Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 2. fundur - 11. nóvember 2011

Málsnúmer 1111009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 07.12.2011

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1111030 Erindisbréf fyrir starfshóp um byggingaframkvæmdir vegna stækkunar grunnskóla í Ólafsfirði og á Siglufirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 2. fundur - 11. nóvember 2011
    Lagðar fram tillögur að breytingum á erindisbréfi starfshópsins en þær voru þessar:
    Að í 2.gr. komi tvær nýjar áherslur.
    Verksvið starfshópsins er að:
    1. Vera arkitektum til ráðgjafar og sjá til að byggingin fullnægi þörfum þeirrar starfssemi sem þar á að fara fram.
    2. Jafnframt að fylgja eftir hönnun verkfræðinga er byggir á tillögum arkitekta af stækkun og breytingum á því húsnæði sem fyrir er.

    Einnig að inn í 5. gr. komi neðanritað:
    Áætlað er að um sé að ræða tvo verkáfanga.
    · Viðbygging í Ólafsfirði verði tilbúin haustið 2012.
    · Og að viðbyggingu á Siglufirði verði hægt að taka í notkun 2013 - 2014.

    Vísast hér í skriflegan samning um meirihlutasamstarf sem undirritaður var eftir sumarleyfi á árinu 2011.

    Tillögurnar voru samþykktar samhljóða og er þeim vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1111032 Teikningar - Grunnskóli Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 2. fundur - 11. nóvember 2011
    Arkitekt skólans kom á fund nefndarinnar og fór yfir helstu áherslur í nær fullmótuðum útfærslum í 1. áfanga stækkunar grunnskólans í Ólafsfirði.
    Nefndarmenn lögðu fram ýmsar spurningar og farið var yfir ábendingar sem ætlunin er að skoða áður en verkið verður boðið út.
    Arkitektum er falið að kanna ábendingar nefndarmanna og koma með tillögur til skoðunar og afgreiðslu hið fyrsta.
    Nefndin vill lýsa ángæju sinni með þær frumteikningar sem nú liggja fyrir og mun aðstaða kennara og nemenda stórbatna frá því sem nú er.
    Mikil umræða var um þá hugmynd hvort rétt væri að flytja hluta af þjónustu almenninngs bókasafnsins í Ólafsfirði og sameina það grunnskólabókasafninu.
    Nefndin telur rétt að fela arkitektum að skoða umrædda tillögu en dregur í efa að rými sé fyrir almenningsbókasafnið í þeim áfanga sem byggja á að þessu sinni. 
    Nefndin telur einnig rétt að arkitektar hafi í huga að sameina frekar stofur á efri hæð í eldri byggingu í tvær, þar sem um er að ræða létta milliveggi á þeirri hæð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1111031 Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 2. fundur - 11. nóvember 2011
    Lagðar fram fundargerðir verkhönnuðu til yfirferðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .4 1111028 Breyting á nefndarskipan
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 2. fundur - 11. nóvember 2011
    Bæjarstjóri gat þess að fram hafi komið óskir um breytingar á nefndarskipan og verður sú umræða og ákvörðun tekin á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.