1.Lagðar fram tillögur um endurbætur á Siglufirði og voru þessar samþykktar
· Nýjar flotbryggjur á Siglufjörð - lengd 40 m.
Garður í suðurhöfn lagfærður og gerður akfær.
· Lagfæringar á malbiki að Fiskmarkaði frá Ingvarsbryggju.
· Hafnarbryggja. Hún er farin að láta verulega á sjá, lagfæra þarf þekju og þil. Hafnarstjórn óskar eftir ástandsskoðun og tillögum til úrbóta frá Siglingastofnun.
· Togarabryggja. Lagt er til að alger endurnýjun verði gerð á fríholtum, skipt verður um 130 dekk á þeirri bryggju.
· Hafnarhús. Taka þarf inn hitaveitu í húsnæðið, skipta um ofna, leggja hitalögn í vigtargryfju
· Bílastæði norðan við vigtarhús verði unnið á næsta fjárhagsári.
· Umhverfismál á Siglufirði verði lagfært.
2. Lagðar fram tillögur um endurbætur fyrir Ólafsfjörð og voru þessar samþykktar
· Nýjar flotbryggjur fyrir Ólafsfjörð - lengd 40 m.
· Sandfangari á Ólafsfirði verði boðinn út í janúar.
· Vegur eftir grjótgarði og grjótgarður verður boðinn út í janúar.
Lagfæra þarf þekju í Vesturhöfn.
· Umhverfismál.
Hafnarstjórn óskar eftir að eigandi Króla komi á næsta fund.
Hafnarstjórn lagði einnig áherslu á neðanritað við gerð fjárhagsáætlunar.
a) Gjaldskrárhækkanir.
Hafnarstjórn telur eðlilegt að gjaldskrárbreytingar taki mið af verðlagsbreytingum eða um 4% á árinu 2012.
b) Starfsmannahald og rekstur.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu yfirhafnarvarðar um óbreytt mannahald eða þrjá fastráðna starfsmenn á árinu 2012.
c) Fjárfestingar.
Hafnarstjóra er falið að koma með tillögur að fjárfestingum á árinu 2012 í samræmi við ofanritað.
d) Viðhald.
Hafnarstjóra er falið að koma fram með tillögu að viðhaldsverkefnum fyrir árið 2012 í samræmi við neðanritað.
Siglufjörður
Malbikun á hafnarsvæði frá fiskmarkaði og að Ingvarsbryggju
Lagfæringar á Hafnarhúsi
Endurnýjun og dekkun á Togarabryggju
Umhverfismál
Ólafsfjörður
Lagfæring á þekju í Vesturhöfn
Umhverfismál
Ofanritað var samþykkt einróma.
Yfirhafnarverði og hafnarstjóra falið að setja upp fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 í samræmi við áætlun 2011, með þeim viðbótum sem nefndar eru hér að framan.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.