26.08.2021
Klukkan 8:00 laugardaginn 28. ágúst verður fyrsta North Ultra hlaup Fjallakofans ræst út frá Dalvík og kl 12:00 verður fyrsta Half North hlaupið ræst út við Olís stöðina við Ægisgötu í Ólafsfirði.
Lesa meira
26.08.2021
Líkt og íbúar á Siglufirði og gestir hafa orðið varir við í sumar hefur vinna við snjóflóðavarnir í Hafnarfjalli verið í fullum gangi. Reglulega hefur þyrla komið til þess að ferja búnað og byggingarefni upp í fjallið í þessum 4. áfanga verkefnisins. Verkið felst í að setja upp stoðvirki úr stáli (e. snow bridges) á upptökusvæðum snjóflóða til snjóflóðavarna í N-Fífladölum og Hafnarhyrnu ofan byggðar á Siglufirði.
Lesa meira
23.08.2021
Klukkan 8:00 laugardaginn 28. ágúst 2021 verður fyrsta North Ultra hlaup Fjallakofans ræst og kl. 12:00 verður fyrsta Half North hlaupið ræst.
Lesa meira
23.08.2021
Sunnudaginn 8. ágúst var gerður út leiðangur í Héðinsfjörð til að hreinsa plastrusl af fjörukömbum og nálægu umhverfi. Siglt var á Örkinni hans Gunna, en Gunnar Júlíusson lagði fram skip sitt og vinnu í þágu þessa góða málefnis. Alls voru 15 manns á öllum aldri um borð, sem tilbúnir voru að leggja á sig mikla vinnu þegar í land var komið. Einnig tóku landeigendur þátt í hreinsuninni. Og sveitarfélagið Fjallabyggð veitti aðstoð.
Lesa meira
20.08.2021
Orkusalan setur sér háleit markmið þegar kemur að umhverfismálum og er þetta græna verkefni sumarsins, eins og árið á undan, að afhenda sveitarfélögum landsins að gjöf Grænar greinar Orkusölunnar til gróðursetningar. Orkusalan er eina orkufyrirtækið á almennum markaði sem er kolefnishlutlaust.
Lesa meira
19.08.2021
Ráðgjafar SSNE veita upplýsingar um styrki og styrkjamöguleika sem standa einstaklingum, fyrirtækjum og rannsóknaraðilum til boða. Á næstu mánuðum eru eftirfarandi sjóðir auglýstir:
Lesa meira
19.08.2021
Opnað hefur verið fyrir skráningar í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými. Um er að ræða átta vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni með mat, vatn og orku að leiðarljósi þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Lesa meira
19.08.2021
Innritun er hafin fyrir skólaárið 2021. – 2022.
Tónlistarskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fyrir fullorðna og vijum við eindregið hvetja alla, sem áhuga hafa, til að skrá sig í tónlistarnám.
Lesa meira
17.08.2021
Nú er skráning hafin í Frístund fyrir 1.-4. bekk ásamt Lengdri viðveru haustið 2021. Foreldrum/forráðamönnum nemenda í þessum bekkjum hefur verið sendur tölvupóstur gegnum Mentor og lýkur skráningu kl. 13:00 fimmtudaginn 19. ágúst. Allar frekari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna í tölvupósti og meðfylgjandi gögnum.
Lesa meira
16.08.2021
Miðvikudaginn 18. ágúst nk. mun áætlun skólabíls taka breytingum en þá hefst kennsla í MTR og mánudaginn 23. ágúst hefst skólastarf í Grunnskóla Fjallabyggðar. Við viljum minna á að skólarútan er fyrst og fremst ætluð nemendum og starfsfólki skólanna í Fjallabyggð og er grímuskylda meðal eldri nemenda og fullorðinna í bílnum.
Lesa meira