Fjarðargangan Ólafsfirði 11. - 12. febrúar 2022

Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði  komandi helgi dagana 11. - 12. febrúar 2022. 

Boðið veðrur upp á "NÆTUR" Fjarðargöngu á föstudagskvöldinu 11. febrúar. Laugardaginn 12. febrúar verður svo "aðal" Fjarðargangan. Engu verður til sparað og boðið upp á sannkallaða göngu veislu bæði föstudag og laugardag.

Uppselt hefur verið í Fjarðargönguna undanfarin ár og verða fjöldatakmarkanir í ár. 400 rásnúmer verða til sölu í Fjarðargönguna 12. febrúar og eru nokkur sæti laus ennþá.  Í fyrsta skipti í ár er boðið upp á nætur Fjarðargöngu 11. febrúar sem verður svakalega skemmtilegt. Gengið í sömu braut og er hún upplýst nánast allan hringinn. Fjöldatakmörkun í NÆTUR Fjarðargönguna verður 150 rásnúmer. Ennþá eru laus númer í næturgönguna.

Stemmningin er mögnuð, öll aðstaða í miðjum bænum, startað í miðbænum og brautarlögn eftir götum Ólafsfjarðar að hluta. Sjón er sögu ríkari.

Fjarðargangan 30 km fyrir 17 ára og eldri (Íslandsganga SKÍ):
Skráningargjald  14.000 kr.
Skráningu líkur 12. febrúar kl. 09:00. 

Allir sem taka þátt í 30 km fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

Fjarðargangan 15 km fyrir 12 ára og eldri:
Skráningargjald  7.000 kr.
Skráningu líkur 12. febrúar kl. 09:00.
Allir sem taka þátt í 15 km fá verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

3,5 / 7 km ekkert aldurstakmark (þú ræður vegalengdinni):
Skráningargjald 3.000 kr, Skráningu líkur 12. febrúar kl. 09:00.allir þátttakendur fá verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

NÆTUR Fjarðargangan 11.febrúar 20 km fyrir 17 ára og eldri:
Skráningargjald 10.000 kr
Fjöldatakmörkun 150 rásnúmer.
Skráningu líkur 11. febrúar kl. 19:00. 

Allir sem taka þátt í 30 km fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

Báðar göngurnar:
Nætur Fjarðargangan 11.febrúar og Fjarðargangan 12. febrúar 20 km 17 ára og eldri.
Skráningargjald  20.000 kr.

Drög að dagskrá 11. - 12. febrúar 2022

Föstudagur 11. febrúar
Kl. 18:00 - 21:00  Afhending keppnisgagna (Íþróttahús Ólafsfirði)
Kl. 18:00 - 21:00  Vörukynning Sportval og Ísfell skíðafatnaður og búnaður (Íþróttahús Ólafsfirði)
Kl. 22:00              Nætur Fjarðargangan 20 km, verðlaunaafhending og kjötsúpa strax að keppni lokinni.
 
Laugardagur 12. febrúar
Kl. 8:00 - 10:00   Afhending keppnisgagna. Íþróttahúsinu á Ólafsfirði
Kl. 8:00 - 11:00    Sportval og Ísfell (íþróttahús Ólafsfirði)
Kl. 8:00 - 16:00   Smurningsaðstaða í sal, gengið inn að sunnan. Íþróttahús
Kl. 11:00               Start, allar vegalengdir, kjötsúpa strax að lokinni göngu.
Kl. 14:30               Verðlaunaafhending við marksvæði

 

Nánari upplýsingar:

Skráning fer fram á netskraning.is/fjardarganga
Facebook: Fjarðargangan

Verið hjartanlega velkomin í Fjallabyggð!

Myndband frá Fjarðargöngu 2020