Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109161

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 231. fundur - 11.10.2011

Bæjarstjóri lagði fram tillögur um fjárhagsáætlunarferlið, skilgreiningu á hlutverkum og tímasetningum.
 
Bæjarráð samþykktir eftirfarandi tímasetningar á umræðum á vegum bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.10.2011 Tímaplön - undirbúningur til kynningar í bæjarráði.
25.10.2011 Undirbúningur ræddur í bæjarráði.
02.11.2011 Verklok undirbúnings verður á fundi bæjarráðs.
08.11.2011 Bæjarráð vinnur að fjárhagsáætlun.
09.11.2011 Verklok undirbúnings til umræðu í bæjarstjórn.
15.11.2011 Bæjarráð vinnur að fjárhagsáætlun.
22.11.2011 Bæjarráð vinnur að fjárhagsáætlun.
29.11.2011 Bæjarráð afgreiðir tillögur til bæjarstjórnar.
30.11.2011 Fyrri umræða í bæjarstjórn.
06.12.2011 Tillögur til breytinga ræddar í bæjarráði.
14.12.2011 Síðari umræða í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri lagði fram greinargerð fyrir vinnslu á starfsáætlun fyrir árið 2012 og var hún lögð fram til umræðu og skoðunar en vísað til frekari umræðu á næsta fundi bæjarráðs.


Bæjarstjóri, skrifstofu - og fjármálastjóri lögðu fram viðmiðunarkeyrslu á áætlun miðað við ákveðnar forsendur sem koma m.a. fram í greinargerð og málefnasamningi meirihlutans.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25.10.2011

Bæjarráð tók greinargerð bæjarstjóra til umræðu og afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að vinna haldi áfram við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2012 - 2015 í samræmi við forsendur í framkominni greinargerð og miða skuli útgjaldaramma við gefnar forsendur.

Bæjarráð felur því deildarstjórum og forstöðumönnum að vinna starfsáætlanir í samræmi við framlagða greinargerð.

Gerðar eru fjórar breytingar á framlagðri greinargerð.

1. Tillaga að hækkun sorphirðugjalds á íbúa er ekki samþykkt og verður álagning óbreytt á milli ára.

2. Miða skal við að veltufé frá rekstri miðist við að lágmarki 10% öll árin.

3. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði ekki lægri en 10 m.kr. öll árin.

4. Veltufjárhlutfall verði nálagt einum.

Samþykkt samhljóða.

Sólrún vísar í fyrri bókanir er varðar framkvæmdir við skólamannvirki Fjallabyggðar.

Sólrún lagði fram athuasemd er varðar hækkun á fasteignamati og þar með hækkun á fasteingagjöldum næsta árs og óskar að fært sé til bókar.

"Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir fasteignasköttum á árinu 2012 upp á 96.9 m.kr. en á árinu 2011 var gert ráð fyrir 87.9 m.kr. Þarna mega íbúar búast við að fasteignaskattar hækki um 10.2%. Þessi hækkun á sköttum sveitarfélagsins er langt umfram almennar verðlagshækkanir og gerir ekkert annað en að minnka kaupmátt íbúanna. Þess í stað legg ég til að skoðaðir verði rækilega möguleikar á hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins, sem hafa skapast með opnum Héðinsfjarðarganga, við höfum ekki efni á að hafa tvennt af öllu".

Bæjarráð bendir sérstaklega á að til að ná ofanrituðum samþykktum markmiðum ber deildarstjórum sérstaklega að kanna neðanritað.

1. Lögð er áhersla á að rekstur leikskólans verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.

2. Lögð er áhersla á að rekstur menningarmála verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.

3. Lögð er áhersla á að rekstur æskulýðs og íþróttamála verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.

Samþykkt einróma.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 234. fundur - 01.11.2011

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um útgjaldaramma fyrir bæjarfélagið. Bæjarráð vísar tillögunum til fagnefnda, forstöðumanna og deildarstjóra til frekari úrvinnslu.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 35. fundur - 02.11.2011

Hafnarstjóri lagði fram neðanrituð gögn til yfirferðar hafnarstjórnar.

1. Bréf frá Bæjarráði dagsett 2.11.2011. um vinnu hafnarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

2. Upplýsingar lagðar fram til kynningar um tilhögun við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

3. Lagður fram listi og tillögur til framkvæmda og viðhalds fyrir árið 2012.

Hafnarstjórn ákvað að boða til aukafundar fimmtudaginn 10. nóvember 2012 kl. 17.00 í Ólafsfirði til að ræða og afgreiða neðanritað og var hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að setja upp tillögur um neðanritað fyrir fundinn í samræmi við óskir bæjarráðs.

a) Gjaldskrárhækkanir. Yfirhafnarverði er falið að leggja fram tillögur fyrir næsta fund.

b) Starfsmannahald og rekstur. Yfirhafrarverði er falið að leggja fram tillögur  um rekstrarliði fyrir næsta ár.                                                                                                                    
c) Fjárfestingar. Hafnarstjóra er falið að koma með tillögur að nýjum og nauðsynlegum fjárfestingum á árinu 2012.

d) Viðhald. Hafnarstjóra er falið að koma með tillögu að viðhaldsverkefnum fyrir árið 2012.

4. Upplýsingar frá Siglingastofnun er varðar útboð á Ólafsfirði lagðar fram til kynningar.  

4. Áætlun um öryggismál hafna lögð fram til kynningar.

5. Útboðslýsing á viðgerðum við staurabryggju lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 235. fundur - 08.11.2011

Farið yfir gögn deildarstjóra tæknideildar varðandi Eignarsjóð um framkvæmda- verk og kostnaðaráætlanir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 236. fundur - 15.11.2011

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

Niðurstaða bæjarráðs er að taka tillit til framkominna ábendinga.

Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar um tónskóla og félagsmiðstöð í Tjarnarborg.

Rætt um styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Gnýfara er tengist gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöldum og kaldavatnsinntaki af nýrri reiðskemmu að upphæð 2,9 milljónir.
Bæjarráð tekur rétt að vísa framkominni ósk til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22.11.2011

Bæjarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Hafnarsjóð.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillögu hafnarstjóra og samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í hafnarstjórn.
Skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Íbúðasjóð.
Í tengslum við tillögu að hækkun fermetraverðs húsaleigu óskaði bæjarráð eftir útreikningum á áhrifum hækkunar á húsaleigubætur.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 37. fundur - 28.11.2011

Hafnarstjóri lagði fram tillögur sínar í tengslum við fjárhagsáætlun 2012.

Hafnarstjórn fór yfir tillögurnar og samþykkti fjárhagsáætlun fyrir hafnir Fjallabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 238. fundur - 29.11.2011

Bæjarstjóri fór yfir samantekt tillagna frá nefndum, deildarstjórum og forstöðumönnum.

Bæjarráð telur rétt að hækka gjaldskrár vegna tónskólagjalda frá og með næsta skólaári og húsaleigu frá og með næstu áramótum.

Bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra falið að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar 2012 í samræmi við upphafleg markmið fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 239. fundur - 06.12.2011

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu að fjárhagsáætlun 2012.

Greinargerð með tillögu er svohljóðandi:

00 Skatttekjur
1. Útsvarsprósenta Fjallabyggðar var ákveðin 25.10.2011 og er hún óbreytt frá fyrra ári 14.48%.
2. Fasteignagjöld voru ákveðin 25.10.2011 og eru álagningarstuðlar óbreyttir frá fyrra ári.
3. Jöfnunarsjóður lækkar í heild á milli ára, en gert er ráð fyrir að hann verði 247 m.kr.

Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 eru þessar;
1. Útsvarstekjur hækka um 6 m.kr. sjá ábendingar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
2. Jöfnunarsjóður er hækkaður um 8 m.kr. vegna leiðréttingar á framlagi sjóðsins m.a. vegna lækkunar tekna af fasteingaskatti.
Var 89 m.kr. en verður 95 m.kr.
3. Heildartekjur Fjallabyggðar verða 1.672 m.kr. á árinu 2012.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afsláttur fasteignaskatts til öryrkja og eldri bæjarbúa verði óbreyttur frá árinu 2011 og að gjalddagar verði átta.

02 Félagsþjónusta
Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er -3.2 m.kr.;
1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að húsaleiga íbúðasjóðs fylgi verðlagsbreytingum á árinu og vegna hækkunar á leigustofni um 100 kr/m2 verður til þess að framlag til íbúðasjóðs verður lægra en gert var ráð fyrir í ramma.
2. Heildarútgjöld verða um 96.9 m.kr., en voru á árinu 2011, 98.1 m.kr.

Bæjarráð leggur til að leigustofn hækki um 100 kr/m2 frá og með 1. janúar og að húsaleiga breytist með verðlagsbreytingum.

