Fréttir

Síldarminjasafnið - Ritsmiðja fyrir börn og unglinga

Dagana 28. - 31. júlí verður boðið upp á ókeypis ritsmiðju fyrir börn á Síldarminjasafninu. Ritsmiðjan hefst á þriðjudegi og stendur fram á föstudag. Kennsla fer fram í Bátahúsinu frá kl. 13:00 - 16:00 og er opin börnum á grunnskólaaldri. Hámarksfjöldi nemenda er tíu svo mikilvægt er að skrá þátttakendur til leiks með því að senda póst á safn@sild.is.
Lesa meira

Molta er í boði fyrir íbúa Fjallabyggðar

Molta er aðgengileg fyrir íbúa Fjallabyggðar í báðum byggðakjörnum. Vestan óss, við gamla flugskýlið í Ólafsfirði og við Öldubrjót á Siglufirði.
Lesa meira

Frá bæjarstjóra – Breyttar reglur um birtingu gagna

Þann 11. júní sl. samþykkti bæjarstjórn breyttar reglur um birtingu gagna með fundargerðum, tel ég rétt að fara aðeins yfir það í hverju umræddar breytingar felast. Í grunnin eru reglurnar birtingarmynd þeirrar stefnu Fjallabyggðar að stjórnsýsla bæjarins sé opin og að bæjarbúar geti með einföldum hætti fylgst með störfum bæjarstjórnar og nefnda. Reglunum er ætlað að auka aðgengi íbúa að gögnum sem að baki ákvörðunum liggja eftir því sem lög og reglugerðir heimila.
Lesa meira

Aukin hreyfing eldri borgara í Fjallabyggð í sumar

Fjallabyggð auglýsir viðbótartíma fyrir eldri borgara í líkamsræktarsal, sundleikfimi, jóga og dansi. Eldri borgara eru hvattir til að taka þátt og skrá sig hjá viðkomandi leiðbeinanda.
Lesa meira

Fjölþætt heilsuefling fullorðinna

Fjölþætt heilsuefling fullorðinna Janus Guðlaugsson, doktor í íþrótta- og heilsufræðum verður með fræðsluerindi bættri heilsu og betri lífsgæðum eldri borgara, þriðjudaginn 7. júlí, kl. 13:30, í Húsi eldri borgara Ólafsfirði og kl. 16:00 í sal Skálarhlíðar
Lesa meira

Menningardagar fram undan í Fjallabyggð 30. júní – 5. júlí

Menningin verður svo sannarlega allsráðandi næstu daga og komandi helgi í Fjallabyggð. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Smíðavellir fyrir börn fædd 2007-2013

Fjallabyggð verður með smíðavelli fyrir börn fædd 2007-2013 á tímabilinu 15. júlí – 1. ágúst á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Lesa meira

Færeyski kútterinn Westward Ho siglir til hafnar um hádegisbil í dag

Í dag mánudaginn 29. júní siglir Færeyski kútterinn Westward Ho til hafnar á Siglufirði. Áætlað er að Westward Ho sigli til hafnar og leggi að bryggju við Róaldsbrakkann um hádegisbil í dag og hvetja starfsmenn Síldarminjasafnsins bæjarbúa og aðra gestkomandi til að taka vel á móti skipinu og þiggja heimboð Færeyinga.
Lesa meira

Áhrif jarðskjálfta á vátryggð verðmæti

Fréttatilkynning frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). Á síðustu dögum hafa orðið um 1600 jarðskjálftar út af Norðurlandi, þar af þrír skjálftar stærri en fimm. Fyrst varð skjálfti af stærðinni 5,4 kl. 15:05 þann 20. júní. Mesta yfirborðshröðun skjálftans mældist á Siglufirði, rúmlega 5% af g (% af g, m.ö.o. hlutfall af þyngdarhröðun jarðar) í um 22 km fjarlægð frá upptökum. Sama dag, kl. 19:26 var skjálfti af stærðinni M5,6. Mesta mælda yfirborðshröðun var einnig á Siglufirði, rúmlega 7% af g og voru upptök hans í 19 km fjarlægð frá mælinum.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða lokaðar 24. júní frá kl.12:00 – 19:00

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða lokaðar 24. júní frá kl.12:00 – 19:00 vegna námskeiðahalds starfsmanna.
Lesa meira