Fjarðargangan á vegum Skíðafélags Ólafsfjarðar verður haldin í Ólafsfirði laugardaginn 12. febrúar nk.
Til upplýsingar þá er nokkrum götum lokað á Ólafsfirði vegna Fjarðargöngunnar frá föstudagsmorgni 11. febrúar og þar til seinniparts laugardags 12. febrúar.
Aðalgata er lokuð frá gatnamótum Gunnólfsgötu (kirkjugarðurinn) og fram yfir gatnamótin við Strandgötu (við Kaffi Klöru). Brautin liggur einnig frá gatnamótum Aðalgötu og inn Kirkjuveginn að kirkjunni og aftur tilbaka inn á Aðalgötuna í gegnum Strandgötuna.
Gengið er yfir Brimnesveginn við Aðalgötu sem lokast og verður Brekkugata og hálfur Hornbrekkuvegur einnig lokaður. Hjáleið er þverbrekkan.
Með von um að bæjarbúar virði lokanir á meðan á göngunum stendur
Dagskrá
Föstudagur 11. febrúar
- Kl: 18:00-21:00 Afhending keppnisgagna (Íþróttahús Ólafsfirði)
- Kl: 18:00-21:00 Vörukynning Sportval og Ísfell skíðafatnaður og búnaður (Íþróttahús Ólafsfirði)
- Kl: 22:00 Nætur Fjarðargangan 20 km, verðlaunaafhending og kjötsúpa/grænmetissúpa strax að keppni lokinni.
ATH! Höfuðljós og engar drykkjarstöðvar
Laugardagur 12. febrúar
- Kl. 8:00-10:00 Afhending keppnisgagna. Íþróttahúsinu á Ólafsfirði
- Kl. 8:00-11:00 Sportval og Ísfell (íþróttahús Ólafsfirði)
- Kl. 8:00-16:00 Smurningsaðstaða í sal, gengið inn að sunnan. Íþróttahús
- Kl. 11:00 Start
- 11:00 30 km
- 11:03 15 km
- 11:06 7 og 3,5km
- Kjötsúpa/grænmetissúpa strax að lokinni göngu.
ATH! Ekki drykkjarstöðvar í göngunni
- Kl 14:30 Verðlaunaafhending við marksvæði
Íbúar og gestir eru hvattir til að koma og fylgjast með skemmtilega uppsettri gönguskíðabraut og af sjálfsögðu koma og hvetja keppendur áfram.
Yfirlitsmynd af svæðinu