Fréttir

Útboð - Suðurgata 4, Siglufirði. Breytingar á 2. hæð

Verkið felur í sér að rif innanhús og endurinnréttun 2. hæðar Suðurgötu 4, Siglufirði. Gert er ráð fyrir að lyfta komi í húsið. Nánari lýsing á verkinu er að finna í verklýsingu. [nánar]
Lesa meira

Opnunartími sundlauga verður áfram lengri á þriðjudögum og fimmtudögum

Ákveðið var á 107 . fundi Fræðslu- og frístundanefndar að halda lengri opnunartíma sundlauga á þriðjudögum og fimmtudögum til kl. 20:30 á Siglufirði og til kl. 20:00 í Ólafsfirði. Haukur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar lagði fram tillöguna.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundi frestað til 19. janúar kl. 17:00

Bæjarstjórnarfundi sem vera átti miðvikudaginn 12. janúar hefur verið frestað um viku til miðvikudagsins 19. janúar. Fundurinn verður í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði og hefst kl. 17:00 og verður auglýstur síðar. Þetta tilkynnist hér með.
Lesa meira

Skíðagöngunámskeiði á Siglufirði frestað

Ekki verður gerlegt að halda skíðagöngunámskeiðið sem stýrihópur um heilsueflandi samfélag og skíðafélagið hafði fyrirhugað að halda á Siglufirði dagana 10.-13. janúar, vegna slæmra aðstæðna til gönguskíðaiðkunar. Því er frestað um 2 vikur. Þátttakendur hafa fengið tölvupóst um frestun.
Lesa meira

Úthlutun byggðakvóta 2021-2022

Þar sem undirritaður hefur ekki yfir að ráða netföngum allra hagaðila þá er þessi tilkynning birt hér ásamt og að tölvupóstur hefur verið sendur á alla þá sem upplýsingar liggja fyrir um.
Lesa meira

Skíðagöngunámskeið - frábær þátttaka

Skráningu er lokið á skíðagöngunámskeið sem stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð stendur fyrir í mjög góðu samstarfi við skíðafélögin í Fjallabyggð. Fyrirhugað er að halda tvö skíðagöngunámskeið, í Ólafsfirði 7.-9. janúar og á Siglufirði 10.-13. janúar. Þátttaka fer fram úr björtustu vonum en um 40 þátttakendur eru skráðir á hvort námskeið. Skíðaþjálfarar frá skíðafélögunum sjá um kennsluna og verður kennt í 10-13 manna hópum.
Lesa meira

Frá bæjarstjóra

Kæru íbúar Fjallabyggðar. Á undanförnum dögum og vikum höfum við í Fjallabyggð ekki farið varhluta af smitum af völdum Covid-19. Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá eru 23 sveitungar okkar nú í einangrun og 10 í sóttkví. Vert er því að hvetja íbúa til að gæta vel að persónulegum sóttvörnum og vinnustaði til að huga vel að sóttvörnum í vinnuumhverfi sínu.
Lesa meira

Opnunartími íþróttamiðstöðva styttur á þriðjudögum og fimmtudögum

Lengd kvöldopnun í sundlaugum Fjallabyggðar færist til fyrra horfs frá og með 3. janúar 2022 þar sem kvöldopnun var tímabundinn og gilti til 31. desember 2021
Lesa meira

Sorphirða yfir hátíðarnar

Búast má við einhverjum töfum á sorphirðu í Fjallabyggð á næstunni sökum snjóþunga og þ.a.l. þungrar færðar á götum. Við hvetjum alla til að moka vel frá sorptunnum til að greiða aðgengi starfsmanna að tunnunum.
Lesa meira

Umsjónarkennari óskast í afleysingar í Grunnskóla Fjallabyggðar

Vegna forfalla vantar umsjónarkennara á miðstigi í Grunnskóla Fjallabyggðar, til almennrar kennslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst í byrjun janúar 2022.
Lesa meira