Bæjarráð Fjallabyggðar

238. fundur 29. nóvember 2011 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Grunnskóli Fjallabyggðar - jarðvinnuframkvæmdir

Málsnúmer 1111080Vakta málsnúmer

Tveir aðilar sendu inn tilboð vegna jarðvinnuframkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

Kostnaðaráætlun var 10.444.435.
Árni Helgason ehf. bauð 7.188.200 og

Bás ehf. bauð 9.312.340

Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda.

2.Erindum vísað til fjárhagsáætlunar 2012

Málsnúmer 1104048Vakta málsnúmer

  • Fyrirspurn um að halda bíósýningar í Tjarnarborg.
    Erindi hafnað.
  • Lagning á ljósleiðara til Siglufjarðar.
    Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
  • Fjárrétt vestan við bæinn Kálfsá og aðhaldsrétt vestan við Ós.
    Erindi hafnað.
  • Reglur um starfs- og endurmenntun fyrir starfsmenn Fjallabyggðar.
    Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
  • Íslandsmót öldunga í blaki.
    Bæjarráð hafnar fjárveitingu umfram tillögu frístundanefndar í fjárhagáætlun 2012.
  • Innheimtuþjónusta fyrir Fjallabyggð.
    Bæjarráð frestar útboði á innheimtu.
  • Náttúrugripasafn og Listasafn í eigu Fjallabyggðar.
    Afgreiðslu frestað og ekki er gert ráð fyrir fjármunum á fjárhagsáætlun 2012.
  • Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar.
    Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
  • Ósk um styrk vegna uppbyggingar strandblakvallar.
    Bæjarráð hafnar fjárveitingu umfram tillögu frístundanefndar í fjárhagáætlun 2012.
  • Kostnaður vegna malbikunar á plani við Lækjargötu 14.
    Ekki er gert ráð fyrir þessu verkefni í fjárhagsáætlun 2012.
  • Starfsemi upplýsingamiðstöðvar í Fjallabyggð.
    Bæjarráð samþykkir að fyrirkomulag verði óbreytt 2012.
  • Bréf Hestamannafélagsins Gnýfara frá 14. ágúst 2011, reiðvegir, ræsi o.fl.
    Bæjarráð samþykkir að vísa þeim atriðum sem ófrágengin eru til umfjöllunar við fjárhagsáætlun 2013.
  • Kostnaðaráætlun v. breytinga á húsnæði Menntaskólans Tröllaskaga.
    Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
  • Síldarævintýri 2012.
    Bæjarráð samþykkir að sömu aðilar taki að sér verkefnið.
  • Styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Gnýfara er tengist gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöldum og kaldavatnsinntaki af nýrri reiðskemmu að upphæð 2,9 milljónir.
    Bæjarráð samþykkir styrk vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.
  • Kirkjugarður á Siglufirði 1. áfangi.
    Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
  • Refa- og minkaveiði.
    Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
  • Umsókn Sigurjóns Magnússonar um styrk vegna safns.
    Bæjarráð hafnar erindinu.

3.Styrkumsóknir 2012 - Ýmis mál

Málsnúmer 1110107Vakta málsnúmer

  • Systrafélag Siglufjarðarkirkju.
    Bæjarráð samþykkir 50 þúsund kr.
  • Herhúsfélagið vegna Gránufélagshúss.
    Erindi hafað.
  • Stígamót.
    Erindi hafnað.
  • Kiwanisklúbburinn Súlur vegna viðhalds húsnæðis.
    Erindi hafnað.
  • Foreldrafélag Leikhóla.
    Erindi hefur fengið afgreiðslu í fræðslunefnd.
  • Björgunarsveitirnar Tindur og Strákar.
    Erindi vegna búnaðarstyrks og rekstrar.
    Gerð er tillaga í fjárhagsáætlun 2012 um 500 þúsund á hvora björgunarsveit.
  • Félag eldri borgara í Ólafsfirði.
    Erindi vegna viðhalds er hafnað.
  • Siglufjarðarkirkja vegna barnastarfs.
    Bæjarráð samþykkir 50 þúsund kr.
  • Samtök um kvennaathvarf.
    Erindi hafnað.
  • Sambýlið Siglufirði vegna rekstrar bifreiðar.
    Bæjarráð samþykkir 300 þúsund kr.

4.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir samantekt tillagna frá nefndum, deildarstjórum og forstöðumönnum.

Bæjarráð telur rétt að hækka gjaldskrár vegna tónskólagjalda frá og með næsta skólaári og húsaleigu frá og með næstu áramótum.

Bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra falið að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar 2012 í samræmi við upphafleg markmið fjárhagsáætlunar.

5.Samráðsfundur með Dalvíkurbyggð - 2. fundur

Málsnúmer 1111079Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Yfirfærsla á eignarhlut í Greiðri leið ehf

Málsnúmer 1111067Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til að forkaupsréttur verði ekki nýttur.

Fundi slitið - kl. 18:15.