Fréttir

Hjólað í vinnuna - innanbæjarkeppni. Ennþá er tími til að skrá þitt fyrirtæki

Landsátakið Hjólað í vinnuna verður haldið 5.-25. maí nk. í 18. sinn. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð hvetur alla íbúa Fjallabyggðar til þátttöku og efnir til keppni meðal vinnustaða innan Fjallabyggðar þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur.
Lesa meira

Uppfærð frétt ! Frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2021

Frestur til að skila inn afþreyingu eða annarri dagskrá fyrir börn og unglinga í sumar framlengdur til 26. maí nk. Þeir aðilar sem ráðgera að bjóða upp á afþreyingu eða aðra dagskrá fyrir börn og unglinga í sumar eru eindregið hvattir til að senda upplýsingar um það til Fjallabyggðar (sjá slóð neðar í fréttinni). Mikið berst af fyrirspurnum til Fjallabyggðar um afþreyingu fyrir börn í sumar.
Lesa meira

Strákarnir okkar úr MTR gefa út sitt fyrsta lag

Þann 8. maí árið 2021 munu strákarnir sem komu, sáu og sigruðu Söngkeppni framhaldsskólanna í september 2020 gefa út sitt fyrsta lag. Lagið heitir ‘Aleinn á nýársdag’ og kemur út á öllum helstu streymisveitum. Einnig kemur út myndband við lagið á Youtube þann sama dag. Þessir drengir hafa spilað saman í mörg ár og er loksins komið að því að þeir gefi út sitt efni.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna 2021 hefst 5. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2021 hefjist í átjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 5. - 25. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 21. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð hvetur alla íbúa Fjallabyggðar til þátttöku og leggur til að efnt verði til innanbæjarkeppni þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur vinnustaða í sveitarfélaginu. Innanbæjarkeppni nánar auglýst í vikunni – starfsfólk vinnustaða hvatt til að taka fram gönguskóla og / eða hjólin.
Lesa meira

Markaðsstofa Norðurlands undirritar samninga við SSNE og SSNV um rekstur Áfangastaðastofu

Markaðsstofa Norðurlands undirritaði í dag samninga við landshlutasamtökin SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu. Þar með lýkur ferli sem staðið hefur yfir allt frá árinu 2017 en þá hófst fyrst undirbúningur að gerð fyrstu áfangastaðaáætlana svæðanna.
Lesa meira

Fjórar vörður í átt að af­léttingu sam­komu­tak­markana

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti ríkisstjórn í morgun afléttingaráætlun vegna Covid-19. Er um að ræða fjórar skilgreindar „vörður“ á þeirri leið að opna samfélagið á ný þar sem sú fyrsta sé þegar að baki.
Lesa meira

201. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

201. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 28. apríl 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Tilkynning til íbúa Fjallabyggðar

Á 200. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 14. apríl sl., var tekið fyrir neðangreint erindi og samþykkti bæjarstjórn svonefnda tillögu um afgreiðslu:
Lesa meira

Helena Reykjalín Jónsdóttir og Neon áfram í úrslit Samfés

Undankeppni Söngkeppni Samfés, NorðurOrg, var haldin með rafrænum hætti miðvikudagskvöldið 21. apríl sl. Helena Reykjalín Jónsdóttir tók þátt fyrir hönd Neons og komst hún áfram með lagið Creep með hljómsveitinni Radiohead. Hún mun því flytja lagið að nýju í úrslitum Söngkeppnis Samfés sunnudaginn 9. maí í Bíóhöllinni Akranesi.
Lesa meira

Nýjar fræðslumyndir frá Samgöngustofu

Samgöngustofa hefur gefið út þrjár nýjar fræðslumyndir er varða umferðaröryggi
Lesa meira