Vinnuskóli Fjallabyggðar hefst 8. júní

Tilkynning

Vinnuskólinn hefst mánudaginn 8. júní kl. 8:30.

Þeir nemendur sem hafa skráð sig í vinnuskólann, búsettir á Siglufirði mæta í Áhaldahús Fjallabyggðar. Nemendur búsettir á Ólafsfirði mæta í aðstöðu Áhaldahúss (norðan við Skiltagerð).
Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig eru þeir beðnir um að gera það sem fyrst. Hægt er að skrá sig inn á Rafræn Fjallabyggð (rafræn skilríki foreldris) eða með því að senda póst á haukur@fjallabyggd.is

Áætlaður lokadagur Vinnuskólans er föstudagurinn 31. júlí. Þó gefst ungmennum sem lokið hafa 10. bekk kostur á að vinna til 7. ágúst.

Sjá eldri frétt um vinnuskólann: https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/fjallabyggd/frettir-og-tilkynningar/vinnuskoli-fjallabyggdar-2022