Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra var í dag og hlutu 10 verkefni úr Fjallabyggð styrk.

Í flokknum verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar hlutu Primex ehf. styrk fyrir verkefnið umhverfisvæn þróun hágæða lífvirkra fæðubótarefna, Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir verkefnið Orkuskipti smábáta – fýsileikakönnun og Elsa Guðrún Jónsdóttir fyrir verkefnið Fjarðargufan á Ólafsfirði.

Í flokknum Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar hlutu Gunnsteinn Ólafsson styrk fyrir rekstur Þjóðlagasetursins, Ljóðasetur Ísland fyrir rekstur Ljóðasetursins og Alþýðuhúsið á Siglufirði fyrir menningarstarf.

Í flokknum verkefnastyrkir á sviði menningar þá hlutu Fjallasalir styrk fyrir Listviðburðum í Pálshúsi, Gunnsteinn Ólafsson hlaut styrk fyrir Þjóðlagahátíðina, Alþýðuhúsið hlaut styrk fyrir Frjó afmælishátíð og Berjadagar hlutu styrk fyrir Berjadaga Tónlistarhátíðinni.

Við óskum styrkþegum innilega til hamingju og óskum þeim góðs gengis með verkefnin sín.