Fréttir

Björgunarsveitin Strákar - Styrktartónleikar 2022

Tónlistarveisla til styrktar Björgunarsveitinni Stráka á Siglufirði í tilefni af 112 deginum. Fram koma tónlistarmenn frá Fjallabyggð. Allur ágóði af tónleikunum rennur að þessu sinni til styrktar kaupum á fullkomnum leitar- og björgunardróna
Lesa meira

210. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 210. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 9. febrúar 2022 kl. 17.00.
Lesa meira

Búið að opna sundlaugina og heitu pottana í Ólafsfirði

Búið er að opna sundlaugina og heitu pottana í Ólafsfirði og verður opið skv. áætlun til kl. 19:00 í dag. Í hádeginu var einungis hægt að opna ræktina í Ólafsfirði en nú er búið að opna bæði sundlaug og heitu pottana. Erfiðlega gekk að taka dúk af sundlauginni vegna vinds og snjóa og sömuleiðis þurfti að ná upp hita í heitu pottunum.
Lesa meira

Leikskóli Fjallabyggðar opnar kl.13:00 í dag

Ákveðið hefur verið að opna Leikskóla Fjallabyggðar kl. 13:00 í dag mánudagin 7. febrúar.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðvar opna í hádeginu í dag 7. febrúar

Íþróttamiðstöðvar verða opnaðar á ný í hádeginu eftir lokanir í morgun vegna veðurs. Einungis verður opið í ræktinni í Ólafsfirði frá kl. 12:00-19:00. Sundlaug verður lokuð í dag og pottar fram eftir degi. Sundlaug og rækt á Siglufirði opna kl. 12:00 - 19:45
Lesa meira

Tilkynning til íbúa Fjallabyggðar - mikil röskun á starfsemi

Eins og fram hefur komið í fréttum er von á ofsaveðri á landinu á morgun mánudaginn 7. febrúar og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðurland eystra frá klukkan sex að morgni og fram að hádegi. Spáð er suðaustan 20-28 m/s með snjókomu og skafrenningi, hvassast á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Talsverðar líkur á foktjóni og samgöngutruflunum.
Lesa meira

Villa í heildaryfirliti styrkveitinga Fjallabyggðar fyrir árið 2022

Í frétt um styrkveitingar Fjallabyggðar árið 2022 misritaðist ein upphæð ásamt heildarupphæð þjónustusamninga við íþróttafélög um rekstur á íþróttasvæðum í eigu sveitarfélagsins
Lesa meira

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra

Lesa meira

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2022

Gerjun og gróska á svæðinu okkar - Rafræn úthlutunhátíð í dag kl. 12:00 Umsóknirnar voru afar fjölbreyttar og án efa bæði fróðlegt og skemmtilegt að sjá hvaða verkefni hljóta styrk í ár, hvaða gerjun og gróska á sér stað á svæðinu okkar.
Lesa meira

Sportabler - vefverslun

Sú breyting hefur orðið á að ef foreldrar vilja nýta frístundaávísanir til að kaupa sundkort eða líkamsræktarkort fyrir börn og unglinga þarf að fara í gegnum Vefverslun Sportabler
Lesa meira