Frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 10. nóvember 2011
Málsnúmer 1111005F
Vakta málsnúmer
.1
1109161
Fjárhagsáætlun 2012
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 10. nóvember 2011
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti fjárhagsramma fyrir árið 2012. Farið var yfir helstu tölur og ákveðið að halda annan fund fimmtudaginn 17. nóvember.
Haukur Sigurðson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar kom inn á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir áætlun íþróttamiðstöðvarinnar. Honum falið að koma með tillögur varðandi mögleika á sparnaði fyrir næsta fund.
Bókun fundar
Afgreiðsla 50. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.2
1110106
Styrkumsóknir 2012 - Frístundamál
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 10. nóvember 2011
Umræðum og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 50. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.3
1111024
Gjaldtaka barna í sund
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 10. nóvember 2011
Fyrir nefndinni liggur bókun frá fundi skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar frá 3. nóvember 2011, þar sem skólaráð harmar gjaldtöku barna í sund og telur hana minnka líkur á því að nemendur á skólaaldri stundi sundlaugarnar.
Nefndin samþykkir einnig að bæta við ályktun frá formannafundi aðildarfélaga UÍF og stjórnar UÍF frá 9. nóvember sem barst í gær.
Ályktunin hljóðar svo:
Fundurinn harmar samþykkt frístundanefndar þann 17. janúar sl. á tillögu að upptöku nýrrar gjaldskrár íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar þar sem gert er ráð fyrir gjaldtöku af börnum og samþykki bæjarstjórnar þann 9. febrúar sl. Að mati fundarins skiptir þar ekki máli að gjaldskrá fyrir börn skyldi taka gildi samhliða gildistöku frístundakorta í sveitarfélaginu.
Að mati fundarins er ekki hægt að leggja að jöfnu iðkun barna á íþróttum eða öðrum tómstundum undir leiðsögn þjálfara eða kennara og frjálsrar mætingar í sund. Frístundastyrkir bæjarins nýtast vel til hins fyrrnefnda enda er tilgangurinn með þeim að auðvelda aðgengi allra barna að íþrótta eða tómstundaiðkun. Sundferðir gegna öðru hlutverki, þær eru til þess fallnar að efla félagsleg tengsl barna á milli, stuðla að hópefli svo og að styrkja tengsl foreldra og barna. Gjaldtaka í sund er því til þess fallin að vinna gegn því hlutverki.
Formannafundur UÍF og stjórn UÍF hvetur því bæjaryfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um gjaldtöku barna í sund.
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar og gerði hann grein fyrir kostnaði við breytingar á slíkri gjaldtöku. Nefndin ræddi möguleika í breytingum á gjaldskrá og ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 50. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.