03 Heilbrigðismál
Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011;
1. Heildarútgjöld verða um 5.4 m.kr., en voru á árinu 2011, 5.2 m.kr.

04 Fræðslumál
Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 2.2 m.kr.;
1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að endurskoða málaflokkinn í ljósi upplýsinga um að rekstrarkostnaður málaflokksins hækki um 19.2 m.kr., en þar á móti kemur lækkun launa um 8.9 m.kr.
Til að mæta umræddri þjónustu samþykkti bæjarráð neðanritað;
* að matur til leik og grunnskólabarna taki verðlags breytingum í takt við þjónustusamninga.
* að leikskólagjöld taki breytingum í samræmi við verðlagsbreytingar. 
* að ný verðskrá fyrir Tónskóla Fjallabyggðar taki gildi á næsta skólaári.
2. Heildarútgjöld verða um 545,7 m.kr., en voru á árinu 2011, 541.1 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar breytingar á gjaldskrám taki gildi frá og með 1.03.2012, nema í Tónskóla Fjallabyggðar sem tekur gildi frá og með 1.08.2012.

05 Menningarmál
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 3.1 m.kr. og eru skýrðar þannig;
1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að; 
* heimila stöðugildi við héraðsskjalasafnið á árinu 2012. 
* heimila aukin búnaðarkaup í bókasafn og héraðskjalasafn. 
* heimila aukin bókakaup frá fyrra ári. 
* heimila færslu á lið um jólahald yfir í umhverfismál.
2. Heildarútgjöld verða um 58.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 56.1 m.kr.

06 Æskulýðs- og íþróttamál
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 3.1 m.kr. og eru skýrðar þannig;
1. Ákvörðun bæjarráðs um 2,6 m.kr. styrk til Hestamannafélagsins Gnýfara vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.
2. Ákvörðun bæjarráðs um samning við Golfklúbb Ólafsfjarðar á síðasta ári sem og rekstur fyrir árið 2012 upp á kr. 4,5 m.kr. hafði ekki skilað sér inn í niðurstöðutölur málaflokksins.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði tillögur að frekari sparnaði sem skilaði um 4 m.kr. og eftir stóðu því 0,5 m.kr.
3. Heildarútgjöld verða um 211.6 m.kr., en voru á árinu 2011, 214.1 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar breytist á þann hátt að hækkuð verði stök gjöld, en í stað verði umtalsverð lækkun á árskortum í sund sem mun nýtast íbúum Fjallabyggðar.
Árskort í sund fyrir börn í Fjallabyggð verða því á aðeins kr. 2.000.-.

Breytingarnar eru eftirfarandi:
Sund - fullorðnir                        var        verður
stak.gjald fullorðnir                  400            500
10 miða kort                         3.000         2.000
30 miða kort                         7.500         6.000
Árskort                               20.000       15.000
Hjónakort                           30.000       25.000
Sund - börn 10-15 ára
Stakt gjald                               200            250
10 miða kort                         1.500         1.000
30 miða kort                         3.500         2.000

Árskort                                 8.000          2.000
* Sundföt, handkl. og sturta    400             500
* Eldri borgara og öryrkjar borga barnagjald í sund
Tækjasalur
Stakt gjald                           1.000          1.200
6 mánaða kort                   20.000        25.000
20 sk.kort                                             16.000
Ljósalampi                              800          1.000


07 Brunamál og almannavarnir
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 1.0 m.kr. og eru skýrðar þannig;
1. Lagt er til að samþykkt verði átak í þjálfun á mannskap fyrir almannavarnir bæjarfélagsins.
2. Heildarútgjöld verða um 34.4 m.kr. en voru á árinu 2011, 32.9 m.kr.

08 Hreinlætismál

Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 2.3 m.kr. og eru skýrðar þannig;
1. Hækkun leigu til eignasjóðs vegna gámasvæðis í Ólafsfirði.
2. Heildarútgjöld verða um 15.4 m.kr.,  en voru á árinu 2011, 12.6 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hundaleyfisgjöld taki breytingum frá og með 1.03.2012 og óskar eftir tillögum frá tæknideild bæjarfélagsins í janúar næstkomandi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið og að hann verði framlengdur á meðan verið er að byggja upp nýja gámamóttökustöð á Siglufirði og endurmeta þjónustuna við íbúa Fjallabyggðar.

09 Skipulags- og byggingarmál
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er -2.2 m.kr. og eru skýrðar þannig:
1. Minni skipulagsvinna á árinu 2012 en verið hefur.
2. Minni launakostnaður miðað við árið á undan.
3. Heildarútgjöld verða um 39.3 m.kr. en voru á árinu 2011, 48.2 m.kr.

10 Umferðar- og samgöngumál
Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
1. Heildarútgjöld verða um 86.5 m.kr., en voru á árinu 2011, 84.9 m.kr.

11 Umhverfismál
Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.

1. Heildarútgjöld verða um 41.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 37.3 m.kr.

13 Atvinnumál
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 2.1 m.kr. og eru skýrðar þannig;
1. Miklar framkvæmdir voru við girðingar á árinu 2011 og verður það ekki endurtekið.
2. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um 2.0 m.kr. í atvinnuþróunarverkefni.
3. Heildarútgjöld verða um 13.4 m.kr., en voru á árinu 2011, 12.6 m.kr.

20 Framlög til B-hluta fyrirtækja
Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.

21 Sameiginlegur kostnaður
Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
1. Heildarútgjöld verða um 125.0 m.kr., en voru á árinu 2011, 139.3 m.kr.
Lækkun á milli ára skýrist af uppgreiðslu á starfslokasamningum 2011.

22 Lífeyrisskuldbindingar
Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
1. Heildarútgjöld verða um 31.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 30.6 m.kr.

27 Óvenjulegir liðir
Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011. 

28 Fjármagnsliðir
Breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 og eru þessar helstar;
1. Lagt er til við bæjarstjórn að lántökur verði 150 m.kr. á árinu 2012, í stað 185 m.kr.
2. Fjármagnsliðir lækka í útgjaldaramma sem því nemur.
3. Bæjarráð leggur áherslu á að á verið er að greiða niður skuldir um 100 m.kr. og eru því nettó fjármögnunarhreyfingar um 50 m.kr.
4. Heildarfjármögnunargjöld verða um 149.5 m.kr., en voru á árinu 2011, 164.2 m.kr.
Lækkun á milli ára skýrist af lægri vöxtum og niðurgreiðslu lána.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila lántökur á árinu 2012 að upphæð allt að kr. 150 m.kr.

Eignasjóður
Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 1.7 m.kr.;
1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um hækkun á leigu og aukningu viðhaldsverkefna.
2. Rekstrarniðurstaða verður um 24.1 m.kr. í tekjur umfram gjöld, en voru á árinu 2011, 15.7 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í viðhald eignarsjóðs verði varið í allt um 26.5 m.kr. á árinu 2012, en voru í áætlun 2011 um 18.4 m.kr.

Hafnarsjóður
Engar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
1. Hafnarstjórn tók ákvörðun um framkvæmdir fyrir um 21.3 m.kr. á árinu 2012.
2. Hafnarstjórn lagði áherslu á ákveðin viðhaldsverkefni og voru þau samþykkt.
3. Rekstrarniðurstaða verður jákvæð um 7.7 m.kr., en var á árinu 2011 jákvæð um 8.6 m.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila hafnarstjórn að hækka sína gjaldskrá vegna verðlagsbreytinga á árinu 2012, að ósk hafnarstjórnar.

Íbúðasjóður
Óverulegar breytingar frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011.
1. Ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2011 um að húsaleiga fylgi verðlagsbreytingum á árinu og vegna hækkunar á leigustofni um 100 kr/m2 þýðir að framlag málaflokks félagsmála til íbúðasjóðs er lægra en gert var ráð fyrir í ramma.
2. Heildarútgjöld verða um 12.2 m.kr., en voru á árinu 2011, 12.8 m.kr.

Veitustofnun
Breyting frá ramma sem ákveðin var 25.10.2011 er 7.8 m.kr.;
1. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í fjárfestingar verði varið 16.0 m.kr. á árinu 2012.
2. Heildarútgjöld verða um 31.6 m.kr., en voru á árinu 2011, 40.2 m.kr.

Sérstök bókun til áréttingar vegna framkvæmda á árinu 2012.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárfestingar verði í allt um 295.0 m.kr. á árinu 2012, en voru í áætlun 2011 um 150 m. kr. nettó.

Í tillögu að fjárhagsáætlun 2012 er gert ráð fyrir heildartekjum  að upphæð 1672 milljónir.

