Fréttir

Jólagjöf til starfsmanna Fjallabyggðar - Gjafabréf

Fjallabyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Fjallabyggð sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins.
Lesa meira

Varðskipið Freyja kemur til heimahafnar á Siglufirði þann 6. nóvember

Fjallabyggð og Landhelgisgæsla Íslands bjóða til hátíðar á hafnarbryggjunni á Siglufirði næstkomandi laugardag 6. nóvember í tilefni þess að varðskipið Freyja kemur til landsins í fyrsta sinn. Skipið leggst að bryggju klukkan 13:30 í fylgd tveggja þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskipsins Týs og björgunarskipsins Sigurvins frá Siglufirði.
Lesa meira

Fjallabyggð leitar að áhugasömum einstaklingum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024

Fjallabyggð óskar eftir áhugasömum einstakingum til að fylla tvö sæti "ópólitískra" fulltrúa í samráðsvettvangi Sóknaráæltunar Norðurlands eystra 2020-2024. Óskað er eftir karli og konu. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Fjallabyggðar í gegnum netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir eftir tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar. Frestur framlengdur til 5. nóvember

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2022. Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í janúar 2022.
Lesa meira

Syndum, landsátak í sundi 1. – 28. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
Lesa meira

Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjánna, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi.
Lesa meira

Dansandi Fjallabyggð - Opið dansnámskeið

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag tekur upp þráðinn að nýju og býður íbúum Fjallabyggðar á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg. Námskeiðið verður 5 sunnudagskvöld kl. 20.00 – 21:30, í fyrsta sinn sunnudaginn 7. nóvember nk. Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir. Þátttaka er endurgjaldslaus.
Lesa meira

Hjónin Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir færðu Fjallabyggð málverk eftir Sigurjón Jóhannsson

Hjónin Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir færðu Fjallabyggð að gjöf, málverk eftir listmálarann Sigurjón Jóhannsson. Myndina málaði Sigurjón árið 1988 og er hún af dreng að "spranga" í Siglufjarðarhöfn.
Lesa meira

Listasmiðjan SKAFL Alþýðuhúsinu á Siglufirði 27. - 30. október

Listasmiðjan SKAFL fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í þriðja sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum og nú í samstarfi við Ljósastöðina. Fólk kemur saman víða að og vinnur í frjálsu flæði og þvert á listgreinar í nokkra daga. Smiðjan er hugsuð sem tilraunasmiðja og verða því ekki endilega til fullmótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum. Mikilvægast er samtalið og samvera listamannanna og samskipti við bæjarbúa. Smiðjan er opin þannig að gestir eru velkomnir að kíkja við í miðdegiskaffi í spjall og hugmyndaflæði við eldhúsborðið.
Lesa meira

Sköpun og verk - Handverkssýning í Tjarnarborg fyrsta vetrardag

Sköpun og verk - Handverkssýning í Tjarnarborg fyrsta vetrardag 23. október nk.
Lesa meira