06.01.2022
Skráningu er lokið á skíðagöngunámskeið sem stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð stendur fyrir í mjög góðu samstarfi við skíðafélögin í Fjallabyggð.
Fyrirhugað er að halda tvö skíðagöngunámskeið, í Ólafsfirði 7.-9. janúar og á Siglufirði 10.-13. janúar. Þátttaka fer fram úr björtustu vonum en um 40 þátttakendur eru skráðir á hvort námskeið. Skíðaþjálfarar frá skíðafélögunum sjá um kennsluna og verður kennt í 10-13 manna hópum.
Lesa meira
06.01.2022
Kæru íbúar Fjallabyggðar.
Á undanförnum dögum og vikum höfum við í Fjallabyggð ekki farið varhluta af smitum af völdum Covid-19. Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá eru 23 sveitungar okkar nú í einangrun og 10 í sóttkví. Vert er því að hvetja íbúa til að gæta vel að persónulegum sóttvörnum og vinnustaði til að huga vel að sóttvörnum í vinnuumhverfi sínu.
Lesa meira
03.01.2022
Lengd kvöldopnun í sundlaugum Fjallabyggðar færist til fyrra horfs frá og með 3. janúar 2022 þar sem kvöldopnun var tímabundinn og gilti til 31. desember 2021
Lesa meira
28.12.2021
Búast má við einhverjum töfum á sorphirðu í Fjallabyggð á næstunni sökum snjóþunga og þ.a.l. þungrar færðar á götum.
Við hvetjum alla til að moka vel frá sorptunnum til að greiða aðgengi starfsmanna að tunnunum.
Lesa meira
28.12.2021
Vegna forfalla vantar umsjónarkennara á miðstigi í Grunnskóla Fjallabyggðar, til almennrar kennslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst í byrjun janúar 2022.
Lesa meira
22.12.2021
Fjallabyggð auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að þróa hugmyndir um nýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði með það að leiðarljósi að þar geti orðið til öflug atvinnustarfsemi til framtíðar. Til flugvallarsvæðis telst flugbraut, flughlað og mannvirki ásamt landsvæði við flugvöllinn.
Lesa meira
22.12.2021
Opnunartími bæjarskrifstofu, bóka- og héraðsskjalasafns og íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð yfir jól og áramót:
Lesa meira
17.12.2021
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Sigufjarðar Skíðaborg, ætla að standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2022.
Lesa meira
17.12.2021
Senn líður að jólaleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það þýðir að ferðir skólarútunnar munu breytast frá 20.desember til 3. janúar 2022. Rútan mun einungis aka milli bæjarkjarna 3svar sinnum á dag. Í jólafríi eru allir velkomnir í rútuna.
Lesa meira
16.12.2021
Á bæjarstjórnarfundi þann 15. desember 2021 fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun 2022 – 2025. Var áætlunin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Lesa meira