Bæjarráð Fjallabyggðar

233. fundur 25. október 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Breyting reglna Fjallabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 1110102Vakta málsnúmer

Í reglum sveitarstjórnar Fjallabyggðar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni sbr. heimild í 2 mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir að gera breytingar á 2. gr. og miða tímasetningar við umsóknir um aðra styrki á vegum bæjarfélagsins eða við 1. nóvember ár hvert.

2.Erindisbréf félagsmálanefndar - uppfærsla

Málsnúmer 1102029Vakta málsnúmer

Bæjarráð telur eðlilegt og leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á erindisbréfi félagsmálanefndar til samræmis við samþykktir um stjórn og fundarköp Fjallabyggðar.

1. Félagslegt húsnæði.

Í kaflanum málaflokkar og verkefni bætist við upptalninguna,"félagslegt húsnæði" og "úthlutun á félagslegu húsnæði".

2. Orðalagsbreyting:

Í kaflanum Stofnanir sem heyra undir félagamálanefnd kemur "Búsetuþjónusta fatlaðra" í stað Sambýlis. Vísað er í reglugerð nr.1054.

3. Tilvísun lagaákvæða.

Í kaflanum Lagaákvæði og heimildir, bætist við í upptalningu "lög um málefni aldraðra nr. 50/1991 og leiðrétt laganúmer og ártal, laga um jafnan rétt kvenna og karla.

Ofanritað samþykkt samhljóða.

En tillaga um boðun funda og um seturétt áheyrnarfulltrúa var felld með tveimur atkæðum, en Sólrún greiddi atkvæði með tillögunni.

3.Fjárfestingarverkefni vegna sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Málsnúmer 1110007Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur stjórnar Eyþings sjá bréf dags. 12. og 16. september er varðar sóknaráætlanir fyrir Norðurland eystra og áherslur í samgöngumálum.

4.Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2011

Málsnúmer 1110092Vakta málsnúmer

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar boðar til haustfundar á morgun miðvikudag 26. október kl. 15.00 á Akureyri. Fulltrúar Fjallabyggðar eru;

Frá meirihluta eru Þorbjörn Sigurðsson og Bjarkey Gunnarsdóttir í stað Ingvars Erlingssonar.

Fulltrúi minnihluta á fundinum verður Guðmundur Gauti Sveinsson.

Bæjarstjóri situr og fundinn, sem stjórnarmaður í Atvinnuþróunarfélaginu.

5.Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2010

Málsnúmer 1107057Vakta málsnúmer

Á 168. fundi Ofanflóðanefndar var fjallað um erindi Fjallabyggðar frá 15. júlí varðandi lánsumsókn vegna snjóflóðavarnarframkvæmda. Um er að ræða áfallinn kostnaðarhlut að upphæð kr. 5 m.kr.
Bæjarráð fagnar afgreiðslu Ofanflóðanefndar.

6.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 1110001Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

7.Umsókn um styrk vegna garðs umhverfis kirkjugarð í Ólafsfirði

Málsnúmer 1110005Vakta málsnúmer

Formaður sóknarnefndar sækir um styrk vegna garðs umhverfis kirkjugarð í Ólafsfirði. Sótt er um styrk að upphæð kr. 483 þúsund sem er um 20% af heildarkostnaði við verkið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að styrkurinn verði samþykktur og tekinn inn í fjárhagsáætlun 2012.

8.Þakkir fyrir stuðning

Málsnúmer 1110011Vakta málsnúmer

UNICEF þakkar Fjallabyggð fyrir veittan stuðning við að koma börnum á þurrkasvæðum í Austur - Afríku til hjálpar.

9.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Bæjarráð tók greinargerð bæjarstjóra til umræðu og afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að vinna haldi áfram við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2012 - 2015 í samræmi við forsendur í framkominni greinargerð og miða skuli útgjaldaramma við gefnar forsendur.

