktímanum.Sá vegaslóði sem fyrir er á Siglunesi þarf því að styrkja nokkuð mikið til að þola þennan akstur því ætla má að fluningstæki sé í kringum 25 - 30 tonn að þyngd lestað og síðan 12 - 15 tonn ólestað, þó svo reyna eigi að aka þessu öllu á meðan frost er í jörð.Í öðru lagi er talað um í greinargerð Siglingastofnunar að allur búnaður, ökutæki og vinnuvélar, sem þarf til þessa framkvæmda verði flutt út á Siglunes með pramma (gamall herflutningaprammi) sem staðsettur er á Siglufirði.Þar sem ekki er sannað með rannsóknum að nýtanlegt grjót finnist í framhlaupi úr Nesnúpnum (huglægt mat Siglingastofnunar) teldi ég að nota ætti viðkomandi pramma til að flytja grjót í sjóvarnargarðana innan úr Siglufirði úr nýtanlegum námum þar. Það kæmi þá í veg fyrri landspjöll á Siglunesi, bæði vegna strykingar á vegslóða, sem yrði aldrei afturkræf, og fyrirhugaða grjótnámu sem yrði lýti á landinu í ókomna framtíð þar sem um er að ræða ósnortna náttúru í dag.Í þriðja lagi samkvæmt greinargerð frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands þar sem tekið er fram að framkvæmdin sé ætluð til að verja 2 hús, annars vegar "illa farna" skemmu sem áður var nýtt sem fiskverkunarhús og hins vegar frístundahús.Í stað þess að fara í mjög kostaðarsamar aðgerðir við að verja nánast ónýtt fiskverunarhús sem ekki er notað í dag og frístundahús, væri ekki bara betra að greiða viðkomandi aðilum þann kostnað sem telst af því að rífa annars vegar fiskverkunarhúsið og hins vegar að færa frístundahúsið ofar inn í landið? Til viðmiðunar varðandi útlagðan kostnað við áður nefndar framkvæmdir gæti Siglingastofnun lagt fasteignamat viðkomandi eigna til viðmiðunar.Að lokum vil ég koma því að hér að samkvæmt kostnaðaráætlun Siglingastofnunar telur hún að heildarframkvæmdin við að verja fiskverkunarhús Stefán Einarssonar hljóða upp á kr. 3.9 milljónir miðað við verðlag 2007. Hvergi er að finna í gögnum Siglingastofnunar heildarkostnað við að verja frístundahúsið. Ætla má því frá þeim gögnum að heildarkostnaður framkvæmdanna við vörn beggja húsanna yrði kr. 3.9 milljónir miðað við verðlag 2007.Eftir að hafa verið í sambandi við aðila sem er kunnugur svona framkvæmdum telur hann í grófum dráttur að kostnaðaráætlun Siglingastofnunar sé allt of lág og taldi hann kostnaður við þessa framkvæmd liggja á bilinu 8 til 10 milljónir. En hann sagði einnig að það væri mikið undir grjótinu komið sem nota á í garðana hvernig það vinnist úr ætlaðri námu og væri kostnaður fljótur að rjúka upp ef illa gengur að vinna grjótið.Að þessu ofanskrifuðu fer ég undirritaður fram á það við skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar að ekki verði gefin út framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda varðandi efnistöku úr hugsanlegri grjótnámu í Nesnúpnum, upp undir Siglunesvita, þar sem í fyrsta lagi er um hugsanlega grjótnámu að ræða en ekki raunverulega grjótnámu. Í öðru lagi neikvæð umhverfisáhrif vegna vegalagningar og í þriðja lagi geti kostnaður við framkvæmdina hlaupið á tugum milljóna þar sem fyrirhugað efnistökusvæði er byggt á huglægu mati Siglingastofnunar en ekki raunmati styrkt með rannsóknum." Frá Önnu Hildigunni Jónasdóttur"Góðan daginn Ármann Ég er búsett í Danmörku og fékk nýlega póst varðandi grenndarkynningu vegna sjóvarna á Siglunesi. Ég hef ekki áhuga á ofangreindri framkvæmd. Ég óska eftir að hún fari ekki fram." Frá Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur f.h. landeigenda Siglunes 4,5 og 6, Guðmundar Magnússonar eins landeiganda Siglunes3, Sigrúnar Bjargar Einarsdóttur eins landeiganda Siglunes 7 og Einars Jónssonar eins landeiganda Siglunes 1."Vísað er til bréfs Fjallabyggðar, dags. 21. september sl. um grenndarkynningu ? sjóvarnir á Sigluensi. Í bréfinu kemur m.a. fram að á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 7. sepember sl. hafi verið samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeiganda á Siglunesi. Þar sem ekkert deiliskipulag sé til fyrir viðkomandi svæði þurfi framkvæmdin að fara í grenndarkynningu áður en framkvæmdarleyfi sé veitt. Jafnframt kemur fram í bréfinu að framkvæmdin sé tvíþætt, annars vegar sé um efnistöku fyrir áætlaða sjóvarnargarða að ræða þar sem áætlað magn sé 1.200 til 1.600 rúmmetrar og yfirborðsflatarmál 4.000-5.000 fermetrar og hins vegar sé um tvo aðskilda sjóvarnargarða að ræða en annar sé um 60 m. að lengd en hinn um 20 m. að lengd. Að lokum kemur fram að fallið hafi verið frá því að opna efnisnámu í námundan við fyrirhugaða sjóvarnargarða og í þess stað muni efnistaka fara fram í framhlaupi úr Nesnúpi undir Siglunesvita í landi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar. Vinnuvélar yrðu fluttar á staðinn sjóleiðis og ekið um núverandi vegslóða sem liggur frá fjöru upp í vita. Gert sé ráð fyrir að grjótnám og flutningur eigi sér stað á meðan frost er í jörðu og því eigi áhrifa vélanna ekki að gæta að miklu leyti, enda verði fylgstu varúðar gætt við notkun þeirra svo umhverfið hljóti ekki skaða af. Áður en vikið er að því að gera efnislegar athugsaemdir við grendarkynninguna er rétt að benda sérstaklega á bréf landeiganda að Siglunesi 4, 5 og 6, dags. 25. febrúar sl. til bæjarstjórnar en það bréf varðaði einnig efnistöku á Siglunesi og á það einnig við í máli þessu svo og athugasemdir sömu eigenda við tillögum að Aðalskipulagi Fjallabyggðar. Umræddir landeigendur eru eigendur 46% alls lands á Siglunesi. Vitalandið (land Hjalta Einarssonar); Hvað varðar þann hluta grenndarkynningarinnar sem snýr að efnistöku í landi Hjalta Einarssonar, svokölluðu vitalandi, þá er að mati landeiganda alveg ljóst að 1.200-1.600 rúmmertrar eða um 3000-4000 tonn af efni hafa ekki fallið úr Nesnúp á þeim stað. Því er á umræddu landi ekki að finna það magn af efni sem þarf í umræddar sjóvarnir. Á meðfylgjandi teikningu má sjá stærð vitalandsins sem í dag er í eigu Hjalta Einarssonar og svo og ljósmynd af sama landi. Af myndinni má sjá svo ekki verði um villst að svo til ekkert efnismagn er á þessum tiltekna stað. Landið fyrir utan vitalandið er hins vegar í óskiptri sameign annar landeigenda og því ljóst að ekkert efni verði tekið þar nema með samþykki umræddra eigenda. Einnig vilja landeigendur benda á að við vitalandið er að finna þekkt refagreni. Samkvæmt reglugerð nr. 437/1995 um refa- og minnkaveiðar er óheimilt að eyðileggja greni, sbr. 7. gr. Viðurlög við slíku varða sektum, varðhaldi eða fangelsi, sbr. 12. gr. reglugerðarinnar. Umrædd grjóttínsla mun óhjákvæmilega hafa í för með sér eyðilegginu umræddra grenja. Loks vilja landeigendur koma á framfæri að bergið í Nesnúpnum er annað hvort blágrýti eða basalt en slíkt berg getur verið