Gjöld eru áætluð 1601 milljón, fjármagnsliðir 61 milljón og rekstrarniðurstaða 10 milljónir í tekjur umfram gjöld.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2012 og fjárhagsáætlun 2013 - 2015 til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 07.12.2011

Bæjarstjóri flutti eftirfarandi stefnuræðu með tillögu að fjárhagsáætlun 2012.


I.      Inngangur.

Frumvarp fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 er hér lagt fram til fyrri umræðu miðvikudaginn 7. desember 2011 en síðari umræðan verður miðvikudaginn 14. desember nk.

Á bæjarráðsfundi 13. desember n.k. verða ræddar tillögur að breytingum sem bæjarfulltrúar hyggjast gera á milli bæjarstjórnafunda.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 hefur verið undirbúin af fulltrúum allra framboða í bæjarstjórn Fjallabyggðar og baklandi þeirra.
Það er vert að hafa í huga að ekki var hægt að verða við öllum framkomnum óskum við gerð áætlunar fyrir árið 2012.
Ég tel fulla ástæðu til að fagna ágætu samstarfi sem tekið var upp í bæjarráði og bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir tvö síðustu ár.  
Hér var enn og aftur tekist á við breytingar á framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Efnahagslægðin sem sveitarfélög á Íslandi hafa tekist á við mun ganga yfir, en það er ljóst að árið 2012 verður erfitt rekstrarár og hið sama má segja um fyrri hluta ársins 2013.
Þetta verða erfið ár en bæjarfélagið mun takast á við önnur viðfangsefni síðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur hér með fram tillögur að framtíð samfélagsins með þeirri áætlun sem hér er fylgt úr hlaði. Samstaða er um neðanritað í bæjarráði;

  1. Bæjarráð hefur sannreynt stöðu bæjarfélagsins.
  2. Bæjarráð hefur lagt mat á þróun og breytingar næstu þrjú árin.
  3. Bæjarráð hefur valið á milli verkefna til að ná fram settum markmiðum.
  4. Bæjarráð leggur ríka áherslu á samstöðu meðal stjórnenda, starfsmanna og fagráða er varðar rekstur og framkvæmdir til ársins 2015.

Bæjarráð leggur því  hér í dag fram fyrir bæjarstjórn niðurstöður sínar sem og stjórnenda, starfsmanna og fagnefnda Fjallabyggðar þ.e. fjárhagsáætlun fyrir 2012.

Í henni koma fram tillögur er byggja á forsendum sem bæjarráð setti í upphafi áætlunargerðar fyrir árið 2012 sem og með áherslum sem komu fram við gerð þriggja ára áætlunar á síðasta ári.

Tekið var á þeim áherslum og breytingum sem fagnefndir og deildarstjórar lögðu fram. Rétt er að þakka fagnefndum bæjarfélagsins mikla vinnu fyrir vel framsettar tillögur í góðu samstarfi við deildarstjóra bæjarfélagsins.

II.      Almenn atriði.

Tillaga að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar var samþykkt af bæjarráði og var hún lögð fram með greinargerð og starfsáætlunum Fjallabyggðar sem unnar voru af deildarstjórum bæjarfélagsins eftir umræður í fagnefndum.

Vinnuferlið greinir frá því hvernig verklagi og starfsháttum starfsmanna og kjörinna fulltrúa skuli háttað við undirbúning að tillögu að fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2012. Í upphafi áætlunargerðar voru settir rammar að fjárhagsáætlun næsta árs fyrir hvern málaflokk og deildir. Við setningu fjárhagslegra ramma var við það miðað að kostnaðar tæki mið af minna fjármagni frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bæjarráð ákvað að skoða útgjöld og þar með rekstur þriggja deilda sérstaklega en það var rekstur leikskóla og framlög til menningar-, íþrótta- og tómstundamála.

Náið samráð deildarstjóra var haft við aðalbókara, launafulltrúa, skrifstofu- og fjármálastjóra, bæjarstjóra og endurskoðanda við gerð tillagna til fjárhagsáætlunar og við undirbúning.

Í fyrstu drögum að frumvarpi til fjárhagsáætlunar, vinnuplani sem var til umræðu í bæjarráði 25.10.2011  samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að leggja fram tillögu að útgjaldaramma fyrir árið 2012.                                                                                
Á fundi sínum samþykkti bæjarráð að vísa umræddri tillögu til umfjöllunar í fagnefndum. Deildarstjórum var falið að vinna náið með sínum fagnefndum en einstakar tillögur voru settar fram til umræðu og yfirferðar í bæjarráði. Í ljósi minni tekna var strax ákveðið að mæta samdrætti á árinu með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana þar á meðal aðhaldi í launum.

Eftir fund bæjarráðs þann 29.11.2011 settust deildarstjórar aftur yfir sínar tillögur og gerðu á þeim breytingar sem samþykktar voru á fundi bæjarráðs 6.12.2011 og verða hér einnig til umræðu og afgreiðslu í takt við bókanir sem gerðar voru á þeim fundi.

Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögur um breytingar á starfsmannahaldi bæjarfélagsins á árinu 2012.

1.      Ráðinn verður starfsmaður í hlutastarf við héraðsskjalasafnið í tengslum við atvinnuátak.
2.      Gert er ráð fyrir fækkun á stöðugildum leikskólans á árinu.
3.      Fækkun verður á stöðugildum grunnskólans.                                                    

Rétt er að minna á að deildarstjórum er heimilt að lækka starfshlutfall einstakra starfsmanna að höfðu samráði við fagnefndir en bæjarráð leggur hinsvegar megin þunga á aðhald innan einstakra stofnana frekar en fækkun starfsmanna.

Forsendur tekjuhluta frumvarpsins eru því þessar fyrir árið 2012.

  • Útsvar er og verður 14.48% fyrir árið 2012.

·        Fasteignagjöld verða sem hér segir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarstofnar fyrir árið  2012 verði óbreyttir.

Heiti.

2009

2010

2011

2012

Fasteignaskattur skv. a.lið

0.40%

0.44%

0,49%

0.49%

Fasteignaskattur skv. b.lið

1.32%

1.32%

1.32%

1.32%

Fasteignaskattur skv. c.lið

1.65%

1.65%

1.65%

1.65%

Lóðaleiga

1,5 %

1,5 %

1.9%

1.9%

Lóðaleiga fyrirtækja

5.0%

5.0%

5.0%

5.0%

Vatnsskattur, skv. a.lið

0.3 %

0.3 %

0.35

0.35%

Vatnsskattur, skv. b.lið  

0.3 %

0.3 %

0.35%

0.35%

Aukavatnsgjald

11

13

13

13

Holræsagjald skv. a.lið

0.27 %

0.3 %            

0.36%            

0.36%

Holræsagjald skv. b.lið

0.27 %

0.3 %            

0.36%

0.36%

Sorphirðugjald

11.500

19.500          

25.400            

25.400

Sorpeyðingargjald

      

III.       Meginforsendur áætlunar fyrir árið 2012 eru;

Tekjuáætlun - samanburður - aðalsjóður.

Áætlun um skatttekjur byggist á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum sbr. lög nr. 122/1996 um breytingu á lögum nr. 4/1995 og 79/1996.

Skatttekjur Fjallabyggðar skiptast í útsvar, fasteignaskatt og  framlag úr Jöfnunarsjóði.  

Útsvar.

Í fjárhagsáætlun ársins er miðað við að álagningar prósenta útsvars verði óbreytt á milli ára eða 14.48% eins og áður hefur komið fram.  Í samanburði milli ára verður þetta þannig;

Rauntölur 2009

Raunt. 2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

712.827.500

736.962.403

762.000.000

764.404.000

Á fundi bæjarráðs 6.12.2011 var lagt til að tekjur útsvars fyrir árið 2012 væru hækkaðar um 6 m.kr. í samræmi við útreikninga frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

Fasteignaskattur.

Fjárhagsáætlun miðar  við áður gefnar forsendur sem farið var yfir hér að framan.
Samanburður á fasteignaskatti gefur til kynna þessa útkomu og samanburð á milli ára;

Rauntölur 2009

Raunt. 2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

82.762.636

85.501.547

87.916.000

96.896.000

Um er að ræða hækkun á fasteignamati milli ára, en ekki aukningu á tekjum vegna hækkunar á skattstofnum bæjarfélagsins, þeir eru óbreyttir.

Samanburður á lóðarleigu.

Raunt. 2009

Raunt. 2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

30.274.205

30.428.580

34.129.000

36.300.000

Samanburður á Jöfnunarsjóði.

