Fréttir

Tilkynning frá Hornbrekku

Vegna kórónuveirusmita í nærsamfélaginu verðum við því miður að boða hertar sóttvarnaraðgerðir á Hornbrekku. Lokað er fyrir allar heimsóknir um óákveðin tíma, staðan verður metin eftir helgina og þá koma nýjar upplýsingar.
Lesa meira

Vinnustofa með ráðgjöfum frá SSNE vegna styrkumsókna úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Vegna þess ástands sem ríkir í samfélaginu vegna Covid-19 hefur það reynst erfitt að skipuleggja viðverustundir á mismunandi stöðum landshlutans eins og við helst hefðum viljað. Margir umsækjendur hafa haft samband við okkur beint og það er ánægjulegt að sjá vídd og breidd í þeim hugmyndum sem eru í smíðum.
Lesa meira

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendir íbúum hvatningu

Hvatning til íbúa á Norðurlandi eystra.
Lesa meira

Bókasafnið, Siglufirði lokar tímabundið 2. nóvember

Vegna framkvæmda (gólfefnaskipti) verður Bóka- og héraðsskjalasafnið Gránugötu Siglufirði lokað frá og með mánudeginum 2. nóvember. Reynum að opna aftur við fyrsta mögulega tækifæri. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra rennur út 4. nóvember nk.

SSNE vill minna á að fresturinn til að sækja um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra rennur út í næstu viku eða klukkan 12:00 á hádegi þann 4. nóvember nk.
Lesa meira

Heimir Sverrisson ráðinn yfirhafnarvörður Fjallabyggðarhafna

Heimir Sverrisson hefur verið ráðinn tímabundið í stöðu yfirhafnarvarðar Fjallabyggðarhafna. Átta umsóknir bárust um starfið sem auglýst var þann 18. september sl.
Lesa meira

Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum og eða rökstuddum ábendingum/tilnefningu um bæjarlistamann Fjallabyggðar

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Fjallabyggð eða rökstuddum ábendingum/tilnefningu um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2021. Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í janúar 2021.
Lesa meira

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021.
Lesa meira

Drög að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Nú er unnið að endurskoðun á aðalskipulagi Fjallabyggðar. Bæjarstjórn hvetur alla íbúa og aðra hagsmunaaðila til að kynna sér þau skipulagsdrög sem nú eru lögð fram.
Lesa meira

Mennta- og menningarmálaráðuneytið - starf án staðsetningar

Rétt er að benda íbúum Fjallabyggðar sem og öðrum á auglýsingu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna starfs án staðsetningar. Klárt tækifæri fyrir alla þá sem vilja starfa hjá ráðuneyti í Reykjavík en búa í Fjallabyggð - staðnum þar sem vel er tekið á móti þér og þínum.
Lesa meira