22.04.2021
Heimilt er að opna tækjasali líkamsræktastöðva á morgun 23. apríl eftir að breytingar voru gerðar á reglugerð sem heimilar að deila tækjum milli notenda í sama tíma. Eftirfarandi notkunarleiðbeiningar fyrir líkamsræktir Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar eru unnar úr leiðbeiningum sóttvarnalæknis.
Lesa meira
20.04.2021
Síðastliðið haust auglýsti Fjallabyggð eftir hentugu framtíðarhúsnæði til kaups eða leigu undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þriðjudaginn 20. apríl sl. voru lögð fram drög að kaupsamningi vegna kaupa Fjallabyggðar að annarri hæð fasteignarinnar Suðurgötu 4, Siglufirði.
Lesa meira
16.04.2021
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 14. apríl s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Viðfangsefni skipulagsins er m.a. að skilgreina lóðir fyrir mismunandi starfsemi, bæta öryggi þeirra sem fara um hafnarsvæðin, skilgreina helstu umferðarleiðir akandi og fótgangandi og bæta umhverfi og ásýnd svæðisins.
Lesa meira
16.04.2021
Stóri Plokkdagurinn verður haldinn laugardaginn 24. apríl nk. Fjallabyggð mun taka þátt og leggur til poka sem aðgengilegir verða áhugasömum Plokkurum í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Lesa meira
15.04.2021
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með endurskoðað aðalskipulag Fjallabyggðar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður verður til sýnis á tæknideild Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og hjá Skipulagsstofnun frá og með 16. apríl 2021 til og með 28. maí 2021. Tillagan er einnig aðgengileg hér:
Lesa meira
14.04.2021
Sundlaugarnar í Fjallabyggð verða opnaðar á morgun 15. apríl 2021 kl. 6:30 en ný reglugerð um sóttvarnir sem gildi tekur á miðnætti leyfir opnun sundlauga með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta. [Meira...]
Lesa meira
14.04.2021
Fjallabyggð leitar eftir áhugasömum aðila til þess að sjá um dúntekju á Leirutanga, Siglufirði.
Meginþættir verkefnis: [Meira...]
Lesa meira
12.04.2021
200. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 14. apríl 2021 kl. 17.00
Lesa meira
30.03.2021
Vorhátíð 1.-7. bekkjar var tekin upp í liðinni viku. Nemendur vilja gjarnan bjóða ykkur að horfa á hana á netinu.
Lesa meira
26.03.2021
Fyrir ekki mörgum dögum taldi ég, eins og svo margi aðrir, að framundan væru nokkuð hefðbundnir páskar með ferðalögum, fermingum og samverustundum… svo reyndist ekki vera og eru það nokkur vonbrigði. [Meira]
Lesa meira