Fréttir

Nýr vefur Listaverkaeignar Fjallabyggðar kominn í loftið

Listasafn Fjallabyggðar fagnar tímamótum í dag þegar tæplega 180 listaverk í eigu Fjallabyggðar verða aðgengileg almenningi á nýrri vefsíðu listasafnsins https://listaverk.fjallabyggd.is/is.
Lesa meira

Fundadagatal nefnda aðgengilegt á vef Fjallabyggðar

Fundadagatal nefnda, bæjarráðs og bæjarstjórnar aðgengilegt á vef Fjallabyggðar. Dagatalið er birt með fyrirvara um um ófyrirséðar breytingar og eða niðurfellingarfunda.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundi verður frestað um viku sökum veðurs

199. fundi bæjarstjórnar sem vera átti í dag 10. mars hefur verið frestað, sökum veðurs, til miðvikudagsins 17. mars nk. kl. 17:00. Fundurinn verður í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Lesa meira

„Think Rural, Think Digital, Think Ahead!“ Hakkaþon NORA 2021 19.-21. mars

Hakkaþonið ‘Think Rural, Think Digital, Think Ahead!’ verður haldið dagana 19. til 21. mars og markmiðið er að fá ungt fólk frá Færeyjum, Íslandi, Grænlandi, Noregi, Skotlandi, Maine-fylki í Bandaríkjunum og Ontario í Kanada til að þróa saman lausnir á sameiginlegum áskorunum. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 18-35 ára. Þátttaka er ókeypis. Norræna Atlantssamstarfið (NORA) skipuleggur hakkaþonið ásamt skosku samtökunum Highlands and Islands Enterprise (HIE). Þess utan taka University of New England og Cooperation Council of Ontario í Kanada þátt. Norræna ráðherranefndin og skosk stjórnvöld eru einnig bakhjarlar hakkaþonsins.
Lesa meira

199. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

199. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 10. mars 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2021

Íslensku menntaverðlaunin er viðurkenning fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum:
Lesa meira

Dagskrá félagsstarfs aldraðra í mars 2021

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hófst að nýju 14. janúar og verður dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur. Dagskrá félagsstarfsins í mars 2021 hafa verið birtar og er hægt að nálgast þær hér fyrir neðan.
Lesa meira

Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending menningarstyrkja 2021

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2021, Jón Þorsteinsson, verður útnefndur við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 18. mars nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00.
Lesa meira

Menningarhelgi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði helgina 6. - 7. mars 2021

Helgina 6. - 7. mars næstkomandi verða þrír menningarviðburðir á dagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Vegna sóttvarna eru gestir beðnir um að skrá sig á tónleikana og sunnudagskaffið í síma 865-5091 til að tryggja sér sæti.
Lesa meira

Sundlaug og líkamsrækt

Ný reglugerð um sóttvarnir sem tók gildi 24. febrúar sl. kveður á um rýmkun á fjöldatakmörkunum á sundstöðum og í tækjasölum líkamsræktarstöðva. Í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar hefur þetta þau áhrif að allt að 100 gestir geta verið í sundlaugum í einu, aðeins 7 í heitum pottum og 15 einstaklingar geta verið á sama tíma í líkamsræktarsölum.
Lesa meira