Bæjarstjórn Fjallabyggðar

71. fundur 14. desember 2011 kl. 17:00 - 18:00 í Tjarnarborg
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011

Málsnúmer 1112006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 1.1 1112003 Selvíkurnefsviti
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við Siglingastofnun um viðhald og eignarhald á Selvíkurnefsvita.
    Eftir þær viðræður er ljóst að bæjarfélagið hefur full umráð og eignarhald yfir vitanum sem þarfnst mikils viðhalds og Siglingastofnun mun ekki koma að endurbótum eða lagfæringum á honum.
    Yfirhafnarvörður hefur fengið aðstoð björgunarsveitarinnar til að flytja rafgeyma og annan búnað út í vitann.
    Nú er einnig ljóst að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til viðhalds á vitanum í áætlun ársins 2012.
    Vegna fyrirspurna telur bæjarráð ekki tímabært að breyta eignahaldi á Selvíkurnefsvita. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Lagðar fram tillögur og ábendingar um framkvæmdir við gamla fótboltavöllinn.
    Tæknideild hefur tekið þær saman, að ósk bæjarráðs, í framhaldi af umræðu um undirskriftarlista er varðar óheppilega staðsetningu húsbýla og tjaldhýsa í miðbæ Siglufjarðar.
    Bæjarráð mun boða aðila málsins, þ.e. þeirra sem skrifa undir listann, til fundar í janúar næst komandi.
    Bæjarráð leggur áherslu á að neðanritað verði skoðað sérstaklega á þeim fundi:
    1. Svæði norðan við Síldarminjasafnið og að miðbæ Siglufjarðar vestan megin vegar verði lokað fyrir staðsetningu húsbíla og tjaldhýsa vegna slysahættu.
    2. Svæði vestan við Rauðku ehf. verði einungis notað sem tjaldsvæði.
    3. Óskað verði eftir heimild Ramma ehf. til að nýta lóð þeirra í sumar undir húsbíla.
    4. Óska eftir tillögu að framtíðarlausn á lagfæringum og framkvæmdum við gamla fótboltavallarsvæðið.
     
    Bæjarráð telur rétt að bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar boði til fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 1.3 1105063 Fasteignasjóður
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011





    Við yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga í janúar 2011, flutti ríkið fasteignir sem tilheyrðu málaflokknum undir Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
    Verkefni sjóðsins er að leigja eða selja sveitarfélögunum þær eignir sem sjóðurinn hefur umráð yfir og semja um greiðslukjör.
    Fasteignin Lindargata 2, fellur undir þessa umsýslu og hefur nú farið fram verðmat og er bæjarfélaginu boðin eignin til kaups á matsverði.
    Það er skoðun félagsmálastjóra að húsnæðið sé að mörgu leyti úrelt sem búsetuúrræði fyrir fatlaða og leggur til að það verði leigt, en telur rétt að óska eftir viðræðum um verulega lækkun á söluverði.

    Bæjarráð felur félagsmálastjóra að kanna hvort hægt sé að kaupa fasteignina á hagstæðari kjörum, að öðrum kosti verði húsnæðið leigt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn bæjarráðs er varðar umsókn um breytingu á rekstrarleyfi fyrir veitingastofuna Billann. Staðarhaldari óskar eftir leyfi til áfengisveitinga og að opnunartími verði til kl. 01.00 alla daga og til kl. 03.00 aðafarnótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umrædd umsókn verði samþykkt með vísan í 10. gr. laga nr. 85/2007, en þar kemur fram m.a. að leita skuli umsagnar sveitarstjórnar sem m.a. staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lítur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011

    Við fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar og að ósk bæjarstjóra, komu fram ábendingar um eftirtalin mál sem þyrfti að ræða í bæjarráði 13.12.2011 og taka til skoðunar á milli umræðna. Málin voru rædd og þeim vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn við síðari umræðu.

    1.      Tillaga frá minnihluta bæjarstjórnar frá fyrri umræðu þ.e. frá 7.12.2011 um breytingar á viðmiðunaraldri úr 16 árum í 18 ár á afslætti á sundstöðum.

    Samþykkt samhljóða.

    2. Tillaga frá minnihluta um hækkun á húsaleigu.

    Tillaga fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2012.