Rauntölur 2009

Raunt. 2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

318.974.492

312.758.000

254.04.000

247.000.000

Á fundi bæjarráðs 06.12.2011 var lagt til að tekjur Jöfnunarsjóðs  fyrir árið 2012 væru hækkaðar um 8 m.kr. vegna hækkunar á hlut ríkisins í greiðslu  jöfnunar í fasteignaskatti til bæjarfélaga.

Samanburður á öðrum tekjum.

Rauntölur 2009

Raunt.  2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

311.838.450

310.557.634

340.292.000

356.168.000

Heildartekjur aðalsjóðs.

Samanburður á heildartekjum.

Rauntölur 2009

Raunt. 2010

Áætlun 2011

Áætlun 2012

1.426.403.078

1.445.779.584

1.458.793.000

1.487.401.000

Heildartekjur aðalsjóðs voru þannig samþykktar á fundi bæjarráðs 6.12.2011.

Samanburður á skatttekjum.

Á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 25.10.2011 var fjárhagsrammi fyrir árið 2012 samþykkur eins og áður hefur komið fram og honum vísað til fagnefnda, forstöðumanna og deildarstjóra til úrvinnslu. Heildaráætlun var samþykkt eftir yfirferð og breytingar þann 6.12.2011 og ítarlega skoðun í bæjarráði 29.11.2011.

Helstu áherslur sem komu fram á þessum fundum voru þessar;

  1. Að tryggt sé að rekstur málaflokka taki mið af raunverulegum tekjum.
  2. Að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð öll árin.
  3. Að veltufé frá rekstri miðist við um 10% .
  4. Að fjármögnunarhreyfingar miðist við að greiða niður skuldir um 100 m.kr.
  5. Að til fjárfestinga verði varið um 295 m.kr. á árinu 2012.
  6. Að til fjárfestinga verði varið um 285 m.kr. á árinu 2013.
  7. Að til fjárfestinga verði varið um 110 m.kr. á árunum 2014 - 2015.
  8. Að lántaka miðist við að handbært fé verði um 100 m.kr. öll árin.

Öllum þessum áherslum hefur verið náð og má hér nefna t.d. að;

Breytingar á handbæru fé Fjallabyggðar koma fram í áætlun á milli ára þannig;

Vert er að minna á að handbært fé í upphafi árs 2011 var 270.253.000.-

Gert er ráð fyrir að handbært  fé í ársbyrjun 2012 verði      189.538.000.-
Gert er ráð fyrir að handbært fé í ársbyrjun 2013 verði       136.041.000.-
Gert er ráð fyrir að handbært fé í ársbyrjun 2014 verði         96.099.000.-
Gert er ráð fyrir að handbært fé í ársbyrjun 2015 verði       126.938.000.-

Breyting á veltufé frá rekstri verður um og yfir 11 % öll árin.

Aðrar áherslur í áætlun ársins voru þessar;

1.      Búið er að yfirfara launaáætlanir.
2.      Búið er að yfirfara innri leigu inn í reiknilíkani bæjarfélagsins.
3.      Búið er að setja fram tillögur til hagræðingar inn í reiknilíkanið.
4.      Búið er að yfirfara og skoða gjaldskrár og leggja fram tillögur um breytingar.
5.      Búið er að leggja fram tillögur um fjárfestingar fyrir árin 2012 - 2015.
6.      Búið er að koma fram með tillögur um viðhaldsverkefni fyrir næsta fjárhagsár og ramma fyrir árin 2013 til 2015.

Megin áherslur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2012 - 2015 koma úr málefnasamningi meirihlutans;

  • Að fjárfestingar fari ekki fram úr veltufé frá rekstri til ársloka 2015, sem er áætlað að verði samtals um 850 m.kr.
  • Að til skólabygginga verði varið um 400 m.kr. af umræddri heildarupphæð.
  • Að skuldir A og B- hluta verði undir 60% af skuldaþaki í lok kjörtímabilsins.

Fari fjárfesting 5 m.kr. eða 10% fram úr áætlun þarf að fara í niðurskurð.

Gjaldaáætlun.

Launakostnaður er sem fyrr langstærsti einstaki útgjaldaliður rekstrar, þá vöru- og þjónustukaup, ýmsar millifærslur og aðrar tilfærslur og loks fjármagnskostnaður. Rétt er að minna á að nú liggja fyrir nýir kjarasamningar og er tekið tillit til launabreytinga í áætlun ársins sem og í áætlun til næstu þriggja ára.

Gjaldskrár.

Ljóst er að tillögur hafa komið fram um breytingar á gjaldskrám en bæjarráð tók þær til umræðu og skoðunar á fundi sínum 29.11.2011 og afgreiddi bókanir þann 6.12.2012 samhljóða og vísast hér í þær bókanir.

Þar er lagt til að gjaldskrár bæjarfélagsins taki nokkrum breytingum sem miðast fyrst og fremst við verðlagsbreytingar.

Framsetning fjárhagsáætlunar.

Fjárhagsáætlun 2012 er hér sett fram og verður gefin út í samræmi við bókhaldslykil sbr. reglugerð nr. 944/2000 með síðari breytingum og felst m.a. í að tekjur og gjöld, eignir og skuldir eru flokkaðar í A og B hluta í fjárhagsáætluninni.

Í A-hluta er aðalsjóður sveitarfélagsins og stofnanir er sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum.

Í B-hluta eru stofnanir sveitarfélagsins sem eru í eigu sveitarfélagsins, en eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.

Í frumvarpi fjárhagsáætlunarinnar eru reiknaðar millifærslur á milli eignasjóðs og deilda vegna leigu húsnæðis, afskriftir eru reiknaðar og áfallnar lífeyris-skuldbindingar metnar.

Um er að ræða tölulegar upplýsingar fyrir árið 2012 og þriggja ára fjárhagsáætlun til að uppfylla lög og reglur.

IV.       Einstakir málaflokkar.

Helstu niðurstöður frumvarpsins í samanburði við áætlun ársins í ár þ.e. 2011 í þúsundum króna eru að heildartekjur, skatttekjur og aðrar tekjur, eru áætlaðar 1.671.857.- en voru áætlaðar 1.665.534.- á árinu 2011.

Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.160,824.- og þar af reiknaðar afskriftir 114.585.-.

Heildarútgjöld voru 1.627.048.- og þar af reiknaðar afskriftir 109.710.- á árinu 2011.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 46,4 m.kr. og fyrir samstæðuna um 10,4 m.kr. sem er betri árangur en á árinu sem nú er að líða og er þá miðað við áætlun.

Lögð er áhersla á miklar framkvæmdir á árinu 2012 og 2013 og lántökur þeim samfara, en ekki síður á niðurgreiðslu lána á sama tíma.

Áherslur næstu tveggja ára                                         2012.                     2013.

Í eignfærða fjárfestingu verður varið         kr.       295.000.000.-        285.000.000

Afborgun lána                                              kr.       100.000.000.-                    100.000.000.-
Tekin langtímalán                                                kr.         150.000.000.-      150.000.000-

Íbúðarhúsnæði.

Gert er ráð fyrir hækkun húsaleigu á árinu í samræmi við breytingar á vísitölu og er hér vísað í bókun bæjarráðs frá 06.12.2011.

Bæjarráð hefur samþykkt að íbúðir verði á söluskrá og að núverandi íbúar hafi forkaupsrétt að þeim.

Ekki er hinsvegar gert ráð fyrir söluhagnaði í fjárhagsáætlun 2012 þ.e. í framlagðri áætlun.

·        Bæjarráð hefur nú yfirfarið vinnuskjöl og samþykkt samhljóða á fundi sínum þriðjudaginn  06.12.2011 að vísa tillögunni um fjárhagsáætlun 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn hér í dag.

Hér verður farið yfir einstaka málaflokka bæjarsjóðs og stofnana Fjallabyggðar.

00 Skatttekjur.

Eins og kom fram hér að framan þá hefur bæjarstjórn samþykkt óbreytt útsvar og óbreytta álagningastuðla í fasteignaálagningu fyrir árið 2012.

Álagningarstuðlar fasteignagjalda, fasteignaskatts og lóðarleigu eru settir fram í frumvarpinu eins og þeir voru samþykktir af bæjarráði þ.e. óbreyttir frá fyrra ári.

02 Félagsþjónusta.

Til þessa málaflokks er varið um 96.9 m.kr. á árinu, en 98.1 m.kr. í áætlun 2011.

Í starfsáætlun tekur Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri meðal annars fram að félagsþjónustusvið fari með málefni félagsþjónustu skv. lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnavernd skv. lögum um vernd barna og ungmenna nr. 80/2002 og félagsleg húsnæðismál skv. lögum um húsnæðismál nr. 44/1998. Auk þess fer félagsþjónusta Fjallabyggðar með málefni fatlaðra samkvæmt samningi við Byggðasamlag SSNV.

