Fréttir

Skíðafélag Ólafsfjarðar færði leikskólanum gönguskíði að gjöf

Stjórn Skíðafélags Ólafsfjarðar kom færandi hendi á Leikhóla í dag og færði leikskólanum fjögur pör af gönguskíðum og skóm sem henta eldri árgöngum leikskólans.
Lesa meira

Kynningarefni, spurningar og svör frá opnum íbúafundi 1. febrúar sl.

Þann 1. febrúar stóð Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi um samgöngur og snjóflóðavarnir í kjölfar atburða í byrjun árs og viðbrögð við þeim. Á fundinn mættu fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Almannavarna.
Lesa meira

Skýrsla OECD um sjálfbæra þróun ferðaþjónustu

Vert er að benda á nýútkomna skýrslu ferðamálanefndar OECD um sjálfbæra þróun ferðaþjónustu, Managing Tourism Development for Sustainable and Inclusive Recovery. Skýrslan var unnin með stuðningi Evrópusambandsins og er gott innlegg í uppbyggingu greinarinnar sem er framundan.
Lesa meira

Klippikort fyrir gámasvæði tilbúin til afhendingar - breyting á gjaldskrá

Afhending klippikorta fyrir gámasvæði Fjallabyggðar er hafin. Hægt er að nálgast klippikort á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði og í afgreiðslu Bókasafns Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.
Lesa meira

Pistill bæjarstjóra – 29.01 2021

Undanfarnar tvær vikur hafa verið okkur nokkuð mótdrægar hér í Fjallabyggð, á hefur gengið með einangrun, snjóflóðahættu og snjóflóðum. Allt hefur þetta verið mér lærdómur og efni til aðdáunar á ykkur íbúar góðir. Mér hefur þótt hreint magnað að fylgjast með því hvernig samfélagið hér í Fjallabyggð hefur tekið öllu sem að höndum hefur borið með yfirvegun og af stóískri ró. Ljóst er að hér býr fólk sem kann að takast á við óblíð og óútreiknanleg náttúruöflin, fólk sem lætur veður og ófærð ekki trufla sig umfram það sem þarf og er eðlilegt.
Lesa meira

Opinn íbúafundur á TEAMS í dag kl. 17:00 um samgöngur og snjóflóðavarnir

Þann 1. febrúar 2021 kl. 17:00 stendur Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi um samgöngur og snjóflóðavarnir í kjölfar atburða undanfarinna daga og viðbrögð við þeim. Á fundinn mæta fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Almannavarna. Íbúar eru hvattir til að senda spurningar í netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is fyrir fundinn. Öllum spurningum verður svarað.
Lesa meira

Sól er yfir Fjallabyggð

Fyrsti sólardagur var í Ólafsfirði mánudaginn 25. janúar. Í dag fimmtudaginn 28. janúar er fyrsti sólardagur á Siglufirði. Sólin hverfur frá miðjum nóvember og sést ekki í rúma tvo mánuði vegna hárra fjalla er umlykja Siglufjörð og Ólafsfjörð.
Lesa meira

Útivistarfólk hugi að aðstæðum, veðri og skoði spár um snjóflóðahættu

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur sent eftirfarandi tilkynningu út. Mikið hefur snjóað víða um land undanfarna daga og ljóst að margir hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi útivist. Í ljósi þess viljum við vekja athygli á spá um snjóflóðahættu frá Veðurstofunni sem má sjá nánar hér: https://www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa/
Lesa meira

Fréttatilkynning - Staðan í samgöngumálum

Undanfarið hafa Ólafsfjarðarvegur og Siglufjarðarvegur, tengingar Fjallabyggðar við nágrannasveitarfélög og landið allt, ítrekað lokast vegna ófærðar, snjóflóða og snjóflóðahættu. Vegna lokana nú sem og ítrekaðra lokana á síðasta vetri vill bæjarráð Fjallabyggðar leggja á það ríka áherslu að nú þegar verði brugðist við af hálfu ríkisvaldsins, þess aðila sem ber ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi samgangna. Það er með öllu óásættanlegt að fram undan séu, ef ekkert er að gert og áætlunum ekki breytt, áratugir án úrbóta í samgöngumálum sveitarfélagsins. Þar er vísað til fyrirliggjandi samgönguáætlunar og þess að ríkisvaldið hefur með áætluninni markað þá stefnu að einungis skuli unnið að einum jarðgöngum á hverjum tíma. Bæjarráð Fjallabyggðar leggur á það ríka áherslu að nú þegar verði, með skýrum hætti, hafist handa við undirbúning framkvæmda sem nauðsynlegar eru til að leysa af hólmi, annars vegar veginn um Ólafsfjarðarmúla og hins vegar veginn um Almenninga.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur votlendis er 2. febrúar

Alþjóðlegur dagur votlendis, 2. febrúar, er nýttur til að vekja athygli á stöðu votlendis í heiminum og ákall um endurheimt og mikilvægi endurheimtar í baráttunni við hlýnun jarðar og eflingu vistkerfa
Lesa meira