07.04.2022
Friðþjófur Jónsson hefur verið ráðinn í starf yfirhafnarvarðar Fjallabyggðahafna sem auglýst var laust til umsóknar þann 18. febrúar sl.
Tíu umsóknir bárust um starfið.
Lesa meira
07.04.2022
Dregið hefur verið í páskahappdrætti Neons. Útdráttur fór fram á skrifstofu sýslumanns fimmtudaginn 7. apríl 2022.
Félagsmiðstöðin Neon vill þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa stutt þau í fjáröflun fyrir Samfésferðina þeirra.
Lesa meira
07.04.2022
Föstudaginn langa 15. apríl kl. 14.00 hefst árlega listahátíðin Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hátíðin stendur í þrjá daga og er boðið upp á sýningu í Kompunni, þrjá gjörninga, upplestur og tvenna tónleika.
Lesa meira
06.04.2022
Senn líður að sumri og vill Fjallabyggð vekja athygli á lokunartíma Leikskóla Fjallabyggðar sumarið 2022. Leikskóli Fjallabyggðar verður lokaður í 4 vikur eða 20,5 virka daga vegna sumarleyfa starfsfólks eða frá kl. 12 á hádegi föstudaginn 15. júlí. Leikskólinn opnar aftur þriðjudaginn 16. ágúst.
Lesa meira
05.04.2022
Orðsending frá félagsmiðstöðinni Neon.
Útdrætti í páskahappdrætti Neons er frestað til fimmtudags. Útdráttur fer fram á sýsluskrifstofu.
Unglingar í Neon þakka öllum sem gáfu vinninga eða keyptu miða innilega fyrir stuðninginn.
Lesa meira
04.04.2022
Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins fundar í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl kl. 16–18. Yfirskrift fundarins er Innviðir á Norðurlandi - Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun. Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum. Fundurinn er opinn öllum. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
Lesa meira
30.03.2022
Sunnudaginn 3. apríl kl. 14.30 verður Hrafnhildur Ýr Denche Vilbertsdóttir með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Erindið fjallar um áhrif langvinnrar streitu og áfalla á taugakerfið og sál og líkamsmiðaða áfallameðferð.
Kaffiveitingar og allir velkomnir.
Lesa meira
29.03.2022
Föstudaginn 1. apríl hefjast framkvæmdir við íþróttahúsið í Ólafsfirði, fyrirhugað er að endurnýja búningsklefa og sturtuklefa stofnunarinnar. Sundlaugin í Ólafsfirði verður því lokuð á tímabilinu 1. apríl 2022 – 31. maí 2022.
Lesa meira
28.03.2022
Stíll hönnunarkeppni Samfés fór fram í Lindaskóla Kópavogi. Þemað í ár var Geimurinn.
Félagsmiðstöðin Neon tók þátt í keppninni og voru fulltrúar Neons þær Þórný Harpa R. Heimisdóttir, Sandra Rós Bryndísardóttir, Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Margrét Sigurðardóttir sem var model hópsins og sýndi kjólinn í keppninni. Þeim til ráðgjafar og halds og trausts var Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir.
Lesa meira
25.03.2022
Um helgina verður Skíðamót Íslands haldið í Ólafsfirði og á Dalvík.
Alpagreinarnar fara fram á Dalvík og skíðagangan á Ólafsfirði. Mótshaldarar eru skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sem hafa í áratugi haft gott samstarf um stórmót sem þessi.
Lesa meira