sérstaklega óheppilegt í sjóvarnir eins og raunin varð með sjónvarnargarð í Grímsey en hann sópaðist á sínum tíma í burtu í brimi. Ekkert mat hefur farið fram á gæðum þess bergs sem nota á úr vitalandinu til umræddra sjóvarna. VegslóðinnHvað varðar vegslóðann, sem flytja á efnismagnið þá er hann í sameign eigenda. Með samkomulagi landeigenda dags. 23. maí 1939 var ákveðið að vegurinn væri ætlaður til umferðar, sameiginlega fyrir eigendur en upphaflega var aðeins um reiðveg að ræða og hefur hann verið þarna frá því að búseta hófst á Siglunesi. Vegslóðinn liggur um mýrlendi og var lagður ofan á þykkt mólag og er skurður meðfram honum að suðaustan. Slóðinn er gerður af þunnu efni úr skriðum sem lagt var ofan á mólagið. Umræddur vegaslóði liggur m.a. að Þormóðshúsi sem er sumarhús landeigenda Siglunes 4, 5 og 6, sumarhúsi barna Erlends Hreinssonar, sem eru m.a. landeigendur að Siglunesi 3 og áfram að vitanum og endar hann við Reyðará. Við komu hermanna á Siglunes í seinni heimstyrjöldinni var strax ljóst að vegslóðinn myndi ekki bera tæki þeirra og tól og var reynt að styrkja hann með því að setja undir hann sandpoka. Eftir þá aðgerð bar slóðinn að einhverju leyti tæki þeirra. Ekki var þó um þung tæki að ræða. Í dag er slóðinn því í sama ástandi og hann var árið 1945. Það er með ólíkindum að fyrirhugað sé að flytja um 3000-4000 tonn af efni eftir grjóttínslu á þungum vinnuvélum, eftir vegarslóðanum. Flutningur á slíku efnismagni kallar á um 200 ferðir fram og til baka eftir vegarslóðanum og er það alveg ljóst að hann mun ekki þola slíka flutninga.Röksemdir þær sem fram hafa komið um að umræddir flutningar muni fara fram þegar frost er í jörðu mega sín lítils. Af meðfylgjandi gögnum frá Veðurstofu Íslands má sjá að slíkt viðvarandi frost hefur ekki verið á Siglunesi undanfarna vetur. Í raun hefur frost farið niður fyrir -5°C í aðeins 5-6 daga á ári sl. 5. ár. Ekkert frost hefur því verið í jörðu á Siglunesi sl. 5 ár og í ljósi hlýnandi loftslags getur liðið langur tími þangað til það verður. Styrking vegarins dugar að sama skapi skammt. Til að vegurinn beri þyngd fullhlaðinnna þungavinnuvéla þyrfti hreinlega að byggja hann upp á nýtt. Slíkt verður aftur á móti ekki gert nema með leyfi og sátt landeigenda. Að teknu tilliti til ofangreinds verður ekki fallist á að umræddur vegslóði sem er í sameign eigenda verði notaður í þá efnisflutninga sem fyrirhugað er. Í því sambandi er m.a. vísað til eignaréttarákvæðis stjórnarskrár Íslands en samkvæmt því ákvæði verða allar skerðingar á eignaréttindum að byggja á skýrri og ótvíræðri lagastoð. Að mati landeigenda er óumdeilt að umræddur vegslóði er í einkaeigu landeigenda og því verði efni ekki flutt eftir vegslóðanum nema með samþykki þeirra. FornminjarSíðast liðin sumur hafa nokkrir fornleifafræðingar staðið í uppgreftri á Siglunesi og hafa nokkrir merkir munir fundist og má þar helst nefna taflmann sem vakið hefur heimsathygli. Umræddir fornleifafræðingar munu koma aftur næsta sumar og halda áfram næstu ár þar sem þeir telja alveg ljóst að margar og merkar fornminja séu í jörð á Siglunesi, enda hafi staðurinn verði í byggð frá upphafi Íslandsbyggðar. Ljóst er að jarðrask við vitann og eyðilegging á vegslóðanum muni hafa veruleg áhrif á þær rannsóknir og hugsanlega valda ómetanlegu tjóni á fornminjum. Nánar má lesa um umræddar fornleifarannsóknir í skýrslu um fornleifaskráningu í Hvanneyrarhreppi II: Minjar í Siglufirði (sunnan Siglufjarðabæjar og austan fjarðar), Héðinsfirði og Hvanndölum. Fornleifastofnun Íslands, FS391-04042. Landeigendur benda einnig á að samkvæmt lögum nr. 107/2001 eru alllar fornleifar á Íslandi friðhelgar. ”Fornleifum má engin, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja“, sbr. 10. gr. laganna. Sjóvarnir; Landeigendur hafa einnig verulegar efasemdir um eignarheimildir Stefáns Einarssonar varðandi land það sem fiskvinnslan stendur á og sem verja skal með sjóvörnum. Umrædd fiskvinnsla stendur í óskiptu landi landeigenda og var hún byggð í óþökk þeirra. Mótmælum landeigenda við bygginu umræddrar fiskvinnslu var komið á framfæri við byggingafulltrúan á Siglufirði með bréfi dags. 24. ágúst 1978 og eru þau ítrekuð hér með. Í ljósi framangreinds telja landeigendur lögbundnar heimildir Stefáns til að krefjast sjóvarna framan við umrædda fiskvinnslu ekki vera fyrir hendi. Neðangreindir eigendur Siglunes 1, 3, 4, 5, 6 og 7 áskilja sér allan rétt til að beita þeim úrræðum sem kunna að reynast nauðsynleg vegna máls þessa. Einnig óska þeir eftir að eiga fund með skipulagsnefnd til að skýra sjónarmið sín og röksemdir." Meðfylgjandi;- Teikning af vitalandi, - Gögn frá Veðurstofu Íslands um hitamælingar á Siglunesi sl. 5 ár.- Ljósmyndir af vitalandinu- Yfirlýsing tiltekinna landeigenda þar sem sjónarmið þeirra eru áréttuð.Frá Alberti Hauki Gunnarssyni, Ástu Margréti Gunnarsdóttur og Þorbirni Hrafni Gunnarssyni."Það er einlæg trú okkar að vegurinn frá vita og niður að sjó á Siglunesi þoli alls ekki þessa þungaflutninga sem fyrirhugaðir eru vegna umræddra sjóvarna við fiskverkunarhús Stefáns Einarssonar og frístundahús afkomenda Jóns Björnssonar.Rætt er um að flutningar þessir muni fara fram meðan "frost er í jörðu". Það er mjög teygjanlegt hugtak og vitað að sum undanfarin ár hefur gras verið farið að grænka, víða á Nesinu, úppúr miðjum febrúar. Þá hefur varla verið mikið frost í jörðu.Við erum því alfarið á móti því að þessum flutningum verði hleypt á veginn.Verði þetta hins vegar heimilað, viljum við fara þess á leit að það verði gert með þeim skilyrðum að framkvæmdaaðili gefi út ákveðna dagsetningu verkloka og setji fullnægjandi tryggingu fyrir því að vegurinn og umhverfi hans verði fært í jafngott ástand og var áður en framkvæmdir hófust og þeirri lagfæringu verði lokið eigi síðar en 90 dögum eftir dagsetningu verkloka.Viljum við að Umhverfisráðuneytið, sem nú þegar er umsagnaraðili, ábyrgist fullnustu þess verks.Einnig viljum við benda á að fiskverkunarhúsið er eftir okkar bestu vitund reist á óskiptu landi, án samþykkis verulegs hluta landeigenda.Okkur finnst óeðlilegt að veitt sé fé úr opinberum sjóðum til að verja eign sem við teljum reista í óleyfi landeigenda á óskiptu landi og finnst eðlilegt að fiskverkunarhúsið verði fjarlægt, ásamt grunni íbúðarhúss Stefáns, sem við teljum að einnig sé á óskiptu landi.Ennfremur að greinargerð sú um "Landbrot Siglunesi" er fylgir grenndarkynningunni er algjörlega óviðkomandi sjóvörnum við þessi tvö hús. Varnir þessara tveggja húsa munu hafa engin, eða hverfandi áhrif á þá landeyðingu sem fjallað er um í þeirri greinargerð."Nefndin frestar afgreiðslu og felur tæknideild að fá lögfræðiálit á málinu.


