Bæjarráð Fjallabyggðar

231. fundur 11. október 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Grunnskóli Fjallabyggðar - hönnun burðarþols

Málsnúmer 1109151Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Teiknistofunni Víðihlíð 45 ehf, er varðar verðkönnun á verkfræðiþjónustu vegna stækkunar grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

Verkfræðistofa Norðurlands, Verkís og VSÓ ráðgjafar, skiluðu inn verðhugmyndum í verkfræðiþjónustu vegna stækkunar skólans.

Deildarstjóri tæknideildar og bæjarstjóri leggja til að lægsta tilboði verði tekið en það er frá VSÓ ráðgjöf að upphæð 3,4 m. kr án vsk.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægst bjóðanda.

2.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram tillögur um fjárhagsáætlunarferlið, skilgreiningu á hlutverkum og tímasetningum.
 
Bæjarráð samþykktir eftirfarandi tímasetningar á umræðum á vegum bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.10.2011 Tímaplön - undirbúningur til kynningar í bæjarráði.
25.10.2011 Undirbúningur ræddur í bæjarráði.
02.11.2011 Verklok undirbúnings verður á fundi bæjarráðs.
08.11.2011 Bæjarráð vinnur að fjárhagsáætlun.
09.11.2011 Verklok undirbúnings til umræðu í bæjarstjórn.
15.11.2011 Bæjarráð vinnur að fjárhagsáætlun.
22.11.2011 Bæjarráð vinnur að fjárhagsáætlun.
29.11.2011 Bæjarráð afgreiðir tillögur til bæjarstjórnar.
30.11.2011 Fyrri umræða í bæjarstjórn.
06.12.2011 Tillögur til breytinga ræddar í bæjarráði.
14.12.2011 Síðari umræða í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri lagði fram greinargerð fyrir vinnslu á starfsáætlun fyrir árið 2012 og var hún lögð fram til umræðu og skoðunar en vísað til frekari umræðu á næsta fundi bæjarráðs.


Bæjarstjóri, skrifstofu - og fjármálastjóri lögðu fram viðmiðunarkeyrslu á áætlun miðað við ákveðnar forsendur sem koma m.a. fram í greinargerð og málefnasamningi meirihlutans.

3.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 1110001Vakta málsnúmer

Svæðisskipulag Eyjafjarðar lagt fram til kynningar.

Bæjarráð telur rétt að skipulagshöfundar mæti á næsta fund bæjarráðs og geri grein fyrir þeim tillögum sem snerta bæjarfélagið Fjallabyggð sérstaklega.

4.Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Samráðs- og kynningarferli

Málsnúmer 1110020Vakta málsnúmer

Tillaga lögð fram til kynningar.
Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til miðnættis 11. nóvember 2011.

5.Undirskriftarlisti vegna tjaldsvæða á miðbæjarsvæði á Siglufirði

Málsnúmer 1110027Vakta málsnúmer

Lagður fram undirskriftarlisti er varðar staðsetningu húsbíla og tjaldhýsa í miðbæ Siglufjarðar og er m.a. bent á gamla fótboltavöllinn sem kjörstað fyrir ferðamenn.
Lögð er áhersla á að laga þarf allt umhverfi á þeim stað til að sjá þetta verða að veruleika.

Bæjarráð tekur vel í fram komnar ábendingar og felur tæknideild að taka þær saman sem fram hafa komið um umrætt svæði.

Bæjarráð vill auk þess benda á að verið er að skoða hugmyndir um breytingar á miðbæjarsvæðið vegna framkominna tillagna og/eða hugmynda Rauðku ehf um að fjarlægja húsnæði Egilssíldar.

Bæjarráð telur rétt að kalla hagsmunaaðila saman til fundar þegar búið er að afla umræddra gagna.

6.Forvarnarstefna - skipan starfshóps

Málsnúmer 1110048Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til að eftirtaldir verði skipaðir í starfshóp um forvarnarstefnu Fjallabyggðar.

1. Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

2. Nanna Árnadóttir formaður frístundanefndar.

3. Bjarkey Gunnarsdóttir f.h. meirihluta bæjarstjórnar.

4. S.Guðrún Hauksdóttir formaður fræðslunefndar.

5. Guðrún Árnadóttir f.h. minnihluta bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til að starfshópurinn skili af sér fyrir 1.12.2011.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að fara ítarlega yfir málin með félagsmálastjóra og fræðslu- og menningarfulltrúa til að tryggja að öll sjónarmið verði rædd af starfshópi bæjarráðs.

7.Umferðaröryggisáætlun - skipan starfshóps

Málsnúmer 1110047Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í starfshóp um öryggisáætlun Fjallabyggðar.

1. Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

2. Kristinn Gylfason f.h. meirihluta bæjarstjórnar.

3. Hilmar Elefsen f.h. minnihluta bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til að starfshópurinn skili af sér fyrir 1.12.2011.

8.Stefnumótun í þjónustu aldraðra

Málsnúmer 1102063Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til að vinnuhópur um stefnumótun í þjónustu aldraðra verði endurskipaður og að hópinn skipi:
Félagsmálastjóri, Hjörtur Hjartarson, 
Rögnvaldur Ingólfsson formaður félagsmálanefndar f.h. meirihluta bæjarstjórnar og
Sólrún Júlíusdóttir f.h. minnihluta bæjarstjórnar.

9.Samningur Fjallabyggðar og Haforku ehf. vegna vatnstöku úr landi Burstabrekku

Málsnúmer 1003133Vakta málsnúmer

Samningurinn lagður fram til kynningar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

10.Meindýraeyðing

Málsnúmer 1108088Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá umhverfisfulltrúa um útrýmingu og varnir gegn meindýrum í Siglufirði.

Bæjarráð telur rétt að ráðast strax í aðgerðir og að umhverfisfulltrúi gangi til samninga við Meindýravarnir Eyjafjarðar ehf.

11.Fundur deildarstjóra 6. október 2011

Málsnúmer 1110043Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 1109148Vakta málsnúmer

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 13. og 14. október nk. í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að tveir bæjarráðsfulltrúar sæki ráðstefnuna, ásamt bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra.

13.Fundagerðir 223. og 224. fundar stjórnar Eyþings

Málsnúmer 1109158Vakta málsnúmer

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

14.Samþykkt ársþings SSNV um greiðslur úr varasjóði

Málsnúmer 1110025Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra í tengslum við samþykkt ársþings SSNV 26. - 27. ágúst s.l. um greiðslur úr varasjóði byggðasamlags SSNV um málefni fatlaðra.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir frekari upplýsingum um málið hjá SSNV.

15.Hvatning vegna kvennafrídagsins 24. október nk.

Málsnúmer 1110016Vakta málsnúmer

Lögð fram hvatning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna, um kynningu á stöðu kvenna og karla, í tengslum við kvennafrídaginn.

16.Fundur sveitarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011

Málsnúmer 1110045Vakta málsnúmer

Fulltrúum sveitarfélaga er boðið til viðtals hjá fjárlaganefnd.
Áætlaðir fundardagar eru 14. október og 4. nóvember, einnig boðið upp á fjarfund 12. október.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og formaður bæjarráðs sæki fund fjárlaganefndar 4. nóvember.
Jafnframt var bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að erindum þeim sem bera á upp við fjárlaganefnd.

17.Trúnaðarmál - Lögfræðiálit

Málsnúmer 1110056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar lögfræðiálit er varðar samninga- og innkaupamál sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.