           Í stað hækkunar á grunnverði íbúðar í Íbúðarsjóði  úr kr. 641m2 í  kr. 741m2 + 4% verðlagsbreytingar, er lagt til að hækkunin miðist við kr. 641m2 í kr. 691m2 +4% verðlagsbreyting.
    Um er að ræða 2.0 m.kr. minni tekjur í leigu fyrir bæjarfélagið miðað við framkomna tillögu.

    Tillaga felld með 2 atkvæðum gegn 1.

    3.      Útboð á Saurbæjarás, fyrsti hluti.
    Áætlaðar kostnaður er um 22 m.kr. og áætlaðar tekjur 15 m.kr.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir lóðarhöfum á árinu 2012.
    Komi fram vilji til byggingarframkvæmda á svæðinu verður verkið boðið út.

    Framkvæmdin er þó háð neðanrituðu.

    ·        Að raunverulegur áhugi sé á lóðum á umræddum svæði

    ·        Að áhugi sé fyrir verkinu hjá verktökum á svæðinu

    ·        Að áætlaðar tekjur muni innheimtast á framkvæmdartíma

    Verktími miðist hins vegar við að hlutur bæjarfélagsins 7 m.kr. greiðist á árinu 2013.
    Samþykkt samhljóða.

    4.      Samningur við Valló ehf.  
    Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.

    ·        Lagt er til við bæjarstjórn að umræddur samningur verði tekinn til skoðunar strax eftir áramót sjá 6. lið um hugmyndir um  heildaruppbyggingu á hóteli við höfnina

    Lögð er áhersla á neðanritað:

    ·        Uppsetning á nýrri lyftu á skíðasvæði Fjallabyggðar

    ·        Sérstakar merkingar á snjóflóðahættusvæðum

    ·        Uppsetning og kaup á tölvu og kerfum fyrir rekstur skíðasvæðisins

    ·        Samningur vegna snjóflóðahættumats á skíðasvæði bæjarfélagsins

    ·        Stækkun á  lyftuskúr á efra svæðinu

    ·        Framlag frá aðilum í framkomin verkefni

    *    Tengdar hugmyndir um heildarlausn við uppbyggingu á hóteli og golfvelli á Siglufirði, sjá 6. lið.

    5.   Samningar um uppbyggingu golfvallar á Siglufirði.

    Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.

    * Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá samningum í samræmi við framkomin markmið og í samræmi við áherslur Rauku ehf. um uppbyggingu á

    frístundaiðkun í bæjarfélaginu með tilkomu nýs hótels við höfnina.

    6. Mál er varðar lóð undir Hótel við höfnina.                

    Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.

    6.a. Bæjarráð hefur nú þegar samþykkt að lóð verði skipulögð á þessum stað.

    6.b.  Bæjarráð hefur nú þegar samþykkt skipulag fyrir umrædda lóð svo koma megi umræddri hugmynd til framkvæmda.

    6.c.  Bæjarráð hefur samþykkt að Rauðka ehf. fái umrædda lóð til leigu og afnota.

    6.d.  Bæjarráð telur rétt að leggja til við bæjarstjórn neðanritað.

    6.e  Komi fram formleg ósk um byggingarleyfi á árinu 2012 og upplýsingar um framkvæmdartíma með byggingarnefndarteikningum verður ráðist í framkvæmdir við stækkun umræddrar lóðar á árinu.

    6.f  Bæjarfélagið mun í samræmi við fyrri ákvarðanir úthluta lóðinni með formlegum hætti og innheimta gatnagerðargjald sem mun standa undir framkvæmdum við stækkun lóðarinnar og gera hana þannig úr garði að hún sé byggingarhæð.

    6.g  Gatnagerðargjaldið mun standa undir umræddum framkvæmdum við undirbúningsframkvæmdir

    6.h  Bæjarstjórn mun legga til fjármagn til lagfæringar á umhverfi, vatnsveitu og fráveitu í áætlun fyrir árið 2013.

    6 i  Bæjarráð leggur áherslu á að frekari framkvæmdir við skíðasvæði og golfvallarsvæði á Siglufirði er bundið þessari framkvæmd, samanber tillögur, hugmyndir, óskir og áform Rauðku ehf.

    7.      Lækkun á fasteignaskatti, tillaga frá síðasta ári. Færist til ársins 2014.

    Árið 2014 þá verði fasteignaskattur lækkaður úr 0.49% í 0.45% og lóðarleiga úr 1.9% í 1.5%.

