Undir þessum lið sátu frá Dalvíkurbyggð;
Björn Snorrason, Jóhann Ólafsson, Kristján E. Hjartarson Valdís Guðbrandsdóttir, Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fyrir var tekið
1. Menntaskólinn á Tröllaskaga.
Frá núverandi skólaári bætast við 40 nemendagildi þannig að þau verða alls 120. Rætt var um hvernig hægt er að ná til nemenda í Dalvíkurbyggð, þá sem eru að útskrifast úr 10. bekk og til fullorðinna sem hyggja á framhaldsnám. Umræða spannst um markaðssetningu og kynningu á skólanum og hvernig best er að miðla upplýsingum um hvaða nám og námsleiðir eru í boði. Bæjarráðin beina því til skólastjórnenda MT að fara í öflugt markaðsátak.
Í tengslum við þetta voru einnig til umræðu samgöngumál m.t.t. snjóflóðavarna og ferðir á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar sem geta haft áhrif á sókn í skólann.
2. Samgöngumál.
Rætt um hvaða möguleikar eru í stöðunni hvað varðar bættar samgöngur á milli Dalvíkurbyggðar og Ólafsfjarðar.
Er aðaláherslan á snjóflóðavarnir og breikkun á núverandi Múlagöngum?
Á að gera ráð fyrir nýjum göngum á svæðisskipulagi?
Svanfríður Jónasdóttir gerði grein fyrir fundi með Gísla Eiríkssyni frá Vegagerðinni fyrir ca. 2 árum um skýrslu um breikkun Múlaganga.
Þeim spurningum var velt upp hvort staðan sé að berjast fyrir nýjum jarðgöngum gagnvart ríkinu? Hvað er líklegast til að að beri árangur? Svanfríður mun hafa samband við Gísla Eiríksson og óska eftir fundi um hvort það sé kostur í stöðunni að breikka Múlagöng.
Kristján E. Hjartarson kom inn á gamla Múlaveginn sem magnaða göngu- og hjólaleið en flöskuhálsar eru í veginum. Það var á stefnuskrá Vegargerðarinnar að halda þessari leið opinni upp á plan Dalvíkurmegin.
Valdísi Guðbrandsdóttir sagði að skjólstæðingar félagsþjónustu í Dalvíkurbyggð gæta ekki nýtt sér Iðjuna á Siglufirði vegna skorts á almenningssamgöngum.
Fram kom að sérleyfissamningur á þessari leið rennur út um áramót og sveitarfélögin þurfi að skoða allt í samhengi og hafa allan akstur undir í heildarpakka.
3. Almannavarnir.
Ein almannavarnarnefnd hefur verið starfandi fyrir Eyjafjörð í ca. 2 ár og er Fjallabyggð búin að samþykkja aðild að nefndinni. Sú aðild er ekki orðin virk og Fjallabyggð er enn með sína nefnd þar sem ekki liggur fyrir skýrt hvenær skilin eiga/áttu að verða.
Fram kom hjá Sigurði Val Ásbjarnarsyni að afar brýnt er að fylgja þessu máli eftir við Sýslumanninn á Akureyri.
4. Brunaeftirlit.
Slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð sér um brunavarnareftirlit í sveitarfélaginu. Rætt var um möguleika á samstarfi og samvinnu á milli sveitarfélaganna í þessum efnum og þá möguleika sem ráðning á nýjum slökkviliðsstjóra í Dalvíkurbyggð gefur.
Rætt var um framkvæmd fasteignamats í sveitarfélögum og misræmi í mati á milli húsa. Samvinna ætti að vera vegna brunaeftirlits og mati á fasteignum. Fram kom að rétt væri að óska eftir heildarendurmati frá Fasteignaskrá Íslands.
5. Barnaverndarnefnd.
Rætt var um möguleika á stækkun barnaverndarnefndar í vestur í samræmi við samstarf um málefni fatlaðra.
6. Fundur með þingmönnum 26.10.2011.
Hvaða sameiginleg málefni vilja sveitarfélögin leggja fyrir þingmennina:
- Bættar almenningssamgöngur.
- Bættar samgöngur í Múlanum.
- Jöfnunarsjóður-hrap í tekjum hjá Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, en sveitarfélög sem fóru offari fá meira.
- Fjárhagsaðstoð eykst þegar réttur einstaklinga til atvinnuleysisbóta rennur út.
- Fjarskiptamál-RÚV heyrist ekki alls staðar í sveitarfélögunum og dettur víða út.
7. Svæðisskipulag um ferðamál á Tröllaskaga.
Heimilt er að hafa svæðisskipulag fyrir minna svæði ef um tiltekið málefni er að ræða. Spurning um samstarf á milli Dalvíkurbyggðar, Fjallabyggðar og Skagafjarðar. Setja þarf upp markmið og lýsingu fyrir Tröllaskaga hvað ferðamál varðar. Hvernig er hægt að styðja við ferðamál á Tröllaskagasvæðinu með skipulaginu? Sveitarfélögin myndu kjósa fulltrúa í nefnd og fagaðili þyrfti að starfa með nefndinni. Bæjarstjórum falið að ræða við nágranna í vestri um hugmyndina.
8. Atvinnumálafulltrúi.
Sigurður Valur kom inn á hvort forsendur væru fyrir samstarfi um atvinnumálafulltrúa og vísaði til bókunar atvinnumálanefndar Dalvíkurbyggðar um þessi mál. Svanfríður gerði grein fyrir forsendum á bak við niðurstöðu atvinnumálanefndar Dalvíkurbyggðar sem er að ráða ekki sérstakan atvinnumálafulltrúa heldur að þessum málum sé best fyrir komið hjá svæðisbundnum atvinnuþróunarfélögum. Huga þarf því að breytingum á samstarfi við AFE til þess að sveitarfélögin fái meira í sinn hlut og að nálgunin verði með öðrum hætti en verið hefur. Mikilvægt að hlúa að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er, en jafnframt að leita nýrra leiða.
9. Sálfræðingur.
Rætt þá hugmynd að sveitarfélögin standi saman að ráðningu á sálfræðingi eða geri samning við sálfræðing um ákveðna þjónustu. Þá er gert ráð fyrir að viðkomandi sálfræðingur yrði með aðsetur annað hvort í Dalvíkurbyggð eða Fjallabyggð og yrði jafnframt með einkarekstur og þjónustu almennt við íbúa sveitarfélaganna. Taka þarf saman upplýsingar um aðkeypta sálfræðiþjónustu sveitarfélaganna. Því jafnframt velt upp hvort skoða eigi samstarf á sömu nótum og var, þegar rekin var sameiginleg skóla- og félagsþjónusta ÚtEy.
10. Önnur mál.
a) Sólrún Júlíusdóttir kom inn á hvort samstarf væri á milli félagsmálanefnda sveitarfélaganna. Fram kom að svo er ekki, en rætt hefur verið um að nefndirnar hittist.
b) Hvað eiga bæjarráðin að hittast oft?
Er áhugi að hafa þennan vettvang formfastari?
Rætt um að hafa fundi á 2ja mánaða fresti og að næsti fundur verði í byrjun árs 2012 og þá í Dalvíkurbyggð.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.