Starfsáætlun félagsþjónustunnar er nákvæm og vísast hér til hennar, en þar er lögð áhersla á að markmið séu sett fyrir alla málaflokka sviðsins.

03 Heilbrigðismál.

Til þessa málaflokks er varið um 5.4 m.kr. á árinu, en 5.2 m.kr. í áætlun 2011.

04 Fræðslu og uppeldismál.

Á árinu 2012 er gert ráð fyrir að 545.7 m.kr. fari til fræðslumála, en 541.1 m.kr. í áætlun 2011.

Til að mæta umræddri þjónustu samþykkti bæjarráð neðanritað sérstaklega;
* að matur til leik og grunnskólabarna taki verðlags breytingum í takt við þjónustusamninga.
* að leikskólagjöld taki breytingum í samræmi við verðlagsbreytingar.
* að ný gjaldskrá fyrir Tónskóla Fjallabyggðar taki gildi á næsta skólaári.

Í starfsáætlun sinni  tekur Karitas Skarphéðinsdóttir Neff fræðslu og menningarfulltrúi meðal annars fram.

”Skólastarf í Fjallabyggð er metnaðarfullt, framsækið og skilvirkt og í góðum tengslum við atvinnulíf, náttúru og menningu svæðisins. Fræðslustofnanir í Fjallabyggð veita nemendum góða menntun sem nýtist þeim vel í lífi og starfi og stuðlar að þroska þeirra, árangri og vellíðan. Skólastarfið er fjölbreytt og skemmtilegt og vekur áhuga á námi og þekkingaröflun. Námið er miðað við þarfir og getu hvers og eins og umburðarlyndi og víðsýni eru höfð að leiðarljósi.“

05 Menningarmál.

Áætlaður kostnaður við málaflokkinn er 58.7 m.kr. á næsta ári, en gert var ráð fyrir 56.1 m.kr. á árinu 2011.

Bæjarráð ákvað á fundi sínum 6.12.2011 sérstaklega að;
* heimila stöðugildi við héraðsskjalasafnið á árinu 2012.
* heimila aukin búnaðarkaup í bókasafn og héraðskjalasafn.
* heimila aukin bókakaup frá fyrra ári.
* heimila færslu á lið um jólahald yfir í umhverfismál.

Í starfsáætlun kemur m.a. annars fram.

”Fjallabyggð stefnir að því að verða leiðandi aðili í menningarstarfi í sveitarfélaginu með stuðningi og hvatningu til þeirra sem starfa að menningarmálum.“

Menningarnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirtalda styrki en styrkur að upphæð 6.000.000 kr. til Síldarminjasafns Íslands var samþykktur á árinu til tveggja ára.

Einnig er lagt til að Síldarævintýrið fái 2.000.000 kr. á árinu 2012 þar sem hátíðin heppnaðist sérlega vel árið 2011.
Frekari umfjöllun um menningarstyrki fyrir árið 2012 er vísað í starfsáætlun.

06 Æskulýðs- og íþróttamál.

Gert er ráð fyrir framlagi 211.6 m.kr. á árinu en það var á árinu 2011, 214.1 m.kr..

Bæjarráð ákvað sérstaklega um 2,6 m.kr. styrk til Hestamannafélagsins Gnýfara vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.

Bæjarráð leggur einnig til við bæjarstjórn að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar breytist á þann hátt að hækkuð verði stök gjöld, en í stað verði umtalsverð lækkun á árskortum í sund sem mun nýtast íbúum Fjallabyggðar.
Árskort í sund fyrir börn í Fjallabyggð verða því á aðeins kr. 2.000.-.

Frekari útfærsla kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem og í starfsáætlun málaflokksins sem unnin er af Gísla Rúnari Gylfasyni íþrótta og tómstundafulltrúa.

” Lögð er fram tillaga að fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir íþrótta- og tómstundamál..“

Nefndin setti upp fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn og tekið var mið af ramma ársins með frávikum. Um samþykkta styrki er vísað  í starfsáætlun.

07 Brunamál og almannavarnir.

Framlag til málaflokksins er 34.4 m.kr. á árinu 2012. en var árinu 2011, 32.9 m.kr.

Áætlunin hækkar á milli ára vegna námskeiðshalds fyrir aðila sem taka að sér hjálparstörf á vegum almannavarnarnefndar.

08 Hreinlætismál.

Málaflokkurinn tekur til sín framlag að upphæð 15.4 m.kr. en voru á árinu 2011, 12.6 m.kr.
Hækkunin á milli ára er tilkomin vegna innri-leigu til eignasjóðs vegna gámasvæðis í Ólafsfirði. Vísast hér og í starfsáætlun Ármanns Viðars Sigurðssonar deildarstjóra tæknideildar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hundaleyfisgjöld taki breytingum frá og með 1.03.2012 og óskar eftir tillögum frá tæknideild bæjarfélagsins í janúar næstkomandi. Einnig leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið og að sá samningur verði framlengdur á meðan verið er að byggja upp nýja gámamóttökustöð á Siglufirði og endurmeta þjónustuna við íbúa Fjallabyggðar.

09 Skipulags og byggingarmál.

Áætlaður kostnaður er 39.3 m.kr. en var 48.2 m.kr. á árinu 2011.

Um er að ræða mun minni vinnu við skipulag bæjarfélagsins sem og lægri launakostnað á milli ára. Vísast hér og í starfsáætlun deildarstjóra tæknideildar.

10 Umferðar og samgöngumál.

Gert er ráð fyrir 86.5 m.kr. en var 84.9 m.kr. á árinu 2011.
Vísast hér og í starfsáætlun deildarstjóra tæknideildar.

11 Umhverfismál.

Í umhverfismál er varið 41.7 m.kr., en voru 37.3 m.kr. á árinu 2011.
Vísast hér og í starfsáætlun deildarstjóra tæknideildar..

13 Atvinnumál.

Áætlað framlag er 13.4 m.kr., en voru 12.6 m.kr. á árinu 2011.

21 Sameiginlegur kostnaður.

Til sameiginlegs kostnaðar verður varið um 125.0 m.kr. á árinu 2012 en um er að ræða umtalsverða lækkun vegna starfslokasamninga sem voru til greiðslu á árinu 2011 en þá voru útgjöldin um 139.3 m.kr.
Vísast hér í starfsáætlun Ólafs Þórs Ólafssonar, skrifstofu- og fjármálastjóra.

28 Fjármagnsliðir.

Gert er ráð fyrir 149.5 m.kr. í fjármagnsliði og er um að ræða mikla lækkun á milli ára, en á árinu 2011 voru fjármagnsliðir um 164.2 m.kr.

Sjóðir í B-hluta.

41 Hafnasjóður.

Hafnarsjóður skilar nú 85,4 m.kr. í tekjur og eru laun um 32.3 m.kr. en annar rekstrarkostnaður er samtals um 72.1 m.kr. Reksturinn stendur því vel og er jákvæður um 7.7 m.kr.

Ráðist verður í fjárfestingar fyrir um 21.3 m.kr. á árinu 2012.

Fram komu óskir um að hækka þyrfti gjaldskrá til samræmis við verðlagsbreytingar. Tillagan var samþykkt af hafnarstjórn og bæjarráði.

61 Íbúðasjóður.

Skrifstofu- og fjármálastjóri tekur fram í starfsáætlun fyrir íbúðalánasjóð að félagsmálanefnd hafi tekið við hlutverki húsnæðisnefndar eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar.  

Niðurgreiðslur félagslega íbúðakerfisins er fyrirferðamikill hluti af kostnaði félagsþjónustunnar og félagsmálanefnd hefur lagt áherslu á að sá kostnaður verði lækkaður á komandi ári.

Bæjarráð tók ákvörðun á fundi sínum 29.11.2011 um að húsaleiga ætti að fylgja verðlagsbreytingum á árinu og einnig  hækkun á leigustofni um 100 kr/m2 sem þýðir í raun að framlag málaflokks félagsmála til íbúðasjóðs verður lægra en gert var ráð fyrir í upphafi.                                                                                                                                   Útgjöld fyrir Íbúðasjóð á árinu 2012 verða um 12.2. m.kr. en var um 12.8 m.kr. á árinu 2011.

65 Veitustofnun.

Heildarútgjöld verða um 31.6 m.kr., en voru á árinu 2011, 40.2 m.kr.
Dregið hefur verið úr umsvifum þjónustumiðstöðvar á árinu 2011.
Helstu forsendur sem teknar voru til skoðunar við yfirferð veitna  voru þessar;
·        Hækkun á gjaldskrám fylgi verðlagi.
·        Sparnaður og lækkun rekstarkostnaðar  samræmi við óskir.
·        Að halda fjárfestingum í samræmi við gefin ramma.