Bæjarráð felur því deildarstjórum og forstöðumönnum að vinna starfsáætlanir í samræmi við framlagða greinargerð.

Gerðar eru fjórar breytingar á framlagðri greinargerð.

1. Tillaga að hækkun sorphirðugjalds á íbúa er ekki samþykkt og verður álagning óbreytt á milli ára.

2. Miða skal við að veltufé frá rekstri miðist við að lágmarki 10% öll árin.

3. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði ekki lægri en 10 m.kr. öll árin.

4. Veltufjárhlutfall verði nálagt einum.

Samþykkt samhljóða.

Sólrún vísar í fyrri bókanir er varðar framkvæmdir við skólamannvirki Fjallabyggðar.

Sólrún lagði fram athuasemd er varðar hækkun á fasteignamati og þar með hækkun á fasteingagjöldum næsta árs og óskar að fært sé til bókar.

"Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir fasteignasköttum á árinu 2012 upp á 96.9 m.kr. en á árinu 2011 var gert ráð fyrir 87.9 m.kr. Þarna mega íbúar búast við að fasteignaskattar hækki um 10.2%. Þessi hækkun á sköttum sveitarfélagsins er langt umfram almennar verðlagshækkanir og gerir ekkert annað en að minnka kaupmátt íbúanna. Þess í stað legg ég til að skoðaðir verði rækilega möguleikar á hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins, sem hafa skapast með opnum Héðinsfjarðarganga, við höfum ekki efni á að hafa tvennt af öllu".

Bæjarráð bendir sérstaklega á að til að ná ofanrituðum samþykktum markmiðum ber deildarstjórum sérstaklega að kanna neðanritað.

1. Lögð er áhersla á að rekstur leikskólans verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.

2. Lögð er áhersla á að rekstur menningarmála verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.

3. Lögð er áhersla á að rekstur æskulýðs og íþróttamála verði skoðaður sérstaklega til lækkunar.

Samþykkt einróma.

10.Fundur deildarstjóra 20. október 2011

Málsnúmer 1110115Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

11.Launayfirlit janúar - september 2011

Málsnúmer 1110104Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Viðtalstímar þingmanna og sveitarstjórna í Eyþingi 25. og 26. október 2011

Málsnúmer 1110116Vakta málsnúmer

Bjarkey Gunnarsdóttir og bæjarstjóra er falið að fara yfir málefni sveitarfélagsins miðvikudaginn 26. október með þingmönnum kjördæmisins.

13.Úthlutun framlaga vegna sölu félagslegra íbúða

Málsnúmer 1110091Vakta málsnúmer

Á 90. fundi ráðgjafanefndar Varasjóðs húsnæðismála þann 1. september 2011 var úthlutað framlögum vegna sölu félagslegra íbúða skv. reglum þar um nr. 656/2002.

Fjallabyggð var úthlutað kr. 2.108.796 vegna tveggja íbúða.

Lagt fram til kynningar.

14.Könnun á öryggi barna á leikskólaaldri í bílum

Málsnúmer 1110065Vakta málsnúmer

Fyrir 16 árum var gerð könnun á öryggi barna í bílum fyrir utan leikskóla og kom þá í ljó að 28% barna var óbundið í bílum landsmanna.

Nú er staðan þannig að aðeins 2% barna er laus í bílum. Lögð er áhersla á jákvæða þróun, en ekki má draga úr áróðri og upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna.

Lagt fram til kynningar.

15.Boð á opnunarsýningu fyrsta HAAS Hátæknimenntaseturs á Íslandi

Málsnúmer 1110111Vakta málsnúmer

Lagt fram boð á fyrsta HAAS Hátæknimenntaseturs á Íslandi sem haldin verður 4. nóvember 2011 í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

16.151. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 14/9 2011

Málsnúmer 1110109Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Fundagerðir SSNV frá 8. september og 4. október 2011

Málsnúmer 1110094Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar.

18.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 30.08.2011

Málsnúmer 1108090Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.