Fréttir

Nýr vefur - List fyrir alla

List fyrir alla hefur formlega opnað glæsilegan vef þar sem hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum.
Lesa meira

Umsóknir um styrki Fjallabyggðar vegna ársins 2022

Vakin er athygli á því að opnað verður fyrir umsóknir um menningar,- og fræðslustyrki, styrki vegna hátíða, styrki til reksturs safna og setra og umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2022 fimmtudaginn 14. október nk. Umsóknarfrestur verður til og með 28. október nk.
Lesa meira

Sunnudagsveisla í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Sunnudaginn 10. okt. kl 14.00 opnar J Pasila sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Ókunnugur. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 til 24. október. Þann sama dag kl. 15.30 verður Lydia Athanasopoulos með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki um rebetika sönghefð Grikklands. Athugið að erindið er á ensku.
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra (SSNE) auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2022

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra (SSNE) auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2022. Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra  auglýsir eftir umsóknum og veitir styrki í eftirfarandi þremur flokkum: Verkefnastyrkir til atvinnuþróunar & nýsköpunar Verkefnastyrkir á sviði menningar Stofn- og rekststrarstyrkir á sviði menningar
Lesa meira

Haustfundur ferðaþjónustu, menningar-, afþreyingar- og þjónustuaðila í Fjallabyggð

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir fundi með ferðaþjónustu, menningar-, afþreyingar-, og þjónustuaðilum í Fjallabyggð Í Tjarnarborg þriðjudaginn 12. október frá kl. 17:00 – 18:30.
Lesa meira

Vatnsveður í Fjallabyggð

Bæjarstjórn og bæjarstjóri vilja koma kærum þökkum til allra þeirra viðbragðsaðila sem unnu að aðgerðum dagana 28. september og 2. október þegar rigningarvatn fór að flæða inn í hús bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Ljóst er að ef þeirra nyti ekki við hefði ástandið orðið mun verra. Íbúar Fjallabyggðar fá einnig kærar þakkir fyrir dugnað og þolinmæði á meðan unnið var úr aðstæðum.
Lesa meira

Tilkynning til íbúa í Ólafsfirði - uppfærð tilkynning

Þeir húseigendur sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna vatns í Ólafsfirði aðfaranótt sunnudagsins 3. október er bent á að tilkynna tjónið til síns tryggingafélags. Jafnframt hefur Náttúruhamfaratrygging Íslands málið til skoðunar. Hægt er að tilkynna tjón rafrænt á heimasíðum tryggingafélaga. Vakni frekari spurningar eða eitthvað er óljóst er einnig hægt að hafa samband við starfsmenn bæjarskrifstofu.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum - Opnað fyrir umsóknir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi [Meira...]
Lesa meira

Útboð – ræsting Leikskóli Fjallabyggðar, Leikhólar Ólafsfirði

Fræðslu- frístunda- og menningarmáladeild Fjallabyggðar óskar eftir tilboðum í reglulega ræstingu og sumarhreingerningu í Leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði samkvæmt útboðslýsingu. Heildarfjöldi fermetra í útboðinu er 379,2 m². Reiknað er með að ræsting á grundvelli útboðsins hefjist þann 15. nóvember 2021 og að gerður verði verksamningur um verkið til þriggja ára, eða til 14. nóvember 2024.
Lesa meira

Ertu með hugmynd að verkefni og vantar aðstoð?

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 4. október og af því tilefni verða ráðgjafar frá SSNE, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, á ferð um landshlutann vikuna 4. - 7. október til að veita persónulega ráðgjöf um næstu skref.
Lesa meira