    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Frá húseigendum að Lindargötu 20 hefur borist ósk um að sveitarfélagið lagi grjóthleðslu á lóð þeirra eftir framkvæmdir við stíg sem liggur norðan megin við lóðina. Hróflað var við grjóthleðslu á lóðinni og ekki lagfært að framkvæmdum loknum.
     
    Nefndin felur tæknideild að ljúka málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Einar Jónsson verkefnisstjóri í landsskipulagsstefnu fyrir hönd Skipulagsstofnunar sendir inn erindi þar sem sveitarfélaginu er boðið að eiga fulltrúa á samráðsvettvangi við mótun landsskipulagsstefnu.
    Nefndin vísar málinu til ákvarðanatöku í bæjarráði.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Brynjólfur Jónsson fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands sendir inn erindi þar sem óskað er eftir svörum frá bæjarstjórn Fjallabyggðar varðandi lausagöngu búfjárs í sveitarfélaginu.  Með hvaða hætti sveitarfélagið ætlar að tryggja Landgræðsluskógarsvæði á Siglufirði og Ólafsfirði fyrir ágangi búfjár?   Hvort fram hafi farið mat á beitarþoli þeirra haga og afréttalanda sem viðkomandi fé er ætlað og er fjöldi þess fjár sem Fjallabyggð hefur heimilað í samræmi við niðurstöður þess.  Verða skyldur búfjáreigenda hvað varðar beitarstjórnun með þeim hætti að fé verði haldið í girðingarhólfum.
    Nefndin bendir á að langt er komið með að girða af skógræktina. Einnig bendir nefndin á bókun 114. fundar nefndarinnar sem er: "Nefndin hafnar erindinu þar sem engin skilgreind afrétt er í Siglufirði, en gera ekki athugasemd að sauðfé sé sleppt á afrétt í Ólafsfirði." og bókun bæjarstjórnar frá 65. mál 9.4: "fresta afgreiðslu þessa liðar".
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Ingvar Erlinsson, Ólafur Marteinsson og Egill Rögnvaldsson.<BR>Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu þessa liðar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að skipulagsreglugerð og að hún berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. desember nk.
    Nefndin gerir ekki athugasemdir við fram komin drög að skipulagsreglugerð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Sex athugasemdir bárust tæknideild.
    Frá Gísla Kjartanssyni
    "Undirritaður f.h. fimm eigenda einb. hússins að Hlíðarvegi 1c, Siglufirði, hafnar því að veitt verði leyfi til að reisa þrjú smáhýsi/gestahús á lóð Hlíðarvegs 1.
    Þar sem veginum að húsum nr. 1c,3c,7b og 7c við Hlíðarveg hefur ekki verið komið í endanlegt horf, tel ég að ekki sé stætt á að leyfi meiri umferð um þann hluta vegarins sem líklegt er að verði með tilkomu fleiri bygginga á svæðinu.
    Ennig tel ég staðsetningu húsanna á lóðinni óviðunandi með öllu."
    Frá Önnu M. Jónsdóttur
    "Ég undirrituð sem íbúi Fjallabæjar, mótmæli smáhýsi, sem íbúi Hlíðarvegar 1, er að sækja um að fá að reisa.
    Mér finnst ekki gott að gefa fordæmi fyrir sumarhúsum um allan bæ, þegar búið er að skipuleggja svæði, uppá Saurbæjarás sumarbústaða byggð."
    Frá nokkrum íbúum í Siglufirði
    "Nýlega samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins að vísa til grenndarkynningar umsókn húseiganda að Hlíðarvegi 1 á Siglufirði um að reisa smáhýsi á lóð sinni.  Samkvæmt bréfi sveitarfélagsins náði kynningin til eigenda og leigutaka í húsum nr. 1c, 3, 3c, 4, 5, 7b, og 7c við Hlíðarveg.  Undirritaðir íbúar í sveitarfélaginu eru ekki í hópi þeirra sem kynningin náði til, en samkvæmt skipulagslögum er sveitarstjórn í sjálfsvald sett að meta hverjir þeir aðilar eru sem telja megi þeirra sem hagsmuna hafi að gæta.
    Engu að síður telja undirritaðir að þeim sé rétt og skylt að gera athugsemdir við fyrirhugaða framkvæmd, þar sem um sé að ræða stefnubreytingu á skipulagsmálum, verði hún samþykkt.  Ljóst má vera af kynningu á umsókninni að þarna sé um að ræða hús af samskonar hönnun og algeng eru í sumarhúsabyggðum þeim sem víða er að finna um landið.  Samkvæmt deiliskipulagi Fjallabyggðar er skipulagt sérstakt svæði fyrri sumarhús á Saurbæjarás.  Við teljum að með því að heimila framkvæmdina sé í raun verið að heimila byggingu slíkra húsa innan íbúðarhúsabyggðar á Siglufirði sem gæti leitt til þess að fjöldi slíkra húsa myndi rísa á næstu árum og breyta ásýnd byggðarinnar úr bæjarfélagi og í sumarhúsabyggð.
    Að auki teljum við að atvinnurekstur af þessu tagi henti mjög illa við götu eins og Hlíðarveg þar sem honum muni óhjákvæmilega fylgja bæði aukin umferð og verulegt ónæði fyrir íbúa götunnar og nágrenni þess."
    Frá eigendum Hlíðarvegar 7C
    " Við, eigendur Hlíðarvegar 7c viljum koma á framfæri athugasemdum við sumarhús sem á að setja við Hlíðarveg 1.  Við höfum ekkert á móti húsunum sem á að setja  á lóðina en hins vegar höfum við áhyggjur af þáttum eins og sorphirðu, umferð í og við húsin og aðkomu neyðaraðstoðar við húsin.
    1. Við íbúar og eigendur húsa við Hlíðarveg höfum búið við það að sorp sé ekki tekið við húsin og ástæðan liggur í því sem okkur er að sagt að srophirðubíll bæjarins kemst ekki upp brekkuna og getur því ekki tekið sorpið okkar.  Því þurfum við að sjá sjálf um að koma sorpinu okkar í sorphirðu bæjarins.  Því langar okkur að vita hvort að hugað hafið verið að því hvernig verði með sorphirðu við húsin, hvort að sorptunna verði við hvert hús og hvort að hugsað hafi verið fyrir því hvar og hvernig sorpið verður losað?
    2.  Annað sem veldur töluverðum áhyggjum er hvað umferð að húsunum er hugsuð?  Það er að segja hvort að bílastæði við húsin verði í eða við Hlíðarveg þar sem vegurinn er þröngur, í frekar slæmu ásigkomulagi og bílastæði við götuna eru enginn efst í götunni.  Vegurinn, eins og í því ásigkomulagi og hann er í dag mun ekki hafa undan við frekari umferð og ef umferð á að vera í brekkunni í Hlíðarveg þarf að bæta ástand vegarins til muna svo það sé bara hægt.
    3.  Þriðja atriðið lítur að aðkomu neyðarbíla, það er slökkviliðsbíls eða sjúkrabíls við húsin ef umferð að húsunum verður á Hlíðarvegi sérstaklega þar sem sorphirðubíll kemst ekki upp veginn þá er hættan töluverð ef kviknar í einhverju húsanna og neyðarbíll kemst ekki að.
    Á meðan óvissa er enn með þessa þætti í þessu máli þá erum við ekki samþykk því að þessi hús verði sett við götuna."
    Frá Friðbirni Björnsyni og Kristínu Guðbrandsdóttur
    " Vísað er í bréf tæknifulltrúa Fjallabyggðar dags. 26.09.2011 varðandi ofangreint efni.
    Við undirrituð, eigendur húseignarinnar að Hlíðarvegi 3c, lýsum hér með yfir andstöðu okkar við að veitt verði leyfi til að reisa þrjú gestahús á lóðinni að Hlíðarvegi 1.
    Í fyrsta lagi teljum við að ekki sé fært að fara í slíkar framkvæmdir fyrr en vegurinn upp að húsunum við Hlíðarveg nr. 1c, 3c, 7b og 7c hefur verið endurhannaður og honum komið í endanlegt horf.
    Í öðru lagi teljum við staðsetningu gestahúsanna óviðunandi, þ.e. gestahús nr. 2 og 3 eru of ofarlega í lóðinni og þannig of nálægt húsi nr. 1c og fyrirhuguðu vegarstæði."
    Frá Arnfinnu Björnsdóttur og Eysteini Aðalsteinssyni
    "Við eigendur tveggja íbúða að Hlíðarvegi 3 Sigluf. viljum taka það fram varðandi þessa grenndarkynningu að okkur fellur ekki alkosta að hús nr. 3 á meðfylgjandi teikningu stendur alltof nálægt húseign okkar og ólöglega við lóðarmörk.
    Ef þessi umsókn verður leifð mætti færa þetta hús suður fyrir húsið (að Hlíðarvegi 1) í trjágróður þar eða bara sleppa því.
    Hin tvö  húsin á teikningunni virðast falla inn í trjágróður þar sem þeim er ætlað að standa.  Einnig finnst okkur að meta verði hvort þessi smáhýsabyggð, inni í svo friðsælu íbúahverfi eins og er, muni rýra verðmæti íbúðaeigna okkar og hvort ekki sé verið að skapa þarna fordæmi smáhýsabyggðar í íbúðabyggðinni, sem er búið að skipuleggja og auglýsa til umsóknar á Saurbæjarás handan fjarðar."
     