65 - 20 Fráveita.

Holræsagjald verður óbreytt á milli ára eða 0.36%.

65 - 30 Vatnsveita.

Lagt er til að vatnsskattur verði óbreyttur milli ára eða 0.35%.

Skuldastaða.

Skuldir Fjallabyggðar munu aukast á árinu 2012 um 50 m.kr. sem er ekki óeðlilegt þegar tekið er tillit til þess að fjárfestingar bæjarfélagsins verða um 295 m.kr.

Bæjarfélagið mun greiða niður lán um 100 m.kr. og taka lán sem nemur 150 m.kr.    
Á næsta ári þ.e. 2013 mun bæjarfélagið taka um 150 m.kr. að láni til viðbótar en  greiða niður lán á því ári um 100 m.kr eins og fram hefur komið. Miðað er við að lántökur fari fram hjá Lánasjóði sveitarfélaga.  

Rétt er að minna á að margt jákvætt hefur verið að gerast í okkar bæjarfélagi á árinu sem er að líða, enda var ráðist í miklar framkvæmdir fyrir um 150 m.kr. nettó á árinu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur sameinast um að koma góðum málum í verk.

Rekstur bæjarfélagsins er í jafnvægi og er fjárhagsstaðan góð miðað við aðstæður eins og kemur fram í áætlun ársins og rekstri síðustu tveggja ára.

Komi fram ábendingar um útgjöld eða aðrar áherslur við umræðu hér á eftir er lagt til að þeim málum verði vísað  til fundar bæjarráðs þann 13.12.2011 og síðan til afgreiðslu þann 14.12.2011 þ.e. fyrir aðra umræðu í bæjarstjórn.

Niðurlag.

Niðurstaða fjárhagsáætlunar við fyrri umræðu er að handbært fé frá rekstri verði í árslok 2011, 136.0 m.kr. og veltufé frá rekstri er yfir 10% og má því halda því fram  að öll vinna við áætlunina hafi gengið eftir, en lítum betur á helstu niðurstöður í prósentum.

Skatttekjur verða                              52.3 %                        
Framlag jöfnunarsjóðs verður            14.8%              
Aðrar tekjur verða                            33.0%              
Laun og launatengd gjöld verða        52.9%              
Annar rekstrarkostnaður verður         35.9%              
Afskriftir verða                                    6.9%                        
Fjármagnsliðir nettó verða                   3.6%
Veltufé frá rekstri verður                   11.4%  eða eins og lagt var upp með af bæjarráði.
Fjárfestingarhreyfingar verða            -17,5%

Heildareignir í þúsundum króna á hvern íbúa er nú um 1.764 og heildar skuldir á íbúa eru um 591 þús. kr. á hvern íbúa.

Veltufjárhlutfall samstæðunnar þ.e. fyrir A- og B-hluta er 1.15.
Eiginfjárhlutfall er 0.47 fyrir samstæðuna.
Fá sveitarfélög búa við slíkt rekstrarumhverfi.

Bæjarráð lagði þunga áherslu á að vernda grunnþjónustu bæjarbúa sem og að styðja við atvinnustarfsemi bæjarbúa með framkvæmdum á árinu 2012 og hefur þeim markmiðum verið náð.

Bæjarstjóri vill hér í lokin þakka bæjarfulltrúum Fjallabyggðar í bæjarráði fyrir gott samstarf við undirbúning á áætlun fyrir árið 2012.

Vinnan við áætlun ársins gekk vel og er rétt að árétta þakkir til nefndarfólks bæjarfélagsins, deildarstjóra og sérstaklega skrifstofu- og fjármálastjóra fyrir góðan undirbúning og samvinnu við áætlunargerð ársins.

Samhugur, velvild og eindrægni með áherslur á velferð bæjarbúa einkenndu forsendur og niðurstöður bæjarfulltrúa Fjallabyggðar í bæjarráði í erfiðu árferði.

Það er von mín og vissa að bæjarstjórn Fjallabyggðar hafi það eitt að leiðarljósi að huga vel að umgjörð allra bæjarbúa á góðum sem og erfiðum tímum.

Að lokinni umræðu hér á eftir tel ég rétt að bæjarstjórn vísi fjárhagsáætlun 2012 til síðari umræðu bæjarstjórnar sem verður 14.12.2011 sem og áætlun bæjarfélagsins til næstu þriggja ára eins og lög gera ráð fyrir "

Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólafur H Marteinsson og Ingvar Erlingsson.

Var bæjarstjóra og starfsmönnum sem komu að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 sem og nefndarfólki Fjallabyggðar færðar þakkir fyrir góðan undirbúning og greinargóða framsetningu á áætlun ársins.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa breytingartillögum til umfjöllunar í bæjarráði milli umræðna.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 til síðari umræðu í bæjarstjórn 14. desember.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13.12.2011

Við fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar og að ósk bæjarstjóra, komu fram ábendingar um eftirtalin mál sem þyrfti að ræða í bæjarráði 13.12.2011 og taka til skoðunar á milli umræðna. Málin voru rædd og þeim vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn við síðari umræðu.

1.      Tillaga frá minnihluta bæjarstjórnar frá fyrri umræðu þ.e. frá 7.12.2011 um breytingar á viðmiðunaraldri úr 16 árum í 18 ár á afslætti á sundstöðum.

Samþykkt samhljóða.

2. Tillaga frá minnihluta um hækkun á húsaleigu.

Tillaga fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2012.

       Í stað hækkunar á grunnverði íbúðar í Íbúðarsjóði  úr kr. 641m2 í  kr. 741m2 + 4% verðlagsbreytingar, er lagt til að hækkunin miðist við kr. 641m2 í kr. 691m2 +4% verðlagsbreyting.
Um er að ræða 2.0 m.kr. minni tekjur í leigu fyrir bæjarfélagið miðað við framkomna tillögu.

Tillaga felld með 2 atkvæðum gegn 1.

3.      Útboð á Saurbæjarás, fyrsti hluti.
Áætlaðar kostnaður er um 22 m.kr. og áætlaðar tekjur 15 m.kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir lóðarhöfum á árinu 2012.
Komi fram vilji til byggingarframkvæmda á svæðinu verður verkið boðið út.

Framkvæmdin er þó háð neðanrituðu.

·        Að raunverulegur áhugi sé á lóðum á umræddum svæði

·        Að áhugi sé fyrir verkinu hjá verktökum á svæðinu

·        Að áætlaðar tekjur muni innheimtast á framkvæmdartíma

Verktími miðist hins vegar við að hlutur bæjarfélagsins 7 m.kr. greiðist á árinu 2013.
Samþykkt samhljóða.

4.      Samningur við Valló ehf.  
Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.

·        Lagt er til við bæjarstjórn að umræddur samningur verði tekinn til skoðunar strax eftir áramót sjá 6. lið um hugmyndir um  heildaruppbyggingu á hóteli við höfnina

Lögð er áhersla á neðanritað:

·        Uppsetning á nýrri lyftu á skíðasvæði Fjallabyggðar

·        Sérstakar merkingar á snjóflóðahættusvæðum

·        Uppsetning og kaup á tölvu og kerfum fyrir rekstur skíðasvæðisins

·        Samningur vegna snjóflóðahættumats á skíðasvæði bæjarfélagsins

·        Stækkun á  lyftuskúr á efra svæðinu

·        Framlag frá aðilum í framkomin verkefni

*    Tengdar hugmyndir um heildarlausn við uppbyggingu á hóteli og golfvelli á Siglufirði, sjá 6. lið.

5.   Samningar um uppbyggingu golfvallar á Siglufirði.

Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.

* Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá samningum í samræmi við framkomin markmið og í samræmi við áherslur Rauku ehf. um uppbyggingu á

frístundaiðkun í bæjarfélaginu með tilkomu nýs hótels við höfnina.

6. Mál er varðar lóð undir Hótel við höfnina.                

Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.

6.a. Bæjarráð hefur nú þegar samþykkt að lóð verði skipulögð á þessum stað.

6.b.  Bæjarráð hefur nú þegar samþykkt skipulag fyrir umrædda lóð svo koma megi umræddri hugmynd til framkvæmda.

6.c.  Bæjarráð hefur samþykkt að Rauðka ehf. fái umrædda lóð til leigu og afnota.

6.d.  Bæjarráð telur rétt að leggja til við bæjarstjórn neðanritað.

6.e  Komi fram formleg ósk um byggingarleyfi á árinu 2012 og upplýsingar um framkvæmdartíma með byggingarnefndarteikningum verður ráðist í framkvæmdir við stækkun umræddrar lóðar á árinu.

