Við fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar og að ósk bæjarstjóra, komu fram ábendingar um eftirtalin mál sem þyrfti að ræða í bæjarráði 13.12.2011 og taka til skoðunar á milli umræðna. Málin voru rædd og þeim vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn við síðari umræðu.
1. Tillaga frá minnihluta bæjarstjórnar frá fyrri umræðu þ.e. frá 7.12.2011 um breytingar á viðmiðunaraldri úr 16 árum í 18 ár á afslætti á sundstöðum.
Samþykkt samhljóða.
2. Tillaga frá minnihluta um hækkun á húsaleigu.
Tillaga fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2012.
Í stað hækkunar á grunnverði íbúðar í Íbúðarsjóði úr kr. 641m2 í kr. 741m2 + 4% verðlagsbreytingar, er lagt til að hækkunin miðist við kr. 641m2 í kr. 691m2 +4% verðlagsbreyting.
Um er að ræða 2.0 m.kr. minni tekjur í leigu fyrir bæjarfélagið miðað við framkomna tillögu.
Tillaga felld með 2 atkvæðum gegn 1.
3. Útboð á Saurbæjarás, fyrsti hluti.
Áætlaðar kostnaður er um 22 m.kr. og áætlaðar tekjur 15 m.kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir lóðarhöfum á árinu 2012.
Komi fram vilji til byggingarframkvæmda á svæðinu verður verkið boðið út.
Framkvæmdin er þó háð neðanrituðu.
· Að raunverulegur áhugi sé á lóðum á umræddum svæði
· Að áhugi sé fyrir verkinu hjá verktökum á svæðinu
· Að áætlaðar tekjur muni innheimtast á framkvæmdartíma
Verktími miðist hins vegar við að hlutur bæjarfélagsins 7 m.kr. greiðist á árinu 2013.
Samþykkt samhljóða.
4. Samningur við Valló ehf.
Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.
· Lagt er til við bæjarstjórn að umræddur samningur verði tekinn til skoðunar strax eftir áramót sjá 6. lið um hugmyndir um heildaruppbyggingu á hóteli við höfnina
Lögð er áhersla á neðanritað:
· Uppsetning á nýrri lyftu á skíðasvæði Fjallabyggðar
· Sérstakar merkingar á snjóflóðahættusvæðum
· Uppsetning og kaup á tölvu og kerfum fyrir rekstur skíðasvæðisins
· Samningur vegna snjóflóðahættumats á skíðasvæði bæjarfélagsins
· Stækkun á lyftuskúr á efra svæðinu
· Framlag frá aðilum í framkomin verkefni
* Tengdar hugmyndir um heildarlausn við uppbyggingu á hóteli og golfvelli á Siglufirði, sjá 6. lið.
5. Samningar um uppbyggingu golfvallar á Siglufirði.
Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.
* Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá samningum í samræmi við framkomin markmið og í samræmi við áherslur Rauku ehf. um uppbyggingu á
frístundaiðkun í bæjarfélaginu með tilkomu nýs hótels við höfnina.
6. Mál er varðar lóð undir Hótel við höfnina.
Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.
6.a. Bæjarráð hefur nú þegar samþykkt að lóð verði skipulögð á þessum stað.
6.b. Bæjarráð hefur nú þegar samþykkt skipulag fyrir umrædda lóð svo koma megi umræddri hugmynd til framkvæmda.
6.c. Bæjarráð hefur samþykkt að Rauðka ehf. fái umrædda lóð til leigu og afnota.
6.d. Bæjarráð telur rétt að leggja til við bæjarstjórn neðanritað.
6.e Komi fram formleg ósk um byggingarleyfi á árinu 2012 og upplýsingar um framkvæmdartíma með byggingarnefndarteikningum verður ráðist í framkvæmdir við stækkun umræddrar lóðar á árinu.
6.f Bæjarfélagið mun í samræmi við fyrri ákvarðanir úthluta lóðinni með formlegum hætti og innheimta gatnagerðargjald sem mun standa undir framkvæmdum við stækkun lóðarinnar og gera hana þannig úr garði að hún sé byggingarhæð.
6.g Gatnagerðargjaldið mun standa undir umræddum framkvæmdum við undirbúningsframkvæmdir
6.h Bæjarstjórn mun legga til fjármagn til lagfæringar á umhverfi, vatnsveitu og fráveitu í áætlun fyrir árið 2013.
6 i Bæjarráð leggur áherslu á að frekari framkvæmdir við skíðasvæði og golfvallarsvæði á Siglufirði er bundið þessari framkvæmd, samanber tillögur, hugmyndir, óskir og áform Rauðku ehf.
7. Lækkun á fasteignaskatti, tillaga frá síðasta ári. Færist til ársins 2014.
Árið 2014 þá verði fasteignaskattur lækkaður úr 0.49% í 0.45% og lóðarleiga úr 1.9% í 1.5%.
· Lækkun vegna fasteignaskatts er um 3.5 m.kr og vegna lóðarleigu um 3.0 m.kr. á ársgrundvelli.
Samþykkt samhljóða.
8. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að styrkur vegna öldungamóts í blaki verði aukinn um kr. 200 þúsund, enda er gert ráð fyrir 1.5 m.kr. í tekjur þessa helgi í fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvar bæjarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
9. Bæjarráð leggur til að húsaleigusamningur við karlakórinn á Siglufirði verði tekinn með inn í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.
10. Bæjarráð hefur samþykkt styrk til hestamanna vegna reiðskemmu að uppæð 2.375 m.kr.
11. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lokið verði við breytingar á yfirstjórn bæjarfélagsins með útgáfu og lagfæringum á skipuriti bæjarfélagsins. Verkinu verði lokið fyrir 1.06.2012.
Sett verði í áætlun 0.6 m.kr. fyrir ráðgjöf.
Samþykkt samhljóða.
12. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur um snjóflóðaeftirlit fyrir árið 2012 verði framlengdur og staðfestur.
Samþykkt samhljóða.
13. Bæjarráð gerir ráð fyrir framlagi frá Brunabótafélagi Íslands á árinu 2012 að upphæð 4.0 m.kr.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarráð hefur með yfirferð og framsettri áætlun fyrir árið 2012 lagt áherslu á málefni sem samkomulag og eining er um á milli framboða og í samræmi við starfsáætlanir fagnefnda og deildarstjóra.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.