Fréttir

Frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2020

Fyrirhugað er að birta rafrænt yfirlit/dagatal yfir afþreyingu og frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2020. Með því yrðu upplýsingar um það sem er í boði til afþreyingar og dægrastyttingar fyrir þann aldurshóp aðgengilegar á einum stað á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lesa meira

Fjallabyggð kallar til samráðsfundar

Fjallabyggð kallar til samráðsfundar um markaðsátak í Fjallabyggð fimmtudaginn 7. maí nk. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg og hefst kl. 17:00. Skráning verður á fundinn vegna fjöldatakmarkana. Allir velkomnir.
Lesa meira

Upplýsingapóstur frá bæjarstjóra

Upp er runninn 4. maí, dagurinn sem við höfum öll verið að bíða eftir. Dagur sem, ef vel tekst til, markar lok tímabils farsóttar en um leið upphaf leiðarinnar að eðlilegra lífi okkar og upphaf glímunnar við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Frá og með deginum í dag er s.s. slakað á ýmsum þáttum samkomubanns og möguleikar okkar til þess lífs sem við teljum eðlilegt með því auknir. Auknar tilslakanir eru svo væntanlegar í lok mánaðar að því er þríeykið segir okkur.
Lesa meira

Íbúum stendur nú til boða að leigja handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði

Íbúum stendur nú til boða að leigja handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði.
Lesa meira

Opnað fyrir úthlutun 50 milljóna til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs

Hönnunarsjóði hefur verið falið að úthluta 50 milljónum til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs, samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19.
Lesa meira

Fréttatilkynning - Sjómannadagurinn Fjallabyggð 2020

Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Sjómannadagsráð hafa ákveðið að aflýsa öllum hátíðarhöldum vegna sjómannadagsinns í Fjallabyggð 2020, þetta er að sjálfsögðu gert vegna Covid-19 faraldursins, en við munum koma sterkir til baka með frábæra sjómannadagshátíð árið 2021.
Lesa meira

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir úthlutun menningarstyrkja

Opnað verður fyrir umsóknir um aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina á allra næstu dögum. Stuðningurinn, sem nemur alls 500 milljónum kr., byggir á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins, sem samþykkt var á Alþingi þann 30. mars sl.
Lesa meira

Aukaúthlutun úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2020

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 m.kr. í pottinum.
Lesa meira

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði dagana 29. - 31. maí nk.

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hefst að nýju í lok maí eftir óhjákvæmilegar lokanir í mars og apríl. Opnað verður inná sýningar og viðburði í takti við þær takmarkanir um mannamót sem fyrir liggja hverju sinni og gestir beðnir um að sýna tillit með fjarlægðir, handspritt og að snerta ekki neitt innandyra. Einnig að koma ekki á viðburði með einkenni af Covid-19.
Lesa meira

Plokktímabilið 2020 er formlega hafið

Stóri plokkdagurinn verður haldinn á Degi umhverfisins laugardaginn 25. apríl. Fjallabyggð vilja hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins af tilefni degi umhverfisins þann 25. apríl nk. Samkomubann er alveg upplagt til að taka á því í plokkinu. Frábær útivera og hreyfing um leið og við finnum fyrir tilgangi, sjáum árangur, eflum núvitund og gerum umhverfinu og samfélaginu okkar gott.
Lesa meira