Fréttir

Íþróttamiðstöðvar opna í hádeginu í dag 7. febrúar

Íþróttamiðstöðvar verða opnaðar á ný í hádeginu eftir lokanir í morgun vegna veðurs. Einungis verður opið í ræktinni í Ólafsfirði frá kl. 12:00-19:00. Sundlaug verður lokuð í dag og pottar fram eftir degi. Sundlaug og rækt á Siglufirði opna kl. 12:00 - 19:45
Lesa meira

Tilkynning til íbúa Fjallabyggðar - mikil röskun á starfsemi

Eins og fram hefur komið í fréttum er von á ofsaveðri á landinu á morgun mánudaginn 7. febrúar og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðurland eystra frá klukkan sex að morgni og fram að hádegi. Spáð er suðaustan 20-28 m/s með snjókomu og skafrenningi, hvassast á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Talsverðar líkur á foktjóni og samgöngutruflunum.
Lesa meira

Villa í heildaryfirliti styrkveitinga Fjallabyggðar fyrir árið 2022

Í frétt um styrkveitingar Fjallabyggðar árið 2022 misritaðist ein upphæð ásamt heildarupphæð þjónustusamninga við íþróttafélög um rekstur á íþróttasvæðum í eigu sveitarfélagsins
Lesa meira

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra

Lesa meira

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2022

Gerjun og gróska á svæðinu okkar - Rafræn úthlutunhátíð í dag kl. 12:00 Umsóknirnar voru afar fjölbreyttar og án efa bæði fróðlegt og skemmtilegt að sjá hvaða verkefni hljóta styrk í ár, hvaða gerjun og gróska á sér stað á svæðinu okkar.
Lesa meira

Sportabler - vefverslun

Sú breyting hefur orðið á að ef foreldrar vilja nýta frístundaávísanir til að kaupa sundkort eða líkamsræktarkort fyrir börn og unglinga þarf að fara í gegnum Vefverslun Sportabler
Lesa meira

Minnum á að Lífshlaupið 2022 hefst í dag 2. febrúar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið heilsu- og hvatningarverkefni verður ræst í 15. sinn 2. febrúar 2022. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira

Útboð - Byggja anddyri, búningsklefa og tengibyggingu við núverandi sundlaugarbyggingu og íþróttahús á Siglufirði

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í að byggja anddyri, búnings-klefa og tengibyggingu við núverandi sundlaugarbyggingu og íþróttahús á Siglufirði, samtals 292,3 m2 á tveimur hæðum ásamt rifi á tengigangi skv. útboðsgögnum AVH. Verktími er frá 1. mars 2022 til 28. apríl 2023.
Lesa meira

Námskeið í skíðagöngu á Siglufirði hefst þriðjudaginn 1. febrúar

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg halda skíðagöngunámskeið í sameiningu á Siglufirði eins og auglýst hafði verið og frestað í tvígang. Nú er veðurspáin hagstæð næstu tvo daga og því hefur verið ákveðið að hefja námskeiðið og keyra fyrstu tvo dagana í þessari viku, þriðjudaginn 1. febrúar og miðvikudaginn 2. febrúar.
Lesa meira

Auglýsing um álagningu fasteignagjalda í Fjallabyggð 2022

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2021 eru aðgengilegir í gegnum rafræn Fjallabyggð, íbúagáttina á heimasíðu Fjallabyggðar, undir fasteignagjöld. Einnig eru þeir aðgengilegir á islands.is.
Lesa meira