Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra rennur út 4. nóvember nk.

SSNE vill minna á að fresturinn til að sækja um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra rennur út í næstu viku eða klukkan 12:00 á hádegi þann 4. nóvember nk.

Samkvæmt upplýsingum frá SSNE sýnir yfirferð umsókna sem eru í vinnslu (umsóknarferli hafið, ekki lokið) ágæta breidd í umfangi og dreifingu verkefna á landshlutann allan. 
Hvetjum við alla í Fjallabyggð sem eiga verkefni innan menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunar að sækja um. Sjóðurinn veitir einnig stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.

Það er akkur okkar allra að umsóknir berist af öllum starfsvæðum SSNE sem er forsendan fyrir jafnari dreifingu á fjárveitingum á opinberu fé til atvinnuþróunar, nýsköpunar, menningarstarfsemi og umhverfismála á Norðurlandi eystra.

Sérfræðingar hjá SSNE eru reiðubúnir að aðstoða ykkur sem best, hvort sem er varðandi umsóknargerðina, ferlið eða svara þeim spurningum sem þið kunnið að hafa.  Ekki hika við að hafa samband við þau Ara Pál Pálsson, aripall@ssne.is sími 464-5412 eða Vigdísi Rún Jónsdóttur vigdis@ssne.is  sími 464-5404