    ·        Lækkun vegna fasteignaskatts er um 3.5 m.kr og vegna lóðarleigu um 3.0 m.kr. á ársgrundvelli.
    Samþykkt samhljóða.

    8.    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að styrkur vegna öldungamóts í blaki verði aukinn um kr. 200 þúsund, enda er gert ráð fyrir 1.5 m.kr. í tekjur þessa helgi í fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvar bæjarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.

    9.      Bæjarráð leggur til að húsaleigusamningur við karlakórinn á Siglufirði verði tekinn með inn í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.

    10.   Bæjarráð hefur samþykkt styrk til hestamanna vegna reiðskemmu að uppæð 2.375 m.kr.

    11.   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lokið verði við breytingar á yfirstjórn bæjarfélagsins með útgáfu og lagfæringum á skipuriti bæjarfélagsins. Verkinu verði lokið fyrir 1.06.2012.
    Sett verði í áætlun 0.6 m.kr. fyrir ráðgjöf.
    Samþykkt samhljóða.

    12. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur um snjóflóðaeftirlit fyrir árið 2012 verði framlengdur og staðfestur.
    Samþykkt samhljóða.

    13. Bæjarráð gerir ráð fyrir framlagi frá Brunabótafélagi Íslands á árinu 2012 að upphæð 4.0 m.kr.
    Samþykkt samhljóða.

    Bæjarráð hefur með yfirferð og framsettri áætlun fyrir árið 2012 lagt áherslu á málefni sem samkomulag og eining er um á milli framboða og í samræmi við starfsáætlanir fagnefnda og deildarstjóra.

    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.</DIV><DIV>Eftirfarandi bókun var lögð fram af Sólrúnu Júlúsdóttur og Guðmundi Gauta Sveinssyni.</DIV><DIV>"Rauðka ehf. lagði fram tillögur í fimm liðum fyrir hálfu ári síðan. <BR>Þetta snýr annars vegar að hótelbyggingu, skíðaskála, uppbyggingu á golfvelli og hins vegar að umhverfismálum.</DIV><DIV></DIV><DIV>Lykilatriði í allri ferðaþjónustu eru umhverfismál. Þessi fimm atriði hanga öll saman. Við hvetjum bæjaryfirvöld að vinna að kappi að því í samvinnu við ferðaþjónustaðila í Fjallabyggð að móta ákveðna stefnu í ýmsum málum er snúa að umhverfis- og skipulagsmálum og að klára þetta mál er varðar Rauðku sem er tilbúið að setja hér inn í samfélagið rúman milljarð til viðbótar því sem áður hefur verið gert."</DIV><DIV><BR>Afgreiðslu bæjarráðs á lið 5.2 um húsaleigu, staðfesti bæjarstjórn með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Egils Rögnvaldssonar, Guðmundar Gauta Sveinssonar og Sólrúnar Júlíusdóttur.<BR><BR></DIV><DIV>Afgreiðslu 240. fundar bæjarráðs á lið 5.4, 5.5 og 5.6 var staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.  Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þeirra liða.<BR></DIV><DIV>Afgreiðslu 240. fundar bæjarráðs að öðru leyti var staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Bæjarráð samþykkti lækkun á fasteignaskatti í áætlun 2014.
    Einnig var samþykkt að áætla framlag í gatnagerð á Saurbæjarás 2013.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áætlunin verði samþykkt svo breytt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Skrifstofu-og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar og samantekt um launamál bæjarfélagsins fyrir tímabilið janúar - nóvember.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Lagt fram til kynningar.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 3. fundur - 5. desember 2011

Málsnúmer 1112003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 2.1 1111032 Teikningar - Grunnskóli Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 3. fundur - 5. desember 2011
    Arkitektar Grunnskóla Fjallabyggðar mættu á fund nefndarinnar.
    Fram kom að allar ábendingar sem komu fram hjá nefndinni á síðasta fundi, hafa verið samþykktar af hönnuðum og eru þær komnar til framkvæmda.
    Skólabókasafnið hefur þó ekki verið afgreitt.
     
