Sólardagar í Fjallabyggð

Fyrsti sólardagur var í Ólafsfirði þriðjudaginn 25. janúar sl. og  í dag föstudaginn 28. janúar verður fyrsti sólardagur á Siglufirði.
Sólin hverfur bak við fjöllinn þann 15. nóvember og sést ekki í rúma tvo mánuði vegna hárra fjalla er umlykja bæði Siglufjörð og Ólafsfjörð.  

Við þetta hátíðlega tilefni ætla börnin í Fjallabyggð að hittast kl. 12:30 á krikjutröppum Siglufjarðarkirkju og syngja til sólarinnar nokkur vel valin sólarlög. 

Sól er yfir Siglufirði 
sumarheið og skær, 
blálygn sundin, bjartur spegill 
bliki á þau slær. 
Fjöllin eins og varnarvirki 
vaka nær og fjær. 
Fjöllin eins og varnarvirki 
vaka nær og fjær.

Sól er yfir Ólafsfirði
öllum gleði ljær
Blálygnt vatnið, bjartur spegill 
bliki á það slær. 
Inn með firði fjöllin vaka 
fannhvít nær og fjær. 
Inn með firði fjöllin vaka 
fannhvít nær og fjær. 
(Texti Ingólfur frá Prestbakka)