6.f  Bæjarfélagið mun í samræmi við fyrri ákvarðanir úthluta lóðinni með formlegum hætti og innheimta gatnagerðargjald sem mun standa undir framkvæmdum við stækkun lóðarinnar og gera hana þannig úr garði að hún sé byggingarhæð.

6.g  Gatnagerðargjaldið mun standa undir umræddum framkvæmdum við undirbúningsframkvæmdir

6.h  Bæjarstjórn mun legga til fjármagn til lagfæringar á umhverfi, vatnsveitu og fráveitu í áætlun fyrir árið 2013.

6 i  Bæjarráð leggur áherslu á að frekari framkvæmdir við skíðasvæði og golfvallarsvæði á Siglufirði er bundið þessari framkvæmd, samanber tillögur, hugmyndir, óskir og áform Rauðku ehf.

7.      Lækkun á fasteignaskatti, tillaga frá síðasta ári. Færist til ársins 2014.

Árið 2014 þá verði fasteignaskattur lækkaður úr 0.49% í 0.45% og lóðarleiga úr 1.9% í 1.5%.

·        Lækkun vegna fasteignaskatts er um 3.5 m.kr og vegna lóðarleigu um 3.0 m.kr. á ársgrundvelli.
Samþykkt samhljóða.

8.    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að styrkur vegna öldungamóts í blaki verði aukinn um kr. 200 þúsund, enda er gert ráð fyrir 1.5 m.kr. í tekjur þessa helgi í fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvar bæjarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

9.      Bæjarráð leggur til að húsaleigusamningur við karlakórinn á Siglufirði verði tekinn með inn í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.

10.   Bæjarráð hefur samþykkt styrk til hestamanna vegna reiðskemmu að uppæð 2.375 m.kr.

11.   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lokið verði við breytingar á yfirstjórn bæjarfélagsins með útgáfu og lagfæringum á skipuriti bæjarfélagsins. Verkinu verði lokið fyrir 1.06.2012.
Sett verði í áætlun 0.6 m.kr. fyrir ráðgjöf.
Samþykkt samhljóða.

12. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur um snjóflóðaeftirlit fyrir árið 2012 verði framlengdur og staðfestur.
Samþykkt samhljóða.

13. Bæjarráð gerir ráð fyrir framlagi frá Brunabótafélagi Íslands á árinu 2012 að upphæð 4.0 m.kr.
Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð hefur með yfirferð og framsettri áætlun fyrir árið 2012 lagt áherslu á málefni sem samkomulag og eining er um á milli framboða og í samræmi við starfsáætlanir fagnefnda og deildarstjóra.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 14.12.2011

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson fór yfir áherslur og niðurstöður bæjarráðs, sjá fundargerð frá 13.12.2011 sem og umræður í bæjarstjórn við fyrri umræðu, sjá fundargerð frá 7.12.2011.

Fram komu ýmsar fjárhagsupplýsingar og er vísað hér í tvær stefnuræður bæjarstjóra sem verða til kynningar á heimasíðu bæjarfélagsins sem og starfsáætlanir fagnefnda og deildarstjóra, sem eru þar einnig aðgengilegar.
Fram kom m.a. þetta;
Tekjuáætlun 2012 og til ársins 2015.
Við endanlega áætlun skatttekna var gert ráð fyrir útsvarstekjum í samræmi við lög og óbreyttar álögur og þar með tekjugrunni í fasteignaskatti, en gert er ráð fyrir lægra framlagi  frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012.
Fram kom einnig að fasteignamat milli ára hækkar um 9.9%.

Í þriggja ára áætlun leggur bæjarráð til að álögur á íbúa muni lækka. Ætlunin var, að sú ákvörðun tæki gildi frá og með næsta fjárhagsári en vegna mikilla framkvæmda næstu tvö ár er þeirri hugmyndafræði slegið á frest um tvö ár.
Þetta er gert þar sem áætlun og reiknilíkan bæjarfélagsins gefur betri afkomu til kynna árið 2014.
Með þessum aðgerðum er stefnt að því að tryggja íbúum betri lífsgæði, enda er hagræðingin við sameininguna að skila sér sem og markvissari þjónusta.

Árið 2014 þá verði fasteignaskattur lækkaður úr 0.49% í 0.45% og lóðarleiga úr 1.9% í 1.5%


Gjaldaáætlun.
Launakostnaður er langstærsti einstaki útgjaldaliður rekstrar, þá vöru- og þjónustukaup, ýmsar millifærslur og aðrar tilfærslur og loks fjármagnskostnaður.
Verðlagsforsendur gjaldamegin frumvarpsins eru þær helstar að laun eru reiknuð samkvæmt gildandi samningum.
Húsaleiga tekur breytingum í samræmi við breytingar á vísitölu, sjá bókun bæjarráðs frá 13.12.2011.


Gjaldskrár.
Gjaldskrár voru lagðar fram til skoðunar og samþykktar samhljóða og munu þær taka breytingum og fylgja verðlagsþróun, raunkostnaði. Sjá bæjarráð 13.12.2011.


Áherslumál 2012.
Rétt er að minna á samanburð milli sambærilegra sveitarfélaga  og vísast hér til Árbókar sveitarfélaga. Nauðsynlegt er fyrir bæjarfulltrúa og bæjarbúa að skoða slíkar tölur ár hvert til að bera saman rekstur málaflokka.
Megin markmiðið með slíkri yfirferð er hið sama og áður, að jafna útgjaldaliði og ná fram meira fé til fjárfestinga eða til að greiða niður lán.

Rammi ársins var settur og honum náð með frávikum eins og farið var yfir við fyrri umræðu. Vísast hér í gögn frá fyrri umræðu um áætlun 2012.
Laun og launatengd gjöld eru áætluð um 52,8%
Annar rekstrarkostnaður 36.1%
Afskriftir eru um 6,8%
Veltufé frá rekstri 11.3%
Fjárfestingahreyfingar eru -17.5%.
Gert er ráð fyrir að útgjaldaramminn verði því sem næst óbreyttur næstu árin að teknu tilliti til launabreytinga.
Bæjarráð leggur áherslu á að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð öll árin.

Áherslur og ábendingar.
Skýrar reglur eru um framkvæmd fjárhagsáætlunar. Forstöðumönnum deilda er óheimilt að skuldbinda sveitarfélagið til útgjalda umfram fjárhagsáætlun nema fyrir liggi samþykki bæjarráðs til útgjaldaaukninga.
Sveitarstjórnarlög mæla einnig fyrir um framkvæmd fjárhagsáætlunar og vert er að minna á nýjar fjármálareglur sveitarfélaga.
Lögð er áhersla á að deildarstjórum ber að tilkynna breytingar á rekstri á fundum deildarstjóra svo hægt sé að bregðast við og fara með málið fyrir bæjarráð, stefni í að fjárhagsáætlun standist ekki.
Lögð er áhersla á að raunveruleg staða deilda og samanburður við áætlun liggi fyrir og verði til skoðunar og umræðu á síðasta fundi bæjarráðs hvers mánaðar.


Fjallabyggð - megin forsendur fyrir þriggja ára áætlun 2011 til 2014.

Tekjur:
Íbúar Fjallabyggðar verða á árunum 2012 - 2015 öll árin um 2.040 talsins.
Útsvarstekjur miðast öll árin þ.e. 2012 - 2015 við 14.48%.
Breytingar verða á fasteignasköttum 2014 sjá hér að framan tillögu samþykkta af bæjarráði 13.12.2011.
Framlag Jöfnunarsjóðs er haft óbreytt 2012 - 2015.
Gjöld:

Laun og launatengd gjöld taka breytingum í samræmi við nýja kjara-samninga.  
Fjármagnsliðir:
Almennt 4.2 % fyrir 2012, 2.6% fyrir 2013, 2.5% fyrir 2014 og 2.0% fyrir 2015.
Breyting á lífeyrisskuldbindingum:
31.5 milljón hvert ár til hækkunar
Fjárfestingarhreyfingar sjá skýringar:
295 m.kr. 2012, Eignasjóður 257.7 millj., Hafnarsjóður 21.3 millj., Veitustofnun 16.0 millj.
285 m.kr. 2013, Eignasjóður 249,5 millj., Hafnarsjóður 18.5 millj., Veitustofnun 16.0 millj.
Í ófyrirséð er haldið eftir 1.0 m.kr., fyrir  Eignasjóð 110 m.kr. 2014, Eignasjóður 52.0 millj., Hafnarsjóður 18.0 millj., Veitustofnun 16.0 millj.
Í ófyrirséð er haldið eftir 20.0 m.kr., fyrir Eignasjóð 110 m.kr. 2015, Eignasjóður  32.5 millj., Hafnarsjóður 18.5 millj., Veitustofnun 16.0 millj.  
Í ófyrirséð er haldið eftir 40.0 m.kr., fyrir Eignasjóð.