    Farið var yfir teikningar.  Fram komu ábendingar og voru þær færðar til bókar sem hér segir:
    1.  Tvöföld hurð verði sett til norðurs með hjálparátaki og að hún opnist inn.
    2.  Ákveðið að sleppa endagluggum á efri og neðri hæð á norðurhlið.
    3.  Neðsti hluti hurða verði ekki með gleri.
    4.  Stigi er steyptur.
    5.  Heilar hurðir í kennslurýmum.
    6.  Óþarfi er að setja eldavél í eldhús kennara.
    7.  Eldhús verði minnkað sem því nemur.
    8.  Neðri gluggar á gafli eru samþykktir í samræmi við tillögur arkitekta, en nefndin leggur áherslu á að efri gluggi sé í sarmæmi við glugga á fjölnotasal.
    9.  Nefndin leggur áherslu á að gluggasetningin á norðurhlið verði eins og á eldri byggingu, þ.e. að opnanlega fagið verði að vestanverðu. 
    10.Búið er að setja neiðarútgang úr vélasal.
     
    Í eldra húsnæði komu fram tillögur sem nefndin lagði blessun sína á m.a.:
    1.  Eldhúsið nær óbreytt.
    2.  Skógeymsla sett á betri stað í samræmi við fram komnar ábendingar.
    3.  Lyfta sett á nýjan stað - minni og er betur fyrir komið.
    4.  Hurð færð til inn í sérgeymslu.
    5.  Snyrtingar og geymslur samþykktar.
    6.  Tvær stofur verða gerðar úr þremur á efri hæð.
    7.  Geymsla verði sett inn í blautrými á efri hæð í stað ganga.
     
    Arkitektar telja að útboðsgögn verði tilbúin til skoðunar fyrir byggingarnefnd um jól.
    Nefndin hefur því tíma á milli jóla og nýárs að gera athugasemdir.
    Ofanritaðar ábendingar samþykktar samhljóða. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar var staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 2.2 1111031 Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 3. fundur - 5. desember 2011
    Lagðar fram fjórar verkfundargerðir þ.e.:
    1.  Nr. 4, frá 08.11.2011.
    2.  Nr. 5, frá 22.11.2011. 
    3.  Nr. 6, frá 25.11.2011.
    4.  Nr. 7, frá 29.11.2011.
     
    Nefndin gerir ekki athugasemdir við fundagerðirnar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar var staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun 2012, síðari umræða

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson fór yfir áherslur og niðurstöður bæjarráðs, sjá fundargerð frá 13.12.2011 sem og umræður í bæjarstjórn við fyrri umræðu, sjá fundargerð frá 7.12.2011.

Fram komu ýmsar fjárhagsupplýsingar og er vísað hér í tvær stefnuræður bæjarstjóra sem verða til kynningar á heimasíðu bæjarfélagsins sem og starfsáætlanir fagnefnda og deildarstjóra, sem eru þar einnig aðgengilegar.
Fram kom m.a. þetta;
Tekjuáætlun 2012 og til ársins 2015.
Við endanlega áætlun skatttekna var gert ráð fyrir útsvarstekjum í samræmi við lög og óbreyttar álögur og þar með tekjugrunni í fasteignaskatti, en gert er ráð fyrir lægra framlagi  frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012.
Fram kom einnig að fasteignamat milli ára hækkar um 9.9%.

Í þriggja ára áætlun leggur bæjarráð til að álögur á íbúa muni lækka. Ætlunin var, að sú ákvörðun tæki gildi frá og með næsta fjárhagsári en vegna mikilla framkvæmda næstu tvö ár er þeirri hugmyndafræði slegið á frest um tvö ár.
Þetta er gert þar sem áætlun og reiknilíkan bæjarfélagsins gefur betri afkomu til kynna árið 2014.
Með þessum aðgerðum er stefnt að því að tryggja íbúum betri lífsgæði, enda er hagræðingin við sameininguna að skila sér sem og markvissari þjónusta.

Árið 2014 þá verði fasteignaskattur lækkaður úr 0.49% í 0.45% og lóðarleiga úr 1.9% í 1.5%


Gjaldaáætlun.
Launakostnaður er langstærsti einstaki útgjaldaliður rekstrar, þá vöru- og þjónustukaup, ýmsar millifærslur og aðrar tilfærslur og loks fjármagnskostnaður.
Verðlagsforsendur gjaldamegin frumvarpsins eru þær helstar að laun eru reiknuð samkvæmt gildandi samningum.
Húsaleiga tekur breytingum í samræmi við breytingar á vísitölu, sjá bókun bæjarráðs frá 13.12.2011.


