Fréttir

Skólaakstur - tímabundin breyting í jólaleyfi Grunnskóla Fjallabyggðar

Senn líður að jólaleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það þýðir að ferðir skólarútunnar munu breytast frá 20.desember til 3. janúar 2022. Rútan mun einungis aka milli bæjarkjarna 3svar sinnum á dag. Í jólafríi eru allir velkomnir í rútuna.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2022 samþykkt í bæjarstjórn

Á bæjarstjórnarfundi þann 15. desember 2021 fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun 2022 – 2025. Var áætlunin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Lesa meira

Frístund – vor 2022. Skráning í gegnum Sportabler og frístundastyrkir rafrænir

Fjallabyggð býður nemendum í 1.-4. bekk áfram möguleika á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 – 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskólann og fleiri aðila. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Æfingar hjá íþróttafélögum eru gjaldskyldar og greiðast við skráningu annað hvort með frístundastyrk eða með öðrum hætti. Önnur viðfangsefni í Frístund eru í boði Fjallabyggðar.
Lesa meira

Hugum að staðsetningu og aðgengi að sorptunnum fyrir losun !

Tilefni er til þess að minna íbúa Fjallabyggðar á að huga vel að staðsetningu og aðkomu að sorptunnum við heimili sín. Sérlega nú þegar veturinn er farinn að minna vel á sig og aðgengi fyrir starfsmenn verður erfiðara sökum veðurs og snjóa.
Lesa meira

208. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 15. desember 2021 kl. 17:00

208. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 15. desember 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Framkvæmdaáætlun 2022

Fjallabyggð boðar til upplýsingafundar vegna framkvæmdaáætlunar 2022 í Tjarnarborg fimmtudaginn 16. desember og hefst hann kl. 17:00
Lesa meira

Tendrum ljós í glugga

Sveitarfélagið vill skora á þá sem eiga frístundahúsnæði hér í Fjallabyggð að tendra ljós í þeim húsum sem standa munu auð yfir hátíðarnar. Fjallabyggð er mikill jólabær og þætti okkur vænt um að sjá sem flesta taka þátt í að birta upp skammdegið með okkur. Gleðilega jólahátíð
Lesa meira

Gjafabréf - fyrirtækjalisti 2021

Gjafabréfin, frá Fjallabyggð, til starfsmanna sveitarfélagsins er hægt að nota á eftirfarandi stöðum (sjá lista hér fyrir neðan: Þeir aðilar sem ekki eru á listanum og hafa áhuga á að taka við bréfunum vinsamlegast sendi póst þar um á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Lesa meira

Nýr upplýsingavefur Fjallabyggðar fagnar.is

Linda Lea er nýr flutningsfulltrúi Fjallabyggðar Fjallabyggð, sameinað samfélag Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, hefur brugðið á það ráð að fela sérstökum flutningsfulltrúa að einfalda fólki búferlaflutninga til staðarins. Í stað þess að þurfa að leita til margra aðila getur fólk nú beint öllum fyrirspurnum til flutningsfulltrúans sem ýmist svarar um hæl eða leitar svara og hefur samband til baka.
Lesa meira

Auglýsing um útboð: Ræsting leikskóla í Fjallabyggð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í verkin: a) Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði og b) Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikhólar Ólafsfirði.
Lesa meira