16.11.2021
Undanfarin ár hefur viðburðadagatal verið gefið út á vegum bæjarins þar sem tíunduð er dagskrá flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna, skóla, tónleikar, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.
Lesa meira
16.11.2021
Barnamenningardagar Fjallaabyggðar verða haldnir dagana 16. - 19. nóvember þar sem í boði verða meðal annars sköpunarsmiðjur, námskeið, fræðsla, tónlist og fleira fyrir börn og ungmenni í Fjallabyggð.
Lesa meira
15.11.2021
Markaðsstofa Norðurlands var tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar í ár, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Tilnefninguna hlaut MN vegna Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way, sem opnaði við hátíðlega athöfn árið 2019 og hefur orðið að stórum segli í ferðaþjónustu á Norðurlandi
Lesa meira
10.11.2021
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt á fundi sínum þriðjudaginn 9. nóvember 2021 að útnefna Aðalheiði S. Eysteinsdóttur sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2022.
Lesa meira
09.11.2021
Laugardaginn 6. nóvember lagðist að bryggju á Siglufirði varðskipið Freyja eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam. Mikið fjölmenni lagði leið sína á Hafnarbryggjuna til að fagna komu skipsins til heimahafnar á Siglufirði.
Freyja kom í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Að auki keyrðu viðbragðsaðilar á Norðurlandi í samfloti frá Strákagöngum skipinu til heiðurs auk þess sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar skaut þremur heiðursskotum úr fallbyssu þegar skipið kom siglandi inn fjörðinn.
Lesa meira
09.11.2021
Undanfarin ár hefur viðburðadagatal verið gefið út á vegum bæjarins þar sem tíunduð er dagskrá flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna, skóla, tónleikar, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.
Lesa meira
09.11.2021
Í gær þann 8. nóvember, var alþjóðlegur dagur gegn einelti og tóku nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í skemmtilegri dagskrá af því tilefni. Nemendum var skipt í hópa þvert á bekki á sitt hvorri starfsstöðinni og unnu ýmis verkefni tengd vinnu gegn einelti. Nemendur bjuggu til vinabönd, veggspjöld, spiluðu og dönsuðu.
Lesa meira
08.11.2021
206. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 10. nóvember 2021 kl. 17.00
Lesa meira
03.11.2021
Fjallabyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Fjallabyggð sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins.
Lesa meira
02.11.2021
Fjallabyggð og Landhelgisgæsla Íslands bjóða til hátíðar á hafnarbryggjunni á Siglufirði næstkomandi laugardag 6. nóvember í tilefni þess að varðskipið Freyja kemur til landsins í fyrsta sinn. Skipið leggst að bryggju klukkan 13:30 í fylgd tveggja þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskipsins Týs og björgunarskipsins Sigurvins frá Siglufirði.
Lesa meira