Gjaldskrár.
Gjaldskrár voru lagðar fram til skoðunar og samþykktar samhljóða og munu þær taka breytingum og fylgja verðlagsþróun, raunkostnaði. Sjá bæjarráð 13.12.2011.


Áherslumál 2012.
Rétt er að minna á samanburð milli sambærilegra sveitarfélaga  og vísast hér til Árbókar sveitarfélaga. Nauðsynlegt er fyrir bæjarfulltrúa og bæjarbúa að skoða slíkar tölur ár hvert til að bera saman rekstur málaflokka.
Megin markmiðið með slíkri yfirferð er hið sama og áður, að jafna útgjaldaliði og ná fram meira fé til fjárfestinga eða til að greiða niður lán.

Rammi ársins var settur og honum náð með frávikum eins og farið var yfir við fyrri umræðu. Vísast hér í gögn frá fyrri umræðu um áætlun 2012.
Laun og launatengd gjöld eru áætluð um 52,8%
Annar rekstrarkostnaður 36.1%
Afskriftir eru um 6,8%
Veltufé frá rekstri 11.3%
Fjárfestingahreyfingar eru -17.5%.
Gert er ráð fyrir að útgjaldaramminn verði því sem næst óbreyttur næstu árin að teknu tilliti til launabreytinga.
Bæjarráð leggur áherslu á að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð öll árin.

Áherslur og ábendingar.
Skýrar reglur eru um framkvæmd fjárhagsáætlunar. Forstöðumönnum deilda er óheimilt að skuldbinda sveitarfélagið til útgjalda umfram fjárhagsáætlun nema fyrir liggi samþykki bæjarráðs til útgjaldaaukninga.
Sveitarstjórnarlög mæla einnig fyrir um framkvæmd fjárhagsáætlunar og vert er að minna á nýjar fjármálareglur sveitarfélaga.
Lögð er áhersla á að deildarstjórum ber að tilkynna breytingar á rekstri á fundum deildarstjóra svo hægt sé að bregðast við og fara með málið fyrir bæjarráð, stefni í að fjárhagsáætlun standist ekki.
Lögð er áhersla á að raunveruleg staða deilda og samanburður við áætlun liggi fyrir og verði til skoðunar og umræðu á síðasta fundi bæjarráðs hvers mánaðar.


Fjallabyggð - megin forsendur fyrir þriggja ára áætlun 2011 til 2014.

Tekjur:
Íbúar Fjallabyggðar verða á árunum 2012 - 2015 öll árin um 2.040 talsins.
Útsvarstekjur miðast öll árin þ.e. 2012 - 2015 við 14.48%.
Breytingar verða á fasteignasköttum 2014 sjá hér að framan tillögu samþykkta af bæjarráði 13.12.2011.
Framlag Jöfnunarsjóðs er haft óbreytt 2012 - 2015.
Gjöld:

Laun og launatengd gjöld taka breytingum í samræmi við nýja kjara-samninga.  
Fjármagnsliðir:
Almennt 4.2 % fyrir 2012, 2.6% fyrir 2013, 2.5% fyrir 2014 og 2.0% fyrir 2015.
Breyting á lífeyrisskuldbindingum:
31.5 milljón hvert ár til hækkunar
Fjárfestingarhreyfingar sjá skýringar:
295 m.kr. 2012, Eignasjóður 257.7 millj., Hafnarsjóður 21.3 millj., Veitustofnun 16.0 millj.
285 m.kr. 2013, Eignasjóður 249,5 millj., Hafnarsjóður 18.5 millj., Veitustofnun 16.0 millj.
Í ófyrirséð er haldið eftir 1.0 m.kr., fyrir  Eignasjóð 110 m.kr. 2014, Eignasjóður 52.0 millj., Hafnarsjóður 18.0 millj., Veitustofnun 16.0 millj.
Í ófyrirséð er haldið eftir 20.0 m.kr., fyrir Eignasjóð 110 m.kr. 2015, Eignasjóður  32.5 millj., Hafnarsjóður 18.5 millj., Veitustofnun 16.0 millj.  
Í ófyrirséð er haldið eftir 40.0 m.kr., fyrir Eignasjóð.


