Bæjarráð Fjallabyggðar

235. fundur 08. nóvember 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 1110001Vakta málsnúmer

Formaður bæjararráðs bauð velkomna til fundar við bæjarráð þá Bjarna Kristjánsson og Árna Ólafsson, en þeir hafa unnið að greinargerð og skipulagi að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar sem mun hafa gildistíma frá 2011 - 2023. Auk þess sat Magnús A. Sveinsson fulltrúi skipulags- og umhverfisnefndar fundinn.

Bæjarráð boðaði þá á fund til að fara yfir þau atriði sem snerta Fjallabyggð sérstaklega.

Eftir umræður og yfirferð voru þeim færðar þakkir fyrir góðar tillögur og ábendingar um forsendur og niðurstöður undirbúningsnefndar sveitarfélaganna á svæðinu.

2.Beitarmál í Siglufirði

Málsnúmer 1110123Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf um lausnir er varða lausagöngu búfjár á Siglufirði.
Umhverfisfulltrúi, búfjáreftirlitsmaður bæjarfélagsins og deildarstjóri tæknideildar tóku tillögurnar saman í samráði við álitsgjafa, þá Héraðsdýralækni Skaga- og Eyjafjarðarumdæmis, eftirlitsdýralækni Skaga- og Eyjafjarðarumdæmis og búfjáreftirlitsmann frá Búgarði ráðgjafaþjónustu.
Afgreiðslu frestað.

3.Snjóflóðavarnir í Siglufirði - staða framkvæmda

Málsnúmer 1106111Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 1. nóvember, er varðar framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Siglufirði á svæðinu "Fífladalir norður."

Þar kemur fram að ætlunin sé að hefja framkvæmdir með stuðningi sjóðsins á árinu 2013. Ætlunin er að ljúka öllum framkvæmdum fyrir árið 2016.

Lagt fram til kynningar og er erindinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
Það er skoðun bæjarráðs að svörin séu nægjanlega skír til að hægt sé að fá deiliskipulag við Snorragötu samþykkt hjá Skipulagsstofnun.

4.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Farið yfir gögn deildarstjóra tæknideildar varðandi Eignarsjóð um framkvæmda- verk og kostnaðaráætlanir.

5.Sigurjón Magnússon ehf. - Staða og framtíðarhorfur

Málsnúmer 1111025Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti Sigurjón Magnússon til að ræða málefni fyrirtækisins og framtíðarhorfur í rekstri þess.

6.Móttaka í tilefni afmælis Landskerfis bókasafna hf. 11. nóvember n.k.

Málsnúmer 1111017Vakta málsnúmer

Bæjarstjóra er boðið til móttöku í Bóksal Þjóðmenningarhúss föstudaginn 11. nóvember n.k. Tilefnið er tíu ára afmæli Landskerfis bókasafna hf., en félagið var stofnað 14. nóvember 2001.

Lagt fram til kynningar.

7.Ályktun gerð á aðalfundi Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi 13. október s.l.

Málsnúmer 1111012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun um áframhaldandi flug til Sauðárkróks, sem gerð var á aðalfundi 13. október s.l.

8.Manntal á Íslandi í árslok 2011

Málsnúmer 1111018Vakta málsnúmer

Hagstofan undirbýr nú töku manntals og húsnæðistals í árslok 2011 og fer þess á leit við sveitarfélögin að þau veiti henni nokkrar upplýsingar til viðbótar.
Erindi lagt fram til kynningar.

9.Fundargerð samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags vélstjóra og málmtæknimanna frá 1/11 2011

Málsnúmer 1111013Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.