    Nefndin hafnar erindinu vegna framkominna athugasemda eftir grenndarkynningu.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 125. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Borist hefur bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 1. nóvember, er varðar framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Siglufirði á svæðinu "Fífladalir norður."
    Þar kemur fram að ætlunin sé að hefja framkvæmdir með stuðningi sjóðsins á árinu 2013. Ætlunin er að ljúka öllum framkvæmdum fyrir árið 2016.
    Lagt fram til kynningar og er erindinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Það er skoðun bæjarráðs að svörin séu nægjanlega skír til að hægt sé að fá deiliskipulag við Snorragötu samþykkt hjá Skipulagsstofnun.
    Nefndin telur rétt í ljósi framlagðra upplýsinga að ítreka óskir um að deiliskipulag við Snorragötu verði staðfest af Skipulagsstofnun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 15.10 1111021 Tískuhornið - skilti
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Sigurbjörn Pálsson óskar eftir að fá að setja skilti á húseignina Suðurgötu 6, Siglufirði skv. meðfylgjandi mynd.
    Nefndin samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Pétur Vopni Sigurðsson fyrir hönd Rariks sækir um lóð við Hverfisgötu fyrir spennistöð.  Ákveðið hefur verið að leggja niður spennistöð, sem nú er í íbúðarhúsi að Suðurgötu 47 á Siglufirði, og koma spenni og rofabúnaði fyrir í sérbyggðri spennistöð.  Einnig er sótt um leyfi nefndarinnar að hefja ekki framkvæmdir á lóðinni fyrr en framkvæmdafé til flutnings stöðvarinnar verður veitt, en framkvæmdaráætlun liggur ekki fyrir.
    Nefndin samþykkir úthlutun á lóð en bendir á að undangenginni grenndarkynningu verði byggingarleyfi veitt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 125
    Lögð fram teikning af Hvanneyrarbraut 22b með áritunum nágranna fyrir samþykki sínu á viðbyggingunni.
    Erindi samþykkt og tæknideild falið að gefa út byggingaleyfi. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

16.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 126. fundur - 30. nóvember 2011

Málsnúmer 1111021FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 126
    Sigurjón Magnússon óskar eftir leyfi til að setja niður íbúðarhús á lóð sinni sunnan við íbúðarhúsið á Brimnesi.  íbúðarhúsið er hæð og ris gamla íbúðarhússins á Vatnsenda í Ólafsfirði.  Fyrirhuguð staðsetning er í beinni línu um 30 metrum sunnan við íbúðarhúsið á Brimnesi skv. meðfylgjandi skissu.
    Afgreiðslu frestað.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 126. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 126
    Lagður var fram lóðaleigusamningur ásamt lóðablaði fyrir Gránugötu 19, Siglufirði.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 126
    Lagður var fram lóðaleigusamningur ásamt lóðablaði fyrir Gránugötu 19a, Siglufirði.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 126
    Skipulagsstofnun sendi inn erindi þar sem ítrekað er að frestur til að senda inn uppdrætti skv. 5. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulagslaga, sem sannalega hafa verið samþykktir í sveitastjórn fyrir 1. janúar 1998 og byggja á aðalskipulagi.  Frestur rennur út 31. desember 2011.
    Nefndin felur tæknideild að fara yfir skipulagsuppdrætti sem sannanlega hafa verið samþykktir í sveitastjórn fyrir 1. janúar 1998 og ganga úr skugga um að þeir hafi hlotið fullnægjandi afgreiðslu Skipulagsstofnunar, frestur rennur út 31. desember 2011. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 126
    Lagt var fram drög að samþykkt um kattahald í Fjallabyggð.
    Samþykkt með áorðnum breytingum og felur tæknideild að gera tillögu að gjaldskrá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.6 1111059 Hringsjá á Álfhól
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 126
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

17.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 16. nóvember 2011

Málsnúmer 1111008FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 17.1 1110124 Árbók Ólafsfjarðar 2010 - umsókn um styrk
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 16. nóvember 2011
    Menningarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 kr. árið 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar menningarnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 17.2 1110135 Ósk um styrk vegna sérhannaðra söngpalla
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 16. nóvember 2011
    Menningarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. í verkefnið.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 48. fundar menningarnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 17.3 1110105 Styrkumsóknir 2012 - Menningarmál
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 16. nóvember 2011
    Nefndin fór yfir styrkumsóknir til menningarmála. Tuttugu og tvær umsóknir bárust um 5,5 milljónir króna. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að svara umsækjendum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar menningarnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 17.4 1109161 Fjárhagsáætlun 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 16. nóvember 2011
    Farið yfir fjárhagsáætlun menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar menningarnefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

18.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011

Málsnúmer 1111013FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Félagsmálanefnd fór yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2012.  Einnig var farið yfir starfsáætlun og gjaldskrármál.  Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.  Félagsmálanefnd samþykkir að gjaldskrá sem lýtur að félagsþjónustunni hækki samkvæmt verðlagsbreytingum ársins 2011 og taki hækkunin gildi frá og með 1. janúar 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011




    Lögð fram bókun stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga og minnisblað framkvæmdastjóra sambandsins um flutning á þjónustu við aldraða til sveitarfélaganna.  Í bókuninni kemur m.a. fram að  stjórn sambandsins hvetur ,, til þess að nægur tími verði gefinn til umræðu og undirbúnings þess að færa þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga og telur óraunhæft að tilfærslan geti átt sér stað 1. janúar 2013 - til þess sé alltof skammur tími til stefnu.“

    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Synjað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Samþykkt að hluta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Samþykkt að hluta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Samþykkt að hluta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Synjað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Synjað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 23. nóvember 2011
    Með vísan til reglugerðar um útlendinga nr. 53/2003 er þess farið á leit að starfsmenn félagsþjónustunnar tilkynni Útlendingastofnun um þá erlendu ríkisborgara sem leita til hennar um þjónustu eða félagsþjónustan hefur afskipti af í störfum sínum, ef þeir eru ekki með skráð lögheimili í þjóðskrá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar félagsmálanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

19.Fjárhagsáætlun 2012, fyrri umræða

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri flutti eftirfarandi stefnuræðu með tillögu að fjárhagsáætlun 2012.


I.      Inngangur.

Frumvarp fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 er hér lagt fram til fyrri umræðu miðvikudaginn 7. desember 2011 en síðari umræðan verður miðvikudaginn 14. desember nk.