Fjármögnunarhreyfingar:                      2012        2013         2014      2015      samtals

Afborganir langtímalána                     100 m.kr. 100 m.kr. 100 m.kr. 100 m.kr. 400 m.kr
Tekin lán                                           150 m.kr. 150 m.kr.                                 300 m.kr

Handbært fé í árslok:
Megin forsenda er að handbært fé í lok tímabilsins verði ekki undir 100  m.kr. og að veltufé frá rekstri verði aldrei minna en 10%.

Niðurstaða á áætlun fyrir A og B hluta.        

Frekari skýringar með áætlun 2013 - 2015.

Helstu lykiltölur eru:
Lykiltölur:      2013 2014 2015
Í hlutfalli við tekjur    
Skatttekjur ...............................  52,9% 53,2% 53,1%
Framlög Jöfnunarsjóðs .....................  14,3% 14,1% 14,0%
Aðrar tekjur ..............................  32,8% 32,7% 32,9%
       100,0% 100,0% 100,0%

Laun og launatengd gjöld ..................  53,5% 51,7% 51,6%
Annar rekstrarkostnaður ...................  35,2% 34,9% 34,6%
Afskriftir ................................  7,0% 7,2% 7,4%
Fjármagnsliðir, nettó .....................  3,1% 3,1% 2,5%
       98,9% 96,8% 96,1%
    
Framlög frá eigin sjóðum ..................  0,0% 0,0% 0,0%
    
Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ..............  1,1% 3,2% 3,9%
Veltufé frá rekstri (til rekstrar) ........  11,2% 13,3% 13,9%
Fjárfestingarhreyfingar ...................  -16,5% -6,3% -6,2%
    
Í þúsundum króna á hvern íbúa    
Rekstur    
Skatttekjur og Jöfnunarsjóður ............  568 579 579
Þjónustutekjur og aðrar tekjur ............  278 282 284
Tekjur samtals      846 861 863
    
Rekstrargjöld og fjármagnsliðir nettó .....  ( 837 ) ( 833 ) ( 829 )
Framlög frá eigin sjóðum ..................     0    0    0
Rekstrarniðurstaða (neikvæð) ..............    10   28   34
    
Efnahagur    
Heildareignir .............................  1801 1805 1812
Eigið fé ..................................  845 872 906
Skuldbindingar og aðrir liðir .............  351 363 375
Skuldir ...................................  606 570 530
Eigið fé og skuldir samtals    1801 1805 1812


Aðrar lykiltölur    
Veltufjárhlutfall .........................  1,03 1,11 1,25
Eiginfjárhlutfall .........................  0,47 0,48 0,50
    
Íbúafjöldi 1. desember ....................  2040 2040 2040


Sjóðstreymi.
Í áætlun næstu ára er lögð áhersla á að handbært fé frá rekstri verði ávallt jákvætt. Einnig er lögð áhersla á  að handbært fé verði í árslok 2015 ekki lægra en 100 m.kr.
Bæjarráð leggur þar með þunga á herslu á að veltufé frá rekstri verði aldrei minna en 10% og er þeim markmiðum náð.

Skuldastaða bæjarfélagsins - framkvæmdir.
Skuldir Fjallabyggðar hafa lækkað frá 2009 til næstu áramóta um 85 m.kr. á ári, eða um 250 m.kr. á þessu tímabili.
Bæjarstjórn hefur nú ákveðið að ráðist í umtalsverðar framkvæmdir við stækkun eða breytingar á Grunnskóla Fjallabyggðar á næstu tveimur fjárhagsárum.
Bæjarráð gefur sér neðanritaðar forsendur fyrir framkvæmdir og lántökur;
Rammi framkv.   2012   2013  2014  2015      Samtals
Föst stærð  295 m.kr. 285 m.kr. 110 m.kr. 110 m.kr. 800 m.kr.

Lántökur   2012  2013  2014  2015      Samtals
V/framkv.  150 m.kr. 150 m.kr.     300
Afborganir fö.  100 m.kr.  100 m.kr. 100 m.kr. 100 m.kr.       400
Samtals niðurgreiðsla lána á tímabilinu        400
Lækkun skulda er því um 100 m.kr. á tímabilinu.

