Fréttir

Fréttatilkynning - Áætlaður rekstrarhalli

Áætlaður rekstrarhalli bæjarsjóðs fyrir árið 2021 er 40 mkr. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2021 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 15. desember 2020. Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru:[meira]
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2021 samþykkt í bæjarstjórn

Á bæjarstjórnarfundi þann 15. desember fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024. Var áætlunin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Lesa meira

Listagjöf um allt land!

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.
Lesa meira

Val á íþróttamanni ársins 2020 í Fjallabyggð fellt niður

Á dögunum var ákveðið að ekki yrði kjörinn Íþróttamaður Fjallabyggðar þetta árið né veittar viðurkenningar vegna árangurs í íþróttum líkt og gert hefur verið um áratuga skeið. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að ekkert íþróttafélag hefur getað haldið úti venjubundnu íþróttastarfi á árinu og aðeins örfá getað tekið þátt í mótum og keppni. Því eru litlar og í flestum tilfellum engar forsendur að byggja á til að útnefna besta og efnilegasta íþróttafólkið.
Lesa meira

195. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

195. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 15. desember 2020 kl. 17.00
Lesa meira

Fundur um Covid úrræði stjórnvalda 17. desember

Fjallabyggð vekur athygli á að þann 17. desember nk. bjóða KPMG og SSNE til gagnvirks fróðleiksfundar um Covid úrræði stjórnvalda. Á fundinum verður stutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði.
Lesa meira

Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar verður lokuð 11. desember frá kl. 13:00

Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar þar með talið skiptiborðið, verður lokuð föstudaginn 11. desember frá kl. 13:00 vegna starfsdags.
Lesa meira

Sundlaugar Fjallabyggðar opna á ný fimmtudaginn 10. desember

Sundlaugar Fjallabyggðar verða opnaðar fimmtudaginn 10. desember. Gestir eru beðnir um að virða tveggja metra regluna í afgreiðslu og í búningsklefum og velja skápa og snaga eftir því. Engar hárþurrkur verða í boði á meðan þetta ástand varir.
Lesa meira

Breyting á skólaakstri frá og með 7. desember

Breyting verður á akstri skólarútu frá og með mánudeginum 7. desember. Athugið að skólaakstur er aðeins hugsaður fyrir nemendur skólanna í Fjallabyggð og starfsfólk þeirra meðan hertar sóttvarnarreglur gilda. Grímu­skylda er í skólarútunni fyr­ir tíu ára (2010) og eldri.
Lesa meira

Jón Þorsteinsson, söngvari og söngkennari útnefndur Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2021

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt á fundi sínum miðvikudaginn 2. desember sl. að útnefna Jón Þorsteinsson sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2021.
Lesa meira