Á bæjarráðsfundi 13. desember n.k. verða ræddar tillögur að breytingum sem bæjarfulltrúar hyggjast gera á milli bæjarstjórnafunda.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 hefur verið undirbúin af fulltrúum allra framboða í bæjarstjórn Fjallabyggðar og baklandi þeirra.
Það er vert að hafa í huga að ekki var hægt að verða við öllum framkomnum óskum við gerð áætlunar fyrir árið 2012.
Ég tel fulla ástæðu til að fagna ágætu samstarfi sem tekið var upp í bæjarráði og bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir tvö síðustu ár.  
Hér var enn og aftur tekist á við breytingar á framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Efnahagslægðin sem sveitarfélög á Íslandi hafa tekist á við mun ganga yfir, en það er ljóst að árið 2012 verður erfitt rekstrarár og hið sama má segja um fyrri hluta ársins 2013.
Þetta verða erfið ár en bæjarfélagið mun takast á við önnur viðfangsefni síðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur hér með fram tillögur að framtíð samfélagsins með þeirri áætlun sem hér er fylgt úr hlaði. Samstaða er um neðanritað í bæjarráði;

  1. Bæjarráð hefur sannreynt stöðu bæjarfélagsins.
  2. Bæjarráð hefur lagt mat á þróun og breytingar næstu þrjú árin.
  3. Bæjarráð hefur valið á milli verkefna til að ná fram settum markmiðum.
  4. Bæjarráð leggur ríka áherslu á samstöðu meðal stjórnenda, starfsmanna og fagráða er varðar rekstur og framkvæmdir til ársins 2015.

Bæjarráð leggur því  hér í dag fram fyrir bæjarstjórn niðurstöður sínar sem og stjórnenda, starfsmanna og fagnefnda Fjallabyggðar þ.e. fjárhagsáætlun fyrir 2012.

Í henni koma fram tillögur er byggja á forsendum sem bæjarráð setti í upphafi áætlunargerðar fyrir árið 2012 sem og með áherslum sem komu fram við gerð þriggja ára áætlunar á síðasta ári.

Tekið var á þeim áherslum og breytingum sem fagnefndir og deildarstjórar lögðu fram. Rétt er að þakka fagnefndum bæjarfélagsins mikla vinnu fyrir vel framsettar tillögur í góðu samstarfi við deildarstjóra bæjarfélagsins.

II.      Almenn atriði.

Tillaga að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar var samþykkt af bæjarráði og var hún lögð fram með greinargerð og starfsáætlunum Fjallabyggðar sem unnar voru af deildarstjórum bæjarfélagsins eftir umræður í fagnefndum.

Vinnuferlið greinir frá því hvernig verklagi og starfsháttum starfsmanna og kjörinna fulltrúa skuli háttað við undirbúning að tillögu að fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2012. Í upphafi áætlunargerðar voru settir rammar að fjárhagsáætlun næsta árs fyrir hvern málaflokk og deildir. Við setningu fjárhagslegra ramma var við það miðað að kostnaðar tæki mið af minna fjármagni frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bæjarráð ákvað að skoða útgjöld og þar með rekstur þriggja deilda sérstaklega en það var rekstur leikskóla og framlög til menningar-, íþrótta- og tómstundamála.

Náið samráð deildarstjóra var haft við aðalbókara, launafulltrúa, skrifstofu- og fjármálastjóra, bæjarstjóra og endurskoðanda við gerð tillagna til fjárhagsáætlunar og við undirbúning.

Í fyrstu drögum að frumvarpi til fjárhagsáætlunar, vinnuplani sem var til umræðu í bæjarráði 25.10.2011  samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að leggja fram tillögu að útgjaldaramma fyrir árið 2012.                                                                                
Á fundi sínum samþykkti bæjarráð að vísa umræddri tillögu til umfjöllunar í fagnefndum. Deildarstjórum var falið að vinna náið með sínum fagnefndum en einstakar tillögur voru settar fram til umræðu og yfirferðar í bæjarráði. Í ljósi minni tekna var strax ákveðið að mæta samdrætti á árinu með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana þar á meðal aðhaldi í launum.

Eftir fund bæjarráðs þann 29.11.2011 settust deildarstjórar aftur yfir sínar tillögur og gerðu á þeim breytingar sem samþykktar voru á fundi bæjarráðs 6.12.2011 og verða hér einnig til umræðu og afgreiðslu í takt við bókanir sem gerðar voru á þeim fundi.

Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögur um breytingar á starfsmannahaldi bæjarfélagsins á árinu 2012.

1.      Ráðinn verður starfsmaður í hlutastarf við héraðsskjalasafnið í tengslum við atvinnuátak.
2.      Gert er ráð fyrir fækkun á stöðugildum leikskólans á árinu.
3.      Fækkun verður á stöðugildum grunnskólans.                                                    

Rétt er að minna á að deildarstjórum er heimilt að lækka starfshlutfall einstakra starfsmanna að höfðu samráði við fagnefndir en bæjarráð leggur hinsvegar megin þunga á aðhald innan einstakra stofnana frekar en fækkun starfsmanna.

Forsendur tekjuhluta frumvarpsins eru því þessar fyrir árið 2012.

  • Útsvar er og verður 14.48% fyrir árið 2012.

·        Fasteignagjöld verða sem hér segir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarstofnar fyrir árið  2012 verði óbreyttir.

Heiti.

2009

2010

2011

2012

Fasteignaskattur skv. a.lið

0.40%

0.44%

0,49%

0.49%

Fasteignaskattur skv. b.lið

1.32%

1.32%

1.32%

1.32%

Fasteignaskattur skv. c.lið

1.65%

1.65%

1.65%

1.65%

Lóðaleiga

1,5 %

1,5 %

1.9%

1.9%

Lóðaleiga fyrirtækja

5.0%

5.0%

5.0%

5.0%

Vatnsskattur, skv. a.lið

0.3 %

0.3 %

0.35

0.35%

Vatnsskattur, skv. b.lið  

0.3 %

0.3 %

0.35%

0.35%

Aukavatnsgjald

11

13

13

13

Holræsagjald skv. a.lið

0.27 %

0.3 %            

0.36%            

0.36%

Holræsagjald skv. b.lið

0.27 %

0.3 %            

0.36%

0.36%

Sorphirðugjald

11.500

19.500          

25.400            

25.400

Sorpeyðingargjald

      

III.       Meginforsendur áætlunar fyrir árið 2012 eru;

Tekjuáætlun - samanburður - aðalsjóður.

Áætlun um skatttekjur byggist á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum sbr. lög nr. 122/1996 um breytingu á lögum nr. 4/1995 og 79/1996.

Skatttekjur Fjallabyggðar skiptast í útsvar, fasteignaskatt og  framlag úr Jöfnunarsjóði.  

Útsvar.

Í fjárhagsáætlun ársins er miðað við að álagningar prósenta útsvars verði óbreytt á milli ára eða 14.48% eins og áður hefur komið fram.  Í samanburði milli ára verður þetta þannig;

Rauntölur 2009

Raunt. 2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

712.827.500

736.962.403

762.000.000

764.404.000

Á fundi bæjarráðs 6.12.2011 var lagt til að tekjur útsvars fyrir árið 2012 væru hækkaðar um 6 m.kr. í samræmi við útreikninga frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

Fasteignaskattur.

Fjárhagsáætlun miðar  við áður gefnar forsendur sem farið var yfir hér að framan.
Samanburður á fasteignaskatti gefur til kynna þessa útkomu og samanburð á milli ára;

Rauntölur 2009

Raunt. 2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

82.762.636

85.501.547

87.916.000

96.896.000

Um er að ræða hækkun á fasteignamati milli ára, en ekki aukningu á tekjum vegna hækkunar á skattstofnum bæjarfélagsins, þeir eru óbreyttir.

Samanburður á lóðarleigu.

Raunt. 2009

Raunt. 2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

30.274.205

30.428.580

34.129.000

36.300.000

Samanburður á Jöfnunarsjóði.

