Frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. nóvember 2011

Málsnúmer 1111015F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 07.12.2011

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1109161 Fjárhagsáætlun 2012
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. nóvember 2011





    Unnið var í fjárhagsáætlun og hefur nefndin náð settum markmiðum. Heildarkostnaður málaflokksins fyrir árið 2012 er áætlaður kr. 208.557.000.-.

    Helstu breytingar eru breytt gjaldskrá og breyttur opnunartími. Lokað verður í Ólafsfirði á laugardögum og á sunnudögum á Siglufirði í vetur.

    Haukur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar kom inn undir þessum lið og gerði grein fyrir hagræðingarleiðum í íþróttamiðstöðinni.

     
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1110106 Styrkumsóknir 2012 - Frístundamál
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. nóvember 2011








    Farið var yfir styrkumsóknir fyrir árið 2012.

    Nefndin samþykkir að úthlutunarpottur UÍF ársins 2012 verði kr. 6.250.000.-.

    Nefndin samþykkir einnig eftirfarandi styrki:

    Skíðafélög Fjallabyggðar vegna samvinnu: kr. 500.000.-.

    Skákfélag Siglufjarðar til eflingar skákíþróttinni í Fjallabyggð: kr. 100.000.-.

    Blakklúbbarnir á Siglufirði vegna stofnkostnaðar við strandblakvöll á Siglufirði: kr. 150.000.-.

    Blakklúbbarnir á Siglufirði vegna Öldungablakmóts í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð: kr. 600.000.-.

    Snerpa vegna Baldurs Ævars: 300.000.-.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1111024 Gjaldtaka barna í sund
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. nóvember 2011
    Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Haukur Sigurðsson sat undir þessum lið. Nefndin leggur til að gjalskrá íþróttamiðstöðvar breytist á þann hátt að hækkuð verði stök gjöld, en í stað verði umtalsverð lækkun á árskortum í sund sem mun nýtast heimafólki. Árskort í sund fyrir börn í Fjallabyggð verða því á aðeins kr. 2.000.-.
    Breytingarnar eru eftirfarandi:

    Sund - fullorðnir
              Var     Verður
    stak.gjald fullorðnir          400               500    
    10 miða kort        3.000             2.000    
    30 miða kort        7.500             6.000    
    Árskort      20.000           15.000    
    Hjónakort      30.000           25.000    
    Sund - börn 10-15 ára
    Stakt gjald           200               250    
    10 miða kort        1.500             1.000    
    30 miða kort        3.500             2.000    
    Árskort        8.000             2.000    
    Sundföt, handkl. og sturta          400                500    
    Eldri borgara og Öryrkjar borga barnagjald í sund
    Tækjasalur
    Stakt gjald        1.000             1.200    
    6 mánaða kort      20.000    

          25.000    

    20 sk.kort                              16.000
    Ljósalampi        800             1.000    
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlísdóttir og Egill Rögnvaldsson.<BR>Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir lögðu fram breytingartillögu varðandi það, að í gjaldskrá fyrir börn verði miðað við börn 10 - 18 ára.<BR><BR>Afgreiðsla 51. fundar frístundanefndar staðfest á 70. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>