Gefnar forsendur eru þessar;
1. að auka lántökurnar í samræmi við ofanritað í þriggja ára áætlun bæjarfélagsins til að takast á við byggingu grunnskólans.
Til viðbótar leggur bæjarráð til;
2. að bæjarstjóra verði falið á árinu 2012 að vinna að sölu á húsnæði því sem nú hýsir Menntaskólann á Tröllaskaga á kjörtímabilinu.
3. að bæjarstjóra verði falið að selja húsnæði bókasafnsins á Ólafsfirði.
4. að skuldir bæjarsjóðs þ.e. tölur úr A- og B-hluta verði undir 540 þús.kr. á íbúa í upphafi og í lok kjörtímabils.
5. að rekstrarniðurstaðan verði aldrei lægri en um 10 m.kr. öll árin.
Skuldbindingar bæjarsjóðs.
Tekið er tillit til breytinga á lífeyrisskuldbindingum á tímabilinu til 2015.
Vert er þó að geta þess að erfitt er að reikna þessar skuldbindingar út á milli ára þar sem nýir kjarasamningar hafa tekið gildi og er þessi liður í töluverðri óvissu næstu árin. Aðrar skuldbindingar eru einnig í líkaninu.

Lokaorð.
Miklum framkvæmdum er nú nær lokið á árinu 2011 og vísast hér í framkvæmdayfirlit hér að framan.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hraða uppbyggingu grunnskólans, en leggur áherslu á vandaða undirbúningsvinnu með fagnefnd og skólastjórnendum. Ætlunin er að draga síðan úr framkvæmdum á árunum þar á eftir, en miða þær ætíð við afkomu bæjarsjóðs.
Megin markmið er skýrt. Fjallabyggð á að vera í fremstu röð bæjarfélaga er varðar faglega þjónustu, þjónustugjöld og umfram allt fagurt mannlíf.
Niðurstaða bæjarráðs 13.12.2011.
Niðurstaða reiknilíkans er í samræmi við gefnar forsendur, ákvarðanir bæjarráðs og tillögur.
Bæjarráð samþykkti þar með að vísa tillögu ársins 2012 og fyrir árin 2013 - 2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 14. desember 2011.


Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Ólafur H. Marteinsson, Þorbjörn Sigurðsson, Ingvar Erlingsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við bæjarfulltrúar minnnihlutans samþykkjum fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, en bendum á nokkur atriði sem við höfum verulegar áhyggur af, tekjuhliðinni þó sérstaklega, útsvarinu og framlagi úr Jöfnunarsjóðnum.
Útsvar hækkar í krónum talið mjög lítið eða um 6 milljónir á milli ára en ætti að hækka um 30-40 milljónir á milli ára sé miðað við verðlagsþróun.
Jöfnunarsjóðsframlag hefur lækkað verulega frá árinu 2008 eða úr 416 milljónum í 247 milljónir í áætlun 2012, en hækkun á fasteignamati um 10% á milli ára, sem leiðir af sér hækkun á fasteignagjöldum og leiguverð í Íbúðarsjóðnum um 20% og er meðaltalshækkun á íbúð kr. 97.922.- á ársgrundvelli.
Bendum við á að það gæti verið að koma nýr tekjustofan til sveitafélagana svokallað auðlindagjald sem gæti skilað milljörðum í ríkissjóð til framtíðar og er talað um að 40% af því renni til sveitafélaganna og því ber að fagna.
Við bendum á að skoða þurfi áframhaldandi hagræðinu með sameiningu rekstrareininga og bendum við á í því samhengi að stefna beri að því sameina stjórnsýsluna undir eina bæjarskrifstofu.
Með því móti er hægt að hagræða bæði í húsnæði og fækkun starfa, og teljum við að sparnaður gæti numið 15-20 milljóna króna á ári að lágmarki, skírustu dæmin í þessa veru eru sameining Grunnskóla Fjallabyggðar og Þjónustumiðstöðvar svo dæmi séu tekin.
Einnig bendum við á að skoða þarf hagræðinu, er varðar íþróttamálin, en þar er hægt að ná fram hagræðinu uppá 10-12 milljónir og lýsum við okkur tilbúin að koma að þessari vinnu.
Þarna tilgreinum við hagræðinu að upphæð 25-32 milljónir á einu ári."


Tillaga að fjárhagsáætlun 2012 var samþykkt með 9 atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2013-2015, þriggja ára áætlun, síðari umræða

Málsnúmer 1112026Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðu áætlunar 2013 - 2015, sjá bókun með fjárhagsáætlun 2012.
Fjárhagsáætlun 2013-2015 var samþykkt með 9 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.