Rauntölur 2009

Raunt. 2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

318.974.492

312.758.000

254.04.000

247.000.000

Á fundi bæjarráðs 06.12.2011 var lagt til að tekjur Jöfnunarsjóðs  fyrir árið 2012 væru hækkaðar um 8 m.kr. vegna hækkunar á hlut ríkisins í greiðslu  jöfnunar í fasteignaskatti til bæjarfélaga.

Samanburður á öðrum tekjum.

Rauntölur 2009

Raunt.  2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

311.838.450

310.557.634

340.292.000

356.168.000

Heildartekjur aðalsjóðs.

Samanburður á heildartekjum.

Rauntölur 2009

Raunt. 2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

1.426.403.078

1.445.779.584

1.458.793.000

1.487.401.000

Heildartekjur aðalsjóðs voru þannig samþykktar á fundi bæjarráðs 6.12.2011.

Samanburður á skatttekjum.

Á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 25.10.2011 var fjárhagsrammi fyrir árið 2012 samþykkur eins og áður hefur komið fram og honum vísað til fagnefnda, forstöðumanna og deildarstjóra til úrvinnslu. Heildaráætlun var samþykkt eftir yfirferð og breytingar þann 6.12.2011 og ítarlega skoðun í bæjarráði 29.11.2011.

Helstu áherslur sem komu fram á þessum fundum voru þessar;

  1. Að tryggt sé að rekstur málaflokka taki mið af raunverulegum tekjum.
  2. Að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð öll árin.
  3. Að veltufé frá rekstri miðist við um 10% .
  4. Að fjármögnunarhreyfingar miðist við að greiða niður skuldir um 100 m.kr.
  5. Að til fjárfestinga verði varið um 295 m.kr. á árinu 2012.
  6. Að til fjárfestinga verði varið um 285 m.kr. á árinu 2013.
  7. Að til fjárfestinga verði varið um 110 m.kr. á árunum 2014 - 2015.
  8. Að lántaka miðist við að handbært fé verði um 100 m.kr. öll árin.

Öllum þessum áherslum hefur verið náð og má hér nefna t.d. að;

Breytingar á handbæru fé Fjallabyggðar koma fram í áætlun á milli ára þannig;

Vert er að minna á að handbært fé í upphafi árs 2011 var 270.253.000.-

Gert er ráð fyrir að handbært  fé í ársbyrjun 2012 verði      189.538.000.-
Gert er ráð fyrir að handbært fé í ársbyrjun 2013 verði       136.041.000.-
Gert er ráð fyrir að handbært fé í ársbyrjun 2014 verði         96.099.000.-
Gert er ráð fyrir að handbært fé í ársbyrjun 2015 verði       126.938.000.-

Breyting á veltufé frá rekstri verður um og yfir 11 % öll árin.

Aðrar áherslur í áætlun ársins voru þessar;

1.      Búið er að yfirfara launaáætlanir.
2.      Búið er að yfirfara innri leigu inn í reiknilíkani bæjarfélagsins.
3.      Búið er að setja fram tillögur til hagræðingar inn í reiknilíkanið.
4.      Búið er að yfirfara og skoða gjaldskrár og leggja fram tillögur um breytingar.
5.      Búið er að leggja fram tillögur um fjárfestingar fyrir árin 2012 - 2015.
6.      Búið er að koma fram með tillögur um viðhaldsverkefni fyrir næsta fjárhagsár og ramma fyrir árin 2013 til 2015.

Megin áherslur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2012 - 2015 koma úr málefnasamningi meirihlutans;

  • Að fjárfestingar fari ekki fram úr veltufé frá rekstri til ársloka 2015, sem er áætlað að verði samtals um 850 m.kr.
  • Að til skólabygginga verði varið um 400 m.kr. af umræddri heildarupphæð.
  • Að skuldir A og B- hluta verði undir 60% af skuldaþaki í lok kjörtímabilsins.

Fari fjárfesting 5 m.kr. eða 10% fram úr áætlun þarf að fara í niðurskurð.

Gjaldaáætlun.

Launakostnaður er sem fyrr langstærsti einstaki útgjaldaliður rekstrar, þá vöru- og þjónustukaup, ýmsar millifærslur og aðrar tilfærslur og loks fjármagnskostnaður. Rétt er að minna á að nú liggja fyrir nýir kjarasamningar og er tekið tillit til launabreytinga í áætlun ársins sem og í áætlun til næstu þriggja ára.

Gjaldskrár.

Ljóst er að tillögur hafa komið fram um breytingar á gjaldskrám en bæjarráð tók þær til umræðu og skoðunar á fundi sínum 29.11.2011 og afgreiddi bókanir þann 6.12.2012 samhljóða og vísast hér í þær bókanir.

Þar er lagt til að gjaldskrár bæjarfélagsins taki nokkrum breytingum sem miðast fyrst og fremst við verðlagsbreytingar.

Framsetning fjárhagsáætlunar.

Fjárhagsáætlun 2012 er hér sett fram og verður gefin út í samræmi við bókhaldslykil sbr. reglugerð nr. 944/2000 með síðari breytingum og felst m.a. í að tekjur og gjöld, eignir og skuldir eru flokkaðar í A og B hluta í fjárhagsáætluninni.

Í A-hluta er aðalsjóður sveitarfélagsins og stofnanir er sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum.

Í B-hluta eru stofnanir sveitarfélagsins sem eru í eigu sveitarfélagsins, en eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.

Í frumvarpi fjárhagsáætlunarinnar eru reiknaðar millifærslur á milli eignasjóðs og deilda vegna leigu húsnæðis, afskriftir eru reiknaðar og áfallnar lífeyris-skuldbindingar metnar.

Um er að ræða tölulegar upplýsingar fyrir árið 2012 og þriggja ára fjárhagsáætlun til að uppfylla lög og reglur.

IV.       Einstakir málaflokkar.

Helstu niðurstöður frumvarpsins í samanburði við áætlun ársins í ár þ.e. 2011 í þúsundum króna eru að heildartekjur, skatttekjur og aðrar tekjur, eru áætlaðar 1.671.857.- en voru áætlaðar 1.665.534.- á árinu 2011.

Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.160,824.- og þar af reiknaðar afskriftir 114.585.-.

Heildarútgjöld voru 1.627.048.- og þar af reiknaðar afskriftir 109.710.- á árinu 2011.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 46,4 m.kr. og fyrir samstæðuna um 10,4 m.kr. sem er betri árangur en á árinu sem nú er að líða og er þá miðað við áætlun.

Lögð er áhersla á miklar framkvæmdir á árinu 2012 og 2013 og lántökur þeim samfara, en ekki síður á niðurgreiðslu lána á sama tíma.

Áherslur næstu tveggja ára                                         2012.                     2013.

Í eignfærða fjárfestingu verður varið         kr.       295.000.000.-        285.000.000

Afborgun lána                                              kr.       100.000.000.-                    100.000.000.-
Tekin langtímalán                                                kr.         150.000.000.-      150.000.000-

Íbúðarhúsnæði.

Gert er ráð fyrir hækkun húsaleigu á árinu í samræmi við breytingar á vísitölu og er hér vísað í bókun bæjarráðs frá 06.12.2011.

Bæjarráð hefur samþykkt að íbúðir verði á söluskrá og að núverandi íbúar hafi forkaupsrétt að þeim.

Ekki er hinsvegar gert ráð fyrir söluhagnaði í fjárhagsáætlun 2012 þ.e. í framlagðri áætlun.

·        Bæjarráð hefur nú yfirfarið vinnuskjöl og samþykkt samhljóða á fundi sínum þriðjudaginn  06.12.2011 að vísa tillögunni um fjárhagsáætlun 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn hér í dag.

Hér verður farið yfir einstaka málaflokka bæjarsjóðs og stofnana Fjallabyggðar.

00 Skatttekjur.

Eins og kom fram hér að framan þá hefur bæjarstjórn samþykkt óbreytt útsvar og óbreytta álagningastuðla í fasteignaálagningu fyrir árið 2012.

Álagningarstuðlar fasteignagjalda, fasteignaskatts og lóðarleigu eru settir fram í frumvarpinu eins og þeir voru samþykktir af bæjarráði þ.e. óbreyttir frá fyrra ári.

