Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

126. fundur 30. nóvember 2011 kl. 17:00 - 17:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir varamaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Íbúðahús við Brimnes

Málsnúmer 1111065Vakta málsnúmer

Sigurjón Magnússon óskar eftir leyfi til að setja niður íbúðarhús á lóð sinni sunnan við íbúðarhúsið á Brimnesi.  íbúðarhúsið er hæð og ris gamla íbúðarhússins á Vatnsenda í Ólafsfirði.  Fyrirhuguð staðsetning er í beinni línu um 30 metrum sunnan við íbúðarhúsið á Brimnesi skv. meðfylgjandi skissu.

Afgreiðslu frestað.

2.Lóðaleigusamningur Gránugata 19.

Málsnúmer 1111076Vakta málsnúmer

Lagður var fram lóðaleigusamningur ásamt lóðablaði fyrir Gránugötu 19, Siglufirði.

Erindi samþykkt.

3.Lóðaleigusamningur Gránugata 19a

Málsnúmer 1111077Vakta málsnúmer

Lagður var fram lóðaleigusamningur ásamt lóðablaði fyrir Gránugötu 19a, Siglufirði.

Erindi samþykkt.

4.Varðar 5. tl. ákvæðis til bráðabirgðalaga í skipulagslögum nr. 123/2010

Málsnúmer 1111060Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun sendi inn erindi þar sem ítrekað er að frestur til að senda inn uppdrætti skv. 5. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulagslaga, sem sannalega hafa verið samþykktir í sveitastjórn fyrir 1. janúar 1998 og byggja á aðalskipulagi.  Frestur rennur út 31. desember 2011.

Nefndin felur tæknideild að fara yfir skipulagsuppdrætti sem sannanlega hafa verið samþykktir í sveitastjórn fyrir 1. janúar 1998 og ganga úr skugga um að þeir hafi hlotið fullnægjandi afgreiðslu Skipulagsstofnunar, frestur rennur út 31. desember 2011. 

5.Samþykkt um kattahald

Málsnúmer 0810130Vakta málsnúmer

Lagt var fram drög að samþykkt um kattahald í Fjallabyggð.

Samþykkt með áorðnum breytingum og felur tæknideild að gera tillögu að gjaldskrá.

6.Hringsjá á Álfhól

Málsnúmer 1111059Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.