Rannsóknamiðstöð Íslands - Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ auglýsa:
Vertu breytingin! - Kynning á styrkjum fyrir ungt fólk til að framkvæma verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið,
Ertu að vinna með ungu fólki eða ert sjálf/ur/t á aldrinum 18-30 ára? Komdu þá á kynninguna Vertu breytingin! um styrki fyrir ungt fólk til að framkvæma verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið fimmtudaginn 20. janúar kl. 15:00!
Sjá viðburð á facebook síðu.
Vegna fjölda fyrirspurna verður kynningin einnig á ensku föstudaginn 21. janúar kl. 14:00-15:30 en þau sem eru skráð með lögheimili á Íslandi geta sótt um: https://fb.me/e/1NZxsWIzn
Skráðu þig hér
Styrkirnir eru fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem láta gott af sér leiða í sínu nærsamfélagi eða til einhvers ákveðins markhóps. Það þarf 5 ungmenni (18-30 ára) til að mynda hóp sem sér um framkvæmd verkefnisins og það er hægt að fá styrk fyrir 2-12 mánaða verkefni. Styrkupphæð er á bilinu €1000-6000 (150.000-900.000 m.v. núverandi gengi). Næsti umsóknafrestur er 23. febrúar næstkomandi kl. 10:00
Ætlunin er að útskýra hugmyndafræðina á bakvið styrkina, skoða skráningarferlið og umsóknarformið auk þess að svara spurningum. Tilvalið tækifæri til að skoða hvort að hugmyndin þín eða þeirra ungmenna sem þú starfar með geti ekki fengið styrk.
Dæmi um verkefni gæti verið:
Umhverfisvernd
Taka á samfélagslegum vanda
Hvetja til heilbrigðs lífernis
Heimildamynd
Gjörningar
List
Vinnustofur
Vinnusmiðjur
Vitundarvakning
Herferð
Matarkvöld
Regluleg viðburðakvöld á vegum nemendafélaga
Skatepark
Podcast
Og margt fleira!
Kynntu þér málið nánar hér á þessari slóð: https://www.erasmusplus.is/taekifaeri/european-solidarity-corps/samfelagsverkefni/
Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum um Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanirnar endilega skráðu þig hér á póstlista hjá Rannís