02 Félagsþjónusta.

Til þessa málaflokks er varið um 96.9 m.kr. á árinu, en 98.1 m.kr. í áætlun 2011.

Í starfsáætlun tekur Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri meðal annars fram að félagsþjónustusvið fari með málefni félagsþjónustu skv. lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnavernd skv. lögum um vernd barna og ungmenna nr. 80/2002 og félagsleg húsnæðismál skv. lögum um húsnæðismál nr. 44/1998. Auk þess fer félagsþjónusta Fjallabyggðar með málefni fatlaðra samkvæmt samningi við Byggðasamlag SSNV.

Starfsáætlun félagsþjónustunnar er nákvæm og vísast hér til hennar, en þar er lögð áhersla á að markmið séu sett fyrir alla málaflokka sviðsins.

03 Heilbrigðismál.

Til þessa málaflokks er varið um 5.4 m.kr. á árinu, en 5.2 m.kr. í áætlun 2011.

04 Fræðslu og uppeldismál.

Á árinu 2012 er gert ráð fyrir að 545.7 m.kr. fari til fræðslumála, en 541.1 m.kr. í áætlun 2011.

Til að mæta umræddri þjónustu samþykkti bæjarráð neðanritað sérstaklega;
* að matur til leik og grunnskólabarna taki verðlags breytingum í takt við þjónustusamninga.
* að leikskólagjöld taki breytingum í samræmi við verðlagsbreytingar.
* að ný gjaldskrá fyrir Tónskóla Fjallabyggðar taki gildi á næsta skólaári.

Í starfsáætlun sinni  tekur Karitas Skarphéðinsdóttir Neff fræðslu og menningarfulltrúi meðal annars fram.

”Skólastarf í Fjallabyggð er metnaðarfullt, framsækið og skilvirkt og í góðum tengslum við atvinnulíf, náttúru og menningu svæðisins. Fræðslustofnanir í Fjallabyggð veita nemendum góða menntun sem nýtist þeim vel í lífi og starfi og stuðlar að þroska þeirra, árangri og vellíðan. Skólastarfið er fjölbreytt og skemmtilegt og vekur áhuga á námi og þekkingaröflun. Námið er miðað við þarfir og getu hvers og eins og umburðarlyndi og víðsýni eru höfð að leiðarljósi.“

05 Menningarmál.

Áætlaður kostnaður við málaflokkinn er 58.7 m.kr. á næsta ári, en gert var ráð fyrir 56.1 m.kr. á árinu 2011.

Bæjarráð ákvað á fundi sínum 6.12.2011 sérstaklega að;
* heimila stöðugildi við héraðsskjalasafnið á árinu 2012.
* heimila aukin búnaðarkaup í bókasafn og héraðskjalasafn.
* heimila aukin bókakaup frá fyrra ári.
* heimila færslu á lið um jólahald yfir í umhverfismál.

Í starfsáætlun kemur m.a. annars fram.

”Fjallabyggð stefnir að því að verða leiðandi aðili í menningarstarfi í sveitarfélaginu með stuðningi og hvatningu til þeirra sem starfa að menningarmálum.“

Menningarnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirtalda styrki en styrkur að upphæð 6.000.000 kr. til Síldarminjasafns Íslands var samþykktur á árinu til tveggja ára.

Einnig er lagt til að Síldarævintýrið fái 2.000.000 kr. á árinu 2012 þar sem hátíðin heppnaðist sérlega vel árið 2011.
Frekari umfjöllun um menningarstyrki fyrir árið 2012 er vísað í starfsáætlun.

06 Æskulýðs- og íþróttamál.

Gert er ráð fyrir framlagi 211.6 m.kr. á árinu en það var á árinu 2011, 214.1 m.kr..

Bæjarráð ákvað sérstaklega um 2,6 m.kr. styrk til Hestamannafélagsins Gnýfara vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.

Bæjarráð leggur einnig til við bæjarstjórn að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar breytist á þann hátt að hækkuð verði stök gjöld, en í stað verði umtalsverð lækkun á árskortum í sund sem mun nýtast íbúum Fjallabyggðar.
Árskort í sund fyrir börn í Fjallabyggð verða því á aðeins kr. 2.000.-.

Frekari útfærsla kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem og í starfsáætlun málaflokksins sem unnin er af Gísla Rúnari Gylfasyni íþrótta og tómstundafulltrúa.

” Lögð er fram tillaga að fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir íþrótta- og tómstundamál..“

Nefndin setti upp fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn og tekið var mið af ramma ársins með frávikum. Um samþykkta styrki er vísað  í starfsáætlun.

07 Brunamál og almannavarnir.

Framlag til málaflokksins er 34.4 m.kr. á árinu 2012. en var árinu 2011, 32.9 m.kr.

Áætlunin hækkar á milli ára vegna námskeiðshalds fyrir aðila sem taka að sér hjálparstörf á vegum almannavarnarnefndar.

08 Hreinlætismál.

Málaflokkurinn tekur til sín framlag að upphæð 15.4 m.kr. en voru á árinu 2011, 12.6 m.kr.
Hækkunin á milli ára er tilkomin vegna innri-leigu til eignasjóðs vegna gámasvæðis í Ólafsfirði. Vísast hér og í starfsáætlun Ármanns Viðars Sigurðssonar deildarstjóra tæknideildar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hundaleyfisgjöld taki breytingum frá og með 1.03.2012 og óskar eftir tillögum frá tæknideild bæjarfélagsins í janúar næstkomandi. Einnig leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið og að sá samningur verði framlengdur á meðan verið er að byggja upp nýja gámamóttökustöð á Siglufirði og endurmeta þjónustuna við íbúa Fjallabyggðar.

09 Skipulags og byggingarmál.

Áætlaður kostnaður er 39.3 m.kr. en var 48.2 m.kr. á árinu 2011.

Um er að ræða mun minni vinnu við skipulag bæjarfélagsins sem og lægri launakostnað á milli ára. Vísast hér og í starfsáætlun deildarstjóra tæknideildar.

10 Umferðar og samgöngumál.

Gert er ráð fyrir 86.5 m.kr. en var 84.9 m.kr. á árinu 2011.
Vísast hér og í starfsáætlun deildarstjóra tæknideildar.

11 Umhverfismál.

Í umhverfismál er varið 41.7 m.kr., en voru 37.3 m.kr. á árinu 2011.
Vísast hér og í starfsáætlun deildarstjóra tæknideildar..

13 Atvinnumál.

Áætlað framlag er 13.4 m.kr., en voru 12.6 m.kr. á árinu 2011.

21 Sameiginlegur kostnaður.

Til sameiginlegs kostnaðar verður varið um 125.0 m.kr. á árinu 2012 en um er að ræða umtalsverða lækkun vegna starfslokasamninga sem voru til greiðslu á árinu 2011 en þá voru útgjöldin um 139.3 m.kr.
Vísast hér í starfsáætlun Ólafs Þórs Ólafssonar, skrifstofu- og fjármálastjóra.

28 Fjármagnsliðir.

Gert er ráð fyrir 149.5 m.kr. í fjármagnsliði og er um að ræða mikla lækkun á milli ára, en á árinu 2011 voru fjármagnsliðir um 164.2 m.kr.

Sjóðir í B-hluta.

41 Hafnasjóður.

Hafnarsjóður skilar nú 85,4 m.kr. í tekjur og eru laun um 32.3 m.kr. en annar rekstrarkostnaður er samtals um 72.1 m.kr. Reksturinn stendur því vel og er jákvæður um 7.7 m.kr.

Ráðist verður í fjárfestingar fyrir um 21.3 m.kr. á árinu 2012.

Fram komu óskir um að hækka þyrfti gjaldskrá til samræmis við verðlagsbreytingar. Tillagan var samþykkt af hafnarstjórn og bæjarráði.

61 Íbúðasjóður.

Skrifstofu- og fjármálastjóri tekur fram í starfsáætlun fyrir íbúðalánasjóð að félagsmálanefnd hafi tekið við hlutverki húsnæðisnefndar eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar.  

