23.01.2021
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra varðandi hættustig vegna snjóflóðahættu, rýmingu á Siglufirði og færð á vegum. Smellið hér til að sjá tilkynninguna.
Lesa meira
22.01.2021
Áfram er hættustig á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla síðdegis. Snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla síðdegis. Sjá tilkynningu frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra á meðfylgjandi hlekk.
Lesa meira
22.01.2021
Kæru íbúar Fjallabyggðar.
Undanfarna daga hafa ófærð, einangrun, snjóflóð, snjóflóðahætta og önnur veðurtengd óáran herjað á okkur íbúa Fjallabyggðar. Allt atriði sem ég sé að þið, íbúar Fjallabyggðar, eruð vön og takið af stóískri ró þess sem veit að við náttúruna verður lítið ráðið.
Lesa meira
21.01.2021
Íbúum Fjallabyggðar er bent á að kynna sér tilkynningu frá Almannavörnum sem nálgast má hér.
Lesa meira
21.01.2021
Starf íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar tekur nú mið af gildandi sóttvarnarreglum frá 13. janúar 2021. Í sundlaugina er heimilt að hleypa 50% af leyfilegum hámarksfjölda í sundlaugar í einu. Í sundlaugum Fjallabyggðar eru þetta 15 manns í búningsklefa í einu og 84 á sundlaugasvæði og 6 í pottum. Hér má sjá gildandi opnunartíma sundlaugar.
Lesa meira
21.01.2021
Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hófst að nýju 14. janúar og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira
20.01.2021
Undanfarna daga hefur bætt mikið á snjó og horfur á að svo verði áfram næstu daga.
Íbúum er því bent á að fara varlega og kynna sér aðstæður á hverjum stað og tíma.
Smellið á frétt til að sjá spá um snjóflóðahættu á utanverðum Tröllaskaga, viðvaranir og fl.
Lesa meira
20.01.2021
Bókasafnið á Siglufirði er lokað í dag miðvikudaginn 20. janúar af óviðráðanlegum ástæðum.
Bókasafnið í Ólafsfirði er opið frá kl. 13:00-17:00
Lesa meira
19.01.2021
Fjallabyggð veitir ár hvert menningartengda styrki til félagasamtaka, stofnana og einstaklinga til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
Lesa meira
19.01.2021
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira