Fréttir

Afturgöngur og uppvakningar í draugaverksmiðjunni Gránu

Frá því í byrjun skólaárs hefur Síldarminjasafnið sinnt skipulagðri kennslu meðal barna í 5. bekk og unglinga á elsta stigi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Námskeiðið miðar að því að fræða nemendur um hlutverk safna, skyldur þeirra og verkefni. Þannig fá nemendur innsýn í grunnstoðir safnastarfs sem felast í rannsóknum, söfnun, varðveislu, skráningu og miðlun og fá jafnframt að takast á við ólíkar áskoranir og verkefni.
Lesa meira

Skólaaksturstafla framlengd til 2. desember

Breyting verður á akstri skólarútu með hertum sóttvarnarreglum. Athugið að skólaakstur er aðeins hugsaður fyrir nemendur skólanna í Fjallabyggð og starfsfólk þeirra. Grímu­skylda í skólarútunni fyr­ir tíu ára (2010) og eldri.
Lesa meira

Alþjóðlegi klósettdagurinn 19. nóvember

Við eigum öll okkar þátt í mengun í vatni og sjó og því er það í okkar höndum að draga úr henni. Það á aðeins þrennt að fara í klósettið: Piss, kúkur og klósettpappír. Klósettið er enginn staður fyrir eyrnapinna, bómullarhnoðra, blautklúta, smokka og annað rusl. Þessir hlutir eiga að enda í ruslatunnunni. Auðvitað er svo besta lausnin að nota sem minnst af einnota hreinlætisvörum.
Lesa meira

193. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

193. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði,18. nóvember 2020 kl. 17.00
Lesa meira

Sorphreinsun og snjómokstur - Munum að tryggja aðgang að tunnum fyrir losun !

Vakin er athygli á því að gráa tunnan verður losuð í Fjallabyggð næstu þrjá daga. Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnum Íslenska Gámafélagsins losun. Íslenska gámafélagið vill sömuleiðis ítreka að tunnur sem eru yfirfullar verða EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn ÍG að forðast snertingu við allt sorp.
Lesa meira

Samkeppni um ljósverk fyrir Vetrarhátíð 2021

Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir samkeppni um þrjú ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2021. Verkin sem verða valin verða sýnd á Vetrarhátíð 2021 dagana 4.-7. febrúar 2021.
Lesa meira

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa, sunnudaginn 15. nóvember 2020

Árlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 15. nóvember 2020. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst til að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.
Lesa meira

Bæjarstjórnafundur miðvikudaginn 18. nóvember

Vakin er athygli á því að næsti bæjarstjórnarfundur verður miðvikudaginn 18. nóvember nk. kl. 17:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði. Samkvæmt venjubundnum fundartíma bæjarstjórnar, sem er annar miðvikudagur í mánuði, hefði næsti fundur átt að vera miðvikudaginn 11. nóvember nk. Þetta tilkynnist hér með.
Lesa meira

Bæjarráð hafnar tilboði í viðbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði

Bæjarráð hafnar tilboði í viðbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði. Á 673. fundi bæjarráðs í morgun var samþykkt að hafna því eina tilboði sem fékkst í viðbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði. Ástæða höfnunar er að tilboð sem barst var töluvert hærra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir, ákvörðun bæjarráðs er einnig tekin í ljósi mikillar óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Lesa meira

Frá Hornbrekku

Lokað er fyrir allar heimsóknir á Hornbrekku. Staðan verður metin 9. nóvember nk.
Lesa meira