Niðurgreiðslur félagslega íbúðakerfisins er fyrirferðamikill hluti af kostnaði félagsþjónustunnar og félagsmálanefnd hefur lagt áherslu á að sá kostnaður verði lækkaður á komandi ári.

Bæjarráð tók ákvörðun á fundi sínum 29.11.2011 um að húsaleiga ætti að fylgja verðlagsbreytingum á árinu og einnig  hækkun á leigustofni um 100 kr/m2 sem þýðir í raun að framlag málaflokks félagsmála til íbúðasjóðs verður lægra en gert var ráð fyrir í upphafi.                                                                                                                                   Útgjöld fyrir Íbúðasjóð á árinu 2012 verða um 12.2. m.kr. en var um 12.8 m.kr. á árinu 2011.

65 Veitustofnun.

Heildarútgjöld verða um 31.6 m.kr., en voru á árinu 2011, 40.2 m.kr.
Dregið hefur verið úr umsvifum þjónustumiðstöðvar á árinu 2011.
Helstu forsendur sem teknar voru til skoðunar við yfirferð veitna  voru þessar;
·        Hækkun á gjaldskrám fylgi verðlagi.
·        Sparnaður og lækkun rekstarkostnaðar  samræmi við óskir.
·        Að halda fjárfestingum í samræmi við gefin ramma.

65 - 20 Fráveita.

Holræsagjald verður óbreytt á milli ára eða 0.36%.

65 - 30 Vatnsveita.

Lagt er til að vatnsskattur verði óbreyttur milli ára eða 0.35%.

Skuldastaða.

Skuldir Fjallabyggðar munu aukast á árinu 2012 um 50 m.kr. sem er ekki óeðlilegt þegar tekið er tillit til þess að fjárfestingar bæjarfélagsins verða um 295 m.kr.

Bæjarfélagið mun greiða niður lán um 100 m.kr. og taka lán sem nemur 150 m.kr.    
Á næsta ári þ.e. 2013 mun bæjarfélagið taka um 150 m.kr. að láni til viðbótar en  greiða niður lán á því ári um 100 m.kr eins og fram hefur komið. Miðað er við að lántökur fari fram hjá Lánasjóði sveitarfélaga.  

Rétt er að minna á að margt jákvætt hefur verið að gerast í okkar bæjarfélagi á árinu sem er að líða, enda var ráðist í miklar framkvæmdir fyrir um 150 m.kr. nettó á árinu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur sameinast um að koma góðum málum í verk.

Rekstur bæjarfélagsins er í jafnvægi og er fjárhagsstaðan góð miðað við aðstæður eins og kemur fram í áætlun ársins og rekstri síðustu tveggja ára.

Komi fram ábendingar um útgjöld eða aðrar áherslur við umræðu hér á eftir er lagt til að þeim málum verði vísað  til fundar bæjarráðs þann 13.12.2011 og síðan til afgreiðslu þann 14.12.2011 þ.e. fyrir aðra umræðu í bæjarstjórn.

Niðurlag.

Niðurstaða fjárhagsáætlunar við fyrri umræðu er að handbært fé frá rekstri verði í árslok 2011, 136.0 m.kr. og veltufé frá rekstri er yfir 10% og má því halda því fram  að öll vinna við áætlunina hafi gengið eftir, en lítum betur á helstu niðurstöður í prósentum.

Skatttekjur verða                              52.3 %                        
Framlag jöfnunarsjóðs verður            14.8%              
Aðrar tekjur verða                            33.0%              
Laun og launatengd gjöld verða        52.9%              
Annar rekstrarkostnaður verður         35.9%              
Afskriftir verða                                    6.9%                        
Fjármagnsliðir nettó verða                   3.6%
Veltufé frá rekstri verður                   11.4%  eða eins og lagt var upp með af bæjarráði.
Fjárfestingarhreyfingar verða            -17,5%

Heildareignir í þúsundum króna á hvern íbúa er nú um 1.764 og heildar skuldir á íbúa eru um 591 þús. kr. á hvern íbúa.

Veltufjárhlutfall samstæðunnar þ.e. fyrir A- og B-hluta er 1.15.
Eiginfjárhlutfall er 0.47 fyrir samstæðuna.
Fá sveitarfélög búa við slíkt rekstrarumhverfi.

Bæjarráð lagði þunga áherslu á að vernda grunnþjónustu bæjarbúa sem og að styðja við atvinnustarfsemi bæjarbúa með framkvæmdum á árinu 2012 og hefur þeim markmiðum verið náð.

Bæjarstjóri vill hér í lokin þakka bæjarfulltrúum Fjallabyggðar í bæjarráði fyrir gott samstarf við undirbúning á áætlun fyrir árið 2012.

Vinnan við áætlun ársins gekk vel og er rétt að árétta þakkir til nefndarfólks bæjarfélagsins, deildarstjóra og sérstaklega skrifstofu- og fjármálastjóra fyrir góðan undirbúning og samvinnu við áætlunargerð ársins.

Samhugur, velvild og eindrægni með áherslur á velferð bæjarbúa einkenndu forsendur og niðurstöður bæjarfulltrúa Fjallabyggðar í bæjarráði í erfiðu árferði.

Það er von mín og vissa að bæjarstjórn Fjallabyggðar hafi það eitt að leiðarljósi að huga vel að umgjörð allra bæjarbúa á góðum sem og erfiðum tímum.

Að lokinni umræðu hér á eftir tel ég rétt að bæjarstjórn vísi fjárhagsáætlun 2012 til síðari umræðu bæjarstjórnar sem verður 14.12.2011 sem og áætlun bæjarfélagsins til næstu þriggja ára eins og lög gera ráð fyrir "

Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólafur H Marteinsson og Ingvar Erlingsson.

Var bæjarstjóra og starfsmönnum sem komu að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 sem og nefndarfólki Fjallabyggðar færðar þakkir fyrir góðan undirbúning og greinargóða framsetningu á áætlun ársins.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa breytingartillögum til umfjöllunar í bæjarráði milli umræðna.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 til síðari umræðu í bæjarstjórn 14. desember.

20.Fjárhagsáætlun 2013-2015, þriggja ára áætlun, fyrri umræða

Málsnúmer 1112026Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir forsendum þriggja ára áætlunar.
Helstu lykiltölur eru:

Lykiltölur :201320142015
Í hlutfalli við tekjur
Skatttekjur ..........................................53,0%53,5%53,3%
Framlög jöfnunarsjóðs .......................14,3%14,0%14,0%
Aðrar tekjur ........................................32,7%32,5%32,7%
100,0%100,0%100,0%
Laun og launatengd gjöld ...................53,6%51,7%51,5%
Annar rekstrarkostnaður ...................35,0%34,6%34,3%
Afskriftir .............................................7,0%7,2%7,4%
Fjármagnsliðir, nettó ...........................3,2%3,0%2,5%
98,9%96,4%95,7%
Framlög frá eigin sjóðum ....................0,0%0,0%0,0%
Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ...........1,1%3,6%4,3%
Veltufé frá rekstri (til rekstrar) ...........11,3%13,7%14,2%
Fjárfestingarhreyfingar ......................-16,5%-6,3%-6,2%
Í þúsundum króna á hvern íbúa
Rekstur
Skatttekjur og jöfnunarsjóður .............568582582
Þjónustutekjur og aðrar tekjur ............276280282
Tekjur samtals845  862  864  
Rekstrargjöld og fjármagnsliðir nettó ..(          835 )(          832 )(          827 )
Framlög frá eigin sjóðum ....................0  0  0  
Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ...........10  31  37  
Efnahagur
Heildareignir .......................................184218521865
Eigið fé ...............................................845875913
Skuldbindingar og aðrir liðir ................351363375
Skuldir ................................................646613577
Eigið fé og skuldir samtals184218521865
Aðrar lykiltölur
Veltufjárhlutfall ...................................1,02  1,10  1,22  
Eiginfjárhlutfall ....................................0,46  0,47  0,49  
Íbúafjöldi 1. desember ..............................20402040

2040

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2013 - 2015, til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 20:00.