Fjármögnunarhreyfingar:                      2012        2013         2014      2015      samtals

Afborganir langtímalána                     100 m.kr. 100 m.kr. 100 m.kr. 100 m.kr. 400 m.kr
Tekin lán                                           150 m.kr. 150 m.kr.                                 300 m.kr

Handbært fé í árslok:
Megin forsenda er að handbært fé í lok tímabilsins verði ekki undir 100  m.kr. og að veltufé frá rekstri verði aldrei minna en 10%.

Niðurstaða á áætlun fyrir A og B hluta.        

Frekari skýringar með áætlun 2013 - 2015.

Helstu lykiltölur eru:
Lykiltölur:      2013 2014 2015
Í hlutfalli við tekjur    
Skatttekjur ...............................  52,9% 53,2% 53,1%
Framlög Jöfnunarsjóðs .....................  14,3% 14,1% 14,0%
Aðrar tekjur ..............................  32,8% 32,7% 32,9%
       100,0% 100,0% 100,0%

Laun og launatengd gjöld ..................  53,5% 51,7% 51,6%
Annar rekstrarkostnaður ...................  35,2% 34,9% 34,6%
Afskriftir ................................  7,0% 7,2% 7,4%
Fjármagnsliðir, nettó .....................  3,1% 3,1% 2,5%
       98,9% 96,8% 96,1%
    
Framlög frá eigin sjóðum ..................  0,0% 0,0% 0,0%
    
Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ..............  1,1% 3,2% 3,9%
Veltufé frá rekstri (til rekstrar) ........  11,2% 13,3% 13,9%
Fjárfestingarhreyfingar ...................  -16,5% -6,3% -6,2%
    
Í þúsundum króna á hvern íbúa    
Rekstur    
Skatttekjur og Jöfnunarsjóður ............  568 579 579
Þjónustutekjur og aðrar tekjur ............  278 282 284
Tekjur samtals      846 861 863
    
Rekstrargjöld og fjármagnsliðir nettó .....  ( 837 ) ( 833 ) ( 829 )
Framlög frá eigin sjóðum ..................     0    0    0
Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ..............    10   28   34
    
Efnahagur    
Heildareignir .............................  1801 1805 1812
Eigið fé ..................................  845 872 906
Skuldbindingar og aðrir liðir .............  351 363 375
Skuldir ...................................  606 570 530
Eigið fé og skuldir samtals    1801 1805 1812


Aðrar lykiltölur    
Veltufjárhlutfall .........................  1,03 1,11 1,25
Eiginfjárhlutfall .........................  0,47 0,48 0,50
    
Íbúafjöldi 1. desember ....................  2040 2040 2040


Sjóðstreymi.
Í áætlun næstu ára er lögð áhersla á að handbært fé frá rekstri verði ávallt jákvætt. Einnig er lögð áhersla á  að handbært fé verði í árslok 2015 ekki lægra en 100 m.kr.
Bæjarráð leggur þar með þunga á herslu á að veltufé frá rekstri verði aldrei minna en 10% og er þeim markmiðum náð.

Skuldastaða bæjarfélagsins - framkvæmdir.
Skuldir Fjallabyggðar hafa lækkað frá 2009 til næstu áramóta um 85 m.kr. á ári, eða um 250 m.kr. á þessu tímabili.
Bæjarstjórn hefur nú ákveðið að ráðist í umtalsverðar framkvæmdir við stækkun eða breytingar á Grunnskóla Fjallabyggðar á næstu tveimur fjárhagsárum.
Bæjarráð gefur sér neðanritaðar forsendur fyrir framkvæmdir og lántökur;
Rammi framkv.   2012   2013  2014  2015      Samtals
Föst stærð  295 m.kr. 285 m.kr. 110 m.kr. 110 m.kr. 800 m.kr.

Lántökur   2012  2013  2014  2015      Samtals
V/framkv.  150 m.kr. 150 m.kr.     300
Afborganir fö.  100 m.kr.  100 m.kr. 100 m.kr. 100 m.kr.       400
Samtals niðurgreiðsla lána á tímabilinu        400
Lækkun skulda er því um 100 m.kr. á tímabilinu.

Gefnar forsendur eru þessar;
1. að auka lántökurnar í samræmi við ofanritað í þriggja ára áætlun bæjarfélagsins til að takast á við byggingu grunnskólans.
Til viðbótar leggur bæjarráð til;
2. að bæjarstjóra verði falið á árinu 2012 að vinna að sölu á húsnæði því sem nú hýsir Menntaskólann á Tröllaskaga á kjörtímabilinu.
3. að bæjarstjóra verði falið að selja húsnæði bókasafnsins á Ólafsfirði.
4. að skuldir bæjarsjóðs þ.e. tölur úr A- og B-hluta verði undir 540 þús.kr. á íbúa í upphafi og í lok kjörtímabils.
5. að rekstrarniðurstaðan verði aldrei lægri en um 10 m.kr. öll árin.
Skuldbindingar bæjarsjóðs.
Tekið er tillit til breytinga á lífeyrisskuldbindingum á tímabilinu til 2015.
Vert er þó að geta þess að erfitt er að reikna þessar skuldbindingar út á milli ára þar sem nýir kjarasamningar hafa tekið gildi og er þessi liður í töluverðri óvissu næstu árin. Aðrar skuldbindingar eru einnig í líkaninu.

Lokaorð.
Miklum framkvæmdum er nú nær lokið á árinu 2011 og vísast hér í framkvæmdayfirlit hér að framan.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hraða uppbyggingu grunnskólans, en leggur áherslu á vandaða undirbúningsvinnu með fagnefnd og skólastjórnendum. Ætlunin er að draga síðan úr framkvæmdum á árunum þar á eftir, en miða þær ætíð við afkomu bæjarsjóðs.
Megin markmið er skýrt. Fjallabyggð á að vera í fremstu röð bæjarfélaga er varðar faglega þjónustu, þjónustugjöld og umfram allt fagurt mannlíf.
Niðurstaða bæjarráðs 13.12.2011.
Niðurstaða reiknilíkans er í samræmi við gefnar forsendur, ákvarðanir bæjarráðs og tillögur.
Bæjarráð samþykkti þar með að vísa tillögu ársins 2012 og fyrir árin 2013 - 2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 14. desember 2011.


Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Ólafur H. Marteinsson, Þorbjörn Sigurðsson, Ingvar Erlingsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við bæjarfulltrúar minnnihlutans samþykkjum fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, en bendum á nokkur atriði sem við höfum verulegar áhyggur af, tekjuhliðinni þó sérstaklega, útsvarinu og framlagi úr Jöfnunarsjóðnum.
Útsvar hækkar í krónum talið mjög lítið eða um 6 milljónir á milli ára en ætti að hækka um 30-40 milljónir á milli ára sé miðað við verðlagsþróun.
Jöfnunarsjóðsframlag hefur lækkað verulega frá árinu 2008 eða úr 416 milljónum í 247 milljónir í áætlun 2012, en hækkun á fasteignamati um 10% á milli ára, sem leiðir af sér hækkun á fasteignagjöldum og leiguverð í Íbúðarsjóðnum um 20% og er meðaltalshækkun á íbúð kr. 97.922.- á ársgrundvelli.
Bendum við á að það gæti verið að koma nýr tekjustofan til sveitafélagana svokallað auðlindagjald sem gæti skilað milljörðum í ríkissjóð til framtíðar og er talað um að 40% af því renni til sveitafélaganna og því ber að fagna.
Við bendum á að skoða þurfi áframhaldandi hagræðinu með sameiningu rekstrareininga og bendum við á í því samhengi að stefna beri að því sameina stjórnsýsluna undir eina bæjarskrifstofu.
Með því móti er hægt að hagræða bæði í húsnæði og fækkun starfa, og teljum við að sparnaður gæti numið 15-20 milljóna króna á ári að lágmarki, skírustu dæmin í þessa veru eru sameining Grunnskóla Fjallabyggðar og Þjónustumiðstöðvar svo dæmi séu tekin.
Einnig bendum við á að skoða þarf hagræðinu, er varðar íþróttamálin, en þar er hægt að ná fram hagræðinu uppá 10-12 milljónir og lýsum við okkur tilbúin að koma að þessari vinnu.
Þarna tilgreinum við hagræðinu að upphæð 25-32 milljónir á einu ári."


Tillaga að fjárhagsáætlun 2012 var samþykkt með 9 atkvæðum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23.02.2012

Lagðar fram stefnuræður bæjarstjóra og samanburður við ákvarðanir hafnarstjórnar.

Tillögur hafnarstjórnar koma þar m.a. fram.