Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
Málsnúmer 1111016F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
Lagðar fram tillögur um að byggja 60 m2 viðbyggingu við gömlu búnings og gufuaðstöðuna í Ólafsfirði.
Núverandi húsakostur er óviðunandi, mikil þrengsli og lítil lofthæð. Gróf kostnaðaráætlun gefur til kynna að kostnaður við umbeðnar úrbætur verði um 10 m.kr. Einnig eru lagðir fram útreikningar á tekjuaukningu staðarins og er gert ráð fyrir að framkvæmdin skili bæjarfélaginu hagnaði eftir 7 ár.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar tillögur verði teknar til skoðunar um leið og byggingarframkvæmdum við grunnskóla Fjallabyggðar er lokið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
Benedikt Ólafsson hrl. hefur tekið að sér að gæta hagsmuna Guðrúnar Elísabetar Víglundsdóttur gagnvart Fjallabyggð, en hún varð fyrir slysi kvöldið 13. september 2011 við Hrannarbyggð 18 í Ólafsfirði.
Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð að málið væri til skoðunar hjá lögmönnum bæjarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
Lagt fram til kynningar - áður afgreitt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
Slökkviliðs- og sjúkraflutningsmenn munu heimsækja nemendur í þriðja bekk grunnskóla Fjallabyggðar 18.- 25. nóvember n.k.
Ræða þeir við nemendur um eldvarnir og afhenda vandað fræðsluefni um eldvarnir. Óskað er eftir fjárframlagi til að leggja eldvarnarátakinu lið.
Bæjarráð samþykkir framlag til verkefnisins, hið sama og á síðasta ári eða 15 þúsund krónur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
Lagður er fram til samþykktar ársreikningur fyrir árið 2010. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita umræddan ársreikning fyrir árið 2010.
Bókun fundar
Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
Bæjarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Hafnarsjóð.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillögu hafnarstjóra og samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í hafnarstjórn.
Skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Íbúðasjóð.
Í tengslum við tillögu að hækkun fermetraverðs húsaleigu óskaði bæjarráð eftir útreikningum á áhrifum hækkunar á húsaleigubætur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
Erla Þórðardóttir skrifar bæjarfélaginu bréf er varðar hringsjá á Álfhóli í Siglufirði.
Hvetur hún bæjaryfirvöld til að laga aðkomu að umræddri hringsjá en hún var gjöf Erlu og skólasystkina hennar.
Aðkoma tók breytingum við nýja vegagerð framhjá Álfhól.
Bæjarráð leggur til að umrædd hringsjá verði færð á útsýnis- og áningastað á Saurbæjarás.
Bókun fundar
Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 237. fundur - 22. nóvember 2011
Bókun fundar
Afgreiðsla 237. fundar bæjarráðs staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.