Breyting reglna Fjallabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 1110102

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25.10.2011

Í reglum sveitarstjórnar Fjallabyggðar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni sbr. heimild í 2 mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir að gera breytingar á 2. gr. og miða tímasetningar við umsóknir um aðra styrki á vegum bæjarfélagsins